Körfubolti

Wade skoraði 41 stig í fjórða sigri Miami í röð

Dwyane Wade treður með tilþrifum yfir Emeka Okafor hjá Charlotte
Dwyane Wade treður með tilþrifum yfir Emeka Okafor hjá Charlotte NordicPhotos/GettyImages

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildakeppninni í körfubolta í nótt. Miami vann sinn fjórða leik í röð þegar það skellti Charlotte á heimavelli 100-96.

Dwyane Wade skoraði 41 stig og hirti 8 fráköst fyrir Miami í leiknum, en Jason Richardson skoraði 26 fyrir Charlotte.

Þetta var fjórði sigur Miami í röð og hefur liðið nú unnið 12 leiki en tapað 9 og Wade var þarna að skora yfir 40 stig í þriðja skipti í vetur.

Hann átti líka tilþrif leiksins þegar hann tróð með tilþrifum yfir Emeka Okafor hjá Charlotte eins og sjá má á myndinni í fréttinni.

Golden State stöðvaði níu leikja taphrinu sína með 112-102 sigri á arfaslöku liði Oklahoma 112-102 á útivelli. Andris Biedrins skoraði 17 stig og hirti 21 frákast fyrir Golden State sem var án tveggja fastamanna í leiknum.

Kevin Durant var frábær í liði Oklahoma með 41 stig, en það dugði skammt eins og svo oft áður í vetur. Liðið hefur unnið 2 leiki en tapað 20.

Memphis lagði Houston 109-97 á heimavelli þar sem Houston lék m.a. án Tracy McGrady og Ron Artest sem eru meiddir.

Luis Scola 16 stig (15 frák) og Rafer Alston skoruðu 16 stig hvor fyrir Houston en Rudy Gay skoraði 20 stig af bekknum hjá Memphis sem vann aðeins sjötta sigur sinn í vetur.

Loks vann Orlando sigur á LA Clippers á útivelli 95-88 þar sem Dwight Howard var með tröllatvennu hjá Orlando - 23 stig og 23 fráköst.

Baron Davis skoraði 27 stig fyrir Clippers sem hefur unnið 4 leiki og tapað 17.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×