Ofbeldismenn fái harðari refsingu 15. febrúar 2008 11:12 Hatton vill leggja sitt af mörkum til að bregðast við auknu unglingaofbeldi í Manchester Nordic Photos / Getty Images Hnefaleikarinn Ricky Hatton frá Manchester segir að taka verði baráttuna gegn ofbeldi í Bretlandi fastari tökum eftir að hópur unglinga réðist á mann í borginni um helgina með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Hatton fór sjálfur á grannaslag Manchester United og City um helgina og sagði að þó áhorfendur á leiknum hefðu hagað sér vel - hefði sér ofboðið fréttin af ungum lögfræðingi sem var laminn til óbóta á leið sinni heim af knæpu síðar um kvöldið. David Burns, sem er nýútskrifaður lögfræðingur, varð viðskila við félaga sína eftir að hafa setið við drykkju eftir leikinn. Hópur ungra og hettuklæddra ungmenna réðist á hann, barði hann í götuna og lét höggin dynja á honum. Óttast er að hann muni hljóta heilaskaða. Hnefaleikarinn Hatton sagði sér hafa blöskrað við þessi tíðindi - enda hafi hann sjálfur fengið sér drykk á þessari sömu krá aðeins tveimur tímum áður. "Ég skemmti mér konunglega á leiknum en svo frétti ég daginn eftir að maður hefði verið laminn illa á götunni og ég kenni í brjóst um hann og fjölskyldu hans. Við getum ekki horft lengur framhjá því sem er að gerast. Í hvert sinn sem maður opnar dagblað les maður um unglinga sem eru að ganga í skrokk á fólki og drepa það," sagði Hatton, sem vill herða refsingar ofbeldismanna og gera víðtækara átak. Það er ekki nóg að slá á puttana á þessum mönnum - við verðum að setja sterk fordæmi og herða refsingar. Það er samt ekki nóg, því foreldrar og skólayfirvöld verða að herða aga. Svo þarf líka að vera meiri löggæsla, það er ekki tækt að unglingar séu hangandi í stórum hópum á hverju götuhorni - þó vissulega séu þeir ekki allir afbrotamenn," sagði Hatton. Hatton ætlar að einbeita sér að því að vinna með unglingum þegar hann leggur hanskana á hilluna. "Þegar ég var ungur, sá maður aldrei svona lagað, en þá virtust líka vera félagsmiðstöðvar á hverju strái. Ég ætla að gerast þjálfari þegar ég hætti að boxa og ekki bara fyrir atvinnumenn, heldur líka fyrir áhugamenn." "Þessir krakkar þurfa að fá útrás fyrir gremju sína og finna sér heilbrigðar fyrirmyndir og það eru mörg dæmi þess að vandræðagemlingar hafi orðið að heiðursmönnum við þessar aðstæður. Ég vil skila einhverju til samfélagsins og reyna að uppræta þennan leiða í unglingum sem breytir þeim í hrotta," sagði hnefaleikarinn litríki í samtali við Sun. Box Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sjá meira
Hnefaleikarinn Ricky Hatton frá Manchester segir að taka verði baráttuna gegn ofbeldi í Bretlandi fastari tökum eftir að hópur unglinga réðist á mann í borginni um helgina með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Hatton fór sjálfur á grannaslag Manchester United og City um helgina og sagði að þó áhorfendur á leiknum hefðu hagað sér vel - hefði sér ofboðið fréttin af ungum lögfræðingi sem var laminn til óbóta á leið sinni heim af knæpu síðar um kvöldið. David Burns, sem er nýútskrifaður lögfræðingur, varð viðskila við félaga sína eftir að hafa setið við drykkju eftir leikinn. Hópur ungra og hettuklæddra ungmenna réðist á hann, barði hann í götuna og lét höggin dynja á honum. Óttast er að hann muni hljóta heilaskaða. Hnefaleikarinn Hatton sagði sér hafa blöskrað við þessi tíðindi - enda hafi hann sjálfur fengið sér drykk á þessari sömu krá aðeins tveimur tímum áður. "Ég skemmti mér konunglega á leiknum en svo frétti ég daginn eftir að maður hefði verið laminn illa á götunni og ég kenni í brjóst um hann og fjölskyldu hans. Við getum ekki horft lengur framhjá því sem er að gerast. Í hvert sinn sem maður opnar dagblað les maður um unglinga sem eru að ganga í skrokk á fólki og drepa það," sagði Hatton, sem vill herða refsingar ofbeldismanna og gera víðtækara átak. Það er ekki nóg að slá á puttana á þessum mönnum - við verðum að setja sterk fordæmi og herða refsingar. Það er samt ekki nóg, því foreldrar og skólayfirvöld verða að herða aga. Svo þarf líka að vera meiri löggæsla, það er ekki tækt að unglingar séu hangandi í stórum hópum á hverju götuhorni - þó vissulega séu þeir ekki allir afbrotamenn," sagði Hatton. Hatton ætlar að einbeita sér að því að vinna með unglingum þegar hann leggur hanskana á hilluna. "Þegar ég var ungur, sá maður aldrei svona lagað, en þá virtust líka vera félagsmiðstöðvar á hverju strái. Ég ætla að gerast þjálfari þegar ég hætti að boxa og ekki bara fyrir atvinnumenn, heldur líka fyrir áhugamenn." "Þessir krakkar þurfa að fá útrás fyrir gremju sína og finna sér heilbrigðar fyrirmyndir og það eru mörg dæmi þess að vandræðagemlingar hafi orðið að heiðursmönnum við þessar aðstæður. Ég vil skila einhverju til samfélagsins og reyna að uppræta þennan leiða í unglingum sem breytir þeim í hrotta," sagði hnefaleikarinn litríki í samtali við Sun.
Box Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sjá meira