Körfubolti

Þrjú lið komust í 2-0 í nótt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Chris Bosh og Dwight Howard áttust við í nótt og fóru fyrir sínum liðum. Howard og félagar í Orlando hrósuðu sigri.
Chris Bosh og Dwight Howard áttust við í nótt og fóru fyrir sínum liðum. Howard og félagar í Orlando hrósuðu sigri.

New Orleans, San Antonio og Orlando unnu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og hafa öll komist í 2-0 í sínum einvígjum. Allir þrír leikirnir í nótt unnustu á heimavöllum.

Orlando vann Toronto með einu stigi, 104-103. Dwight Howard var lykillinn að sigri Orlando en hann skoraði 29 stig fyrir Orlando og tók 20 fráköst. Chris Bosh skoraði 29 stig fyrir Toronto.

New Orleans vann Dallas sannfærandi 127-103. Chris Paul fór fyrir liði heimamanna og skoraði 32 stig en David West var með 27 stig. Hjá liði Dallas skoraði Dirk Nowitzki 27 stig.

Þá vann San Antonio 102-96 sigur Phoenix. Tony Parker var með 32 stig fyrir San Antonio og Manu Ginobili 29. Amare Stoudemire var með 33 stig fyrir gestina.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×