Körfubolti

Cleveland 3-2 yfir gegn Washington

Elvar Geir Magnússon skrifar
Caron Butler var hetja næturinnar.
Caron Butler var hetja næturinnar.

Tveir leikir voru í úrslitakeppni NBA í nótt. Boston vann Atlanta á heimavelli sínum og komst í 3-2 í rimmunni. Boston þarf nú einn sigur í viðbót til að komast áfram. Washington vann Cleveland naumlega á útivelli og minnkaði muninn en Cleveland leiðir einvígið 3-2.

Boston vann stórsigur á Atlanta 110-85. Paul Pierce var stigahæstur Boston með 22 stig en fimm aðrir leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Hjá Atlanta var Joe Johnson með 21 stig og nýliðinn Al Horford með 14 stig og 10 fráköst.

Sjötti leikur þessara liða verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld.

Caron Butler var hetja Washington sem vann Cleveland 88-87. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 3,9 sekúndur voru eftir. LeBron James átti lokaskotið en niður fór boltinn ekki.

Caron Butler var stigahæstur með 32 stig hjá Washington en liðið lék án Gilbert Arenas sem er meiddur. Hjá Cleveland skoraði LeBron James 34 stig. Næsti leikur verður í Washington.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×