Alonso byrjaður með Renault 16. janúar 2008 09:50 Spænski heimsmeistarinn ók á sinni fyrstu æfingu með Renault í dag á Jerez brautinni á Spáni. Hann gerði sér lítið fyrir og náði besta tíma á æfingunni. Hann ók í fyrsta skipti keppnisbíl án spólvarnar og sló við nýjustu ökutækjum McLaren og Ferrari á 2007 Renault. ,,Æfingin gekk vel, en það er orðið nokkuð langt síðan ég ók Formúlu 1 bíl. Ég hef aldrei ekið án spólvarnar áður og maður verður að breyta um akstursstíl. Ég fór því rólega af stað, en tók síðan meiri áhættu eftir því sem leið á æfinguna", sagði Alonso. Aðspurður um væntanlega samvinnu sína við Nelson Piquet sagði Alonso að hann hefði ekið með mörgum liðsfélögum gegnum tíðina og þeir væru vinir hans. Hann taldi alla upp, nema Lewis Hamilton. Eins og kunnugt er sinnaðist honum við McLaren menn og hætti með liðinu og gekk til liðs við Renault á ný. Margir spá Alonso velgengni með Renault í ár, en hann varð einu stigi á eftir Kimi Raikkönen í titlslagnum með McLaren í fyrra. Alonso varð meisari með Renault 2005 og 2006. Sjá nánar á kappakstur.is Formúla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spænski heimsmeistarinn ók á sinni fyrstu æfingu með Renault í dag á Jerez brautinni á Spáni. Hann gerði sér lítið fyrir og náði besta tíma á æfingunni. Hann ók í fyrsta skipti keppnisbíl án spólvarnar og sló við nýjustu ökutækjum McLaren og Ferrari á 2007 Renault. ,,Æfingin gekk vel, en það er orðið nokkuð langt síðan ég ók Formúlu 1 bíl. Ég hef aldrei ekið án spólvarnar áður og maður verður að breyta um akstursstíl. Ég fór því rólega af stað, en tók síðan meiri áhættu eftir því sem leið á æfinguna", sagði Alonso. Aðspurður um væntanlega samvinnu sína við Nelson Piquet sagði Alonso að hann hefði ekið með mörgum liðsfélögum gegnum tíðina og þeir væru vinir hans. Hann taldi alla upp, nema Lewis Hamilton. Eins og kunnugt er sinnaðist honum við McLaren menn og hætti með liðinu og gekk til liðs við Renault á ný. Margir spá Alonso velgengni með Renault í ár, en hann varð einu stigi á eftir Kimi Raikkönen í titlslagnum með McLaren í fyrra. Alonso varð meisari með Renault 2005 og 2006. Sjá nánar á kappakstur.is
Formúla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira