Sport

Ekki hægt að líta framhjá Dwain Chambers

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dwain Chambers.
Dwain Chambers.

Spretthlauparinn Dwain Chambers var í dag valinn í breska liðið fyrir heimsmeistaramótið innanhúss. Eftir frammistöðu hans á Bretlandsleikunum í frjálsum íþróttum var ekki hægt að líta framhjá honum.

Chambers er 29 ára en hann var dæmdur í tveggja ára keppnisbann árið 2003 vegna steranotkunar. Þrátt fyrir að hafa ekki farið reglulega í lyfjapróf síðan 2006 var hann valinn í keppnishóp Bretlands.

Hann mun keppa í 60 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu en það fer fram í Valencia. Það er þó ljóst að hann fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum en allir þeir sem falla á lyfjaprófi í Bretlandi fá ekki að keppa á þeim leikum samkvæmt reglum.

Chambers er fyrrum Evrópumeistari í 100 m hlaupi en á síðasta ári reyndi hann að komast að í NFL-deildinni en án árangurs.

Heimsmeistaramótið innanhúss verður í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×