Körfubolti

Hitað upp fyrir NBA-deildina

Kobe Bryant og Paul Pierce léku til úrslita um titilinn í sumar. Ekki þyrfti að koma á óvart þó þeir endurtækju leikinn næsta sumar
Kobe Bryant og Paul Pierce léku til úrslita um titilinn í sumar. Ekki þyrfti að koma á óvart þó þeir endurtækju leikinn næsta sumar NordicPhotos/GettyImages

Deildakeppnin í NBA körfuboltanum fer á fullt aðfaranótt 29. október. Vísir fer ofan saumana á öllum liðum deildarinnar og hitar upp fyrir átökin.

Boston Celtics var án nokkurs vafa lið ársins 2008. Liðið var í efsta sæti deildakeppninnar frá fyrsta degi og tryggði sér svo meistaratitilinn eftir æsilega rimmu við erkifjendur sína í LA Lakers.

Þetta var fyrsti titill þessa sögufræga félags í tvo áratugi og sá sautjándi í sögu Celtics.

Fastlega má reikna með því að Boston verði áfram í baráttunni um titilinn í vetur, en Lakers-liðið verður væntanlega enn sterkara eftir að hafa endurheimt miðherjann Andrew Bynum úr meiðslum.

Fleiri lið gætu auðveldlega blandað sér í baráttuna með smá heppni og þar benda flestir á spútniklið New Orleans Hornets.

Lið eins og Philadelphia og Houston hafa styrkt sig með nýjum leikmönnum í sumar og þykja til alls líkleg og þá má ekki gleyma gömlum kunningjum eins og San Antonio, Phoenix og Detroit svo einhver séu nefnd.

Smelltu á hlekkina efst til hægri í fréttinni til að skoða vangaveltur um hvern riðil fyrir sig, helstu leikmannaskipti, hræringar og væntingar hvers liðs fyrir sig.

















AUSTURDEILD: Atlantshafsriðill Miðriðill Suðausturriðill
VESTURDEILD: Norðvesturriðill Kyrrahafsriðill Suðvesturriðill

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×