Tónlist

Spila með hetjunum

Fyrrverandi bassaleikari Rolling Stones verður leiðbeinandi á rokknámskeiði í London.
Fyrrverandi bassaleikari Rolling Stones verður leiðbeinandi á rokknámskeiði í London.

Aðdáendum The Rolling Stones, Bítlanna, Beach Boys og Pink Floyd gefst í nóvember sjaldgæft tækifæri til að spila með hetjunum sínum á rokknámskeiði á Englandi.

Námskeiðið stendur yfir í viku og hefst í Abbey Road-hljóðverinu í London, þar sem Bítlarnir tóku upp sínar plötur. Á meðal leiðbeinenda þar verða Bill Wyman, fyrrverandi bassaleikari Rolling Stones, og Nick Mason úr Pink Floyd. Einnig munu Jeffrey Froskett og Kip Winger úr Beach Boys koma með fróðleiksmola. Eftir tímann í Abbey Road er förinni heitið á Cavern-klúbbinn í Liverpool þar sem aðdáendunum gefst tækifæri til að spila með Pete Best, fyrsta trommara Bítlanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.