Hægri vinstri snú Guðmundur Andri Thorsson skrifar 7. janúar 2008 06:30 Í leiðara laugardagsblaðsins vakti Morgunblaðið ástríðufulla athygli á hugvekju Péturs Gunnarssonar rithöfundar um þær ógöngur sem einkabílisminn hefur fyrir löngu leitt okkur út í. Í gær fjallaði blaðið í löngu og ítarlegu máli um mannréttindabrot Bandaríkjastjórnar í Guantanamo og víðar og er umfjölluninni fylgt eftir með skorinorðum leiðara um framferðið þar sem utanríkisráðherrann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er átalin fyrir lítilþægni í garð Bandaríkjastjórnar varðandi málefni Erlu Lilliendahl. Þar gekk Mogginn akkúrat hárfínu skrefinu of langt í vinstriþykjustunni. Ekki einu sinni Vinstri græn hafa haft uppi slíkan málflutning enda var Ingibjörg fyrsti utanríkisráðherra í gjörvallri sögu lýðveldisins til að mótmæla gjörðum Bandaríkjastjórnar. Fyrirrennari hennar, Davíð Oddsson, sló hins vegar öll met í auðsveipni við Bandaríkjastjórn og stærði sig af því að George W. Bush þekkti sig á götu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ISG fær ákúrur í leiðara Morgunblaðsins. Svo einkennilega sem það hljómar þá fékk hún þær ótæpilegar á sínum tíma þegar hún mótmælti stuðningi þáverandi stjórnarherra, Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar, við innrás Bandaríkjamanna í Írak. Þá var á Morgunblaðinu að skilja að gagnrýni ISG í garð Bandaríkjanna væri hvorki meira né minna en ógnun við þjóðarhagsmuni. Á þeim tíma voru sjálfstæðismenn enn að reyna að halda ameríska hernum hér á landi og blaðið enn þá hallt í ritstjórnargreinum sínum undir stefnu Bandaríkjastjórnar í heiminum, tók eins og við munum öll svo innlifaðan þátt í leitinni að gereyðingarvopnum Saddams að blaðinu tókst að finna þau - í um það bil korter.Ekki þekki ég manninnBlaðið var hægra megin við Samfylkinguna þegar það var málgagn stjórnarinnar og „hinna staðföstu". Nú er það í stjórnarandstöðu og hefur tekið þann pólinn í hæðina að taka sér stöðu vinstra megin við Samfylkinguna. Blaðið reynir með öðrum orðum að sannfæra okkur öll um að það sé helsta málgagn Vinstri grænna. Og afneitar Bush meðan haninn galar þrisvar.Fyrir mann af vinstri kanti sem alinn er upp við að lesa þetta blað er það vissulega sérstæð reynsla að sjá Þjóðviljataktana í Mogganum - en hugsunarhátturinn að baki er óneitanlega kunnuglegur. Mogginn var alltaf eitthvað að róta í allaböllum og reyna að deila þar og drottna, var býsna slunginn við að ala þar á úlfúð og hatri, hossaði sumum en úthúðaði öðrum.Skrif blaðsins um Svandísi Svavarsdóttur eru þessu marki brennd, þó að þau séu tekin að minna á einhvers konar ástarbilun, svo þrálát eru þau og allt að því þráhyggjukennd: daglegur staksteinn er henni helgaður og því illa fólki sem hún kaus að leggja lag sitt við og nú síðast rignir yfir hana gylliboðum í Reykjavíkurbréfi þar sem henni er lofað borgarstjórastól vilji hún aðeins „koma yfir".Í þessum skrifum dynja á Svandísi beisklegar ásakanir um brigð við ímynduð tryggðaheit en öðrum stundum sér maður ritstjórann beinlínis í mánaskini með skikkju um öxl gólandi mansöngva við undirleik fimm manna gítarsveitar.Allt er þetta náttúrlega bara pólitík og Mogginn sem málgagn róttæklinga undarlega á skakk og skjön við sjálfan sig. Hann er svolítið eins og nýskilinn maður á fertugsaldri með nýsprottið skegg sem hlammar sér við borð hjá ungu fólki á bar og fer að tala um að allt sé svo „ýkt" og „gegt" og „nákvæmlega".SystkinaúlfúðEn hann er ekki ýkja sannfærandi. Fólk söðlar vissulega um, snýr baki við fyrri háttum, sér eitthvert ljós, en slíku fylgir þá jafnan einarðlegt uppgjör við fyrri villu. Skyldi Mogginn ætla að draga til baka fyrri skrif sín um Írak, svo dæmi sé tekið af mótsagnakenndum skrifum blaðsins?Því allt á þetta sér sína sögu. Tortryggnin er vissulega ærin milli Samfylkingar og Vinstri grænna en um leið eru tengslin þar á milli sterk og margar sameiginlegar hugsjónir sem tengja fólk, sameiginlegur menningarbakgrunnur, sameiginlegar gamlar tilvísanir, ótal lítil atriði: samband Samfylkingar og VG minnir á systkinaúlfúð. Og hversu sem Mogginn reynir þá hefur of mikið gengið á gegnum tíðina til að hægt sé að kaupa það að málgagn Davíðs og Hannesar sé líka málgagn Ögmundar og Birnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Í leiðara laugardagsblaðsins vakti Morgunblaðið ástríðufulla athygli á hugvekju Péturs Gunnarssonar rithöfundar um þær ógöngur sem einkabílisminn hefur fyrir löngu leitt okkur út í. Í gær fjallaði blaðið í löngu og ítarlegu máli um mannréttindabrot Bandaríkjastjórnar í Guantanamo og víðar og er umfjölluninni fylgt eftir með skorinorðum leiðara um framferðið þar sem utanríkisráðherrann Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er átalin fyrir lítilþægni í garð Bandaríkjastjórnar varðandi málefni Erlu Lilliendahl. Þar gekk Mogginn akkúrat hárfínu skrefinu of langt í vinstriþykjustunni. Ekki einu sinni Vinstri græn hafa haft uppi slíkan málflutning enda var Ingibjörg fyrsti utanríkisráðherra í gjörvallri sögu lýðveldisins til að mótmæla gjörðum Bandaríkjastjórnar. Fyrirrennari hennar, Davíð Oddsson, sló hins vegar öll met í auðsveipni við Bandaríkjastjórn og stærði sig af því að George W. Bush þekkti sig á götu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ISG fær ákúrur í leiðara Morgunblaðsins. Svo einkennilega sem það hljómar þá fékk hún þær ótæpilegar á sínum tíma þegar hún mótmælti stuðningi þáverandi stjórnarherra, Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar, við innrás Bandaríkjamanna í Írak. Þá var á Morgunblaðinu að skilja að gagnrýni ISG í garð Bandaríkjanna væri hvorki meira né minna en ógnun við þjóðarhagsmuni. Á þeim tíma voru sjálfstæðismenn enn að reyna að halda ameríska hernum hér á landi og blaðið enn þá hallt í ritstjórnargreinum sínum undir stefnu Bandaríkjastjórnar í heiminum, tók eins og við munum öll svo innlifaðan þátt í leitinni að gereyðingarvopnum Saddams að blaðinu tókst að finna þau - í um það bil korter.Ekki þekki ég manninnBlaðið var hægra megin við Samfylkinguna þegar það var málgagn stjórnarinnar og „hinna staðföstu". Nú er það í stjórnarandstöðu og hefur tekið þann pólinn í hæðina að taka sér stöðu vinstra megin við Samfylkinguna. Blaðið reynir með öðrum orðum að sannfæra okkur öll um að það sé helsta málgagn Vinstri grænna. Og afneitar Bush meðan haninn galar þrisvar.Fyrir mann af vinstri kanti sem alinn er upp við að lesa þetta blað er það vissulega sérstæð reynsla að sjá Þjóðviljataktana í Mogganum - en hugsunarhátturinn að baki er óneitanlega kunnuglegur. Mogginn var alltaf eitthvað að róta í allaböllum og reyna að deila þar og drottna, var býsna slunginn við að ala þar á úlfúð og hatri, hossaði sumum en úthúðaði öðrum.Skrif blaðsins um Svandísi Svavarsdóttur eru þessu marki brennd, þó að þau séu tekin að minna á einhvers konar ástarbilun, svo þrálát eru þau og allt að því þráhyggjukennd: daglegur staksteinn er henni helgaður og því illa fólki sem hún kaus að leggja lag sitt við og nú síðast rignir yfir hana gylliboðum í Reykjavíkurbréfi þar sem henni er lofað borgarstjórastól vilji hún aðeins „koma yfir".Í þessum skrifum dynja á Svandísi beisklegar ásakanir um brigð við ímynduð tryggðaheit en öðrum stundum sér maður ritstjórann beinlínis í mánaskini með skikkju um öxl gólandi mansöngva við undirleik fimm manna gítarsveitar.Allt er þetta náttúrlega bara pólitík og Mogginn sem málgagn róttæklinga undarlega á skakk og skjön við sjálfan sig. Hann er svolítið eins og nýskilinn maður á fertugsaldri með nýsprottið skegg sem hlammar sér við borð hjá ungu fólki á bar og fer að tala um að allt sé svo „ýkt" og „gegt" og „nákvæmlega".SystkinaúlfúðEn hann er ekki ýkja sannfærandi. Fólk söðlar vissulega um, snýr baki við fyrri háttum, sér eitthvert ljós, en slíku fylgir þá jafnan einarðlegt uppgjör við fyrri villu. Skyldi Mogginn ætla að draga til baka fyrri skrif sín um Írak, svo dæmi sé tekið af mótsagnakenndum skrifum blaðsins?Því allt á þetta sér sína sögu. Tortryggnin er vissulega ærin milli Samfylkingar og Vinstri grænna en um leið eru tengslin þar á milli sterk og margar sameiginlegar hugsjónir sem tengja fólk, sameiginlegur menningarbakgrunnur, sameiginlegar gamlar tilvísanir, ótal lítil atriði: samband Samfylkingar og VG minnir á systkinaúlfúð. Og hversu sem Mogginn reynir þá hefur of mikið gengið á gegnum tíðina til að hægt sé að kaupa það að málgagn Davíðs og Hannesar sé líka málgagn Ögmundar og Birnu.