Það er hættulegt að vera kona Steinunn Stefánsdóttir skrifar 27. nóvember 2008 13:10 Í Afríkuríkinu Kongó er hættulegra að vera kona en að vera hermaður. Þetta kom fram í máli hinnar norsku Gro Lindstad á morgunverðarfundi UNIFEM í upphafi árlegs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gro er yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing. Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er nú haldið í átjánda sinn. Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi 25. nóvember markar upphaf átaksins en alþjóðlegi mannréttindadagurinn 10. desember er lokadagur þess. Markmið átaksins er að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda ofbeldis. Einnig hefur átakið verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Mannréttindi kvenna eru ekki munaður! er yfirskrift 16 daga átaksins í ár. Sjónum verður sérstaklega beint að því að standa vörð um mannhelgi og mannréttindi kvenna í efnahagskreppunni og áhersla lögð á að opinberar aðgerðir til að vernda mannréttindi kvenna séu ekki munaður sem má láta undan þegar harðnar á dalnum. Það er þekkt að efnhagslegar þrengingar geta leitt til aukins ofbeldis gegn konum. Fyrir liggur að á þessu hausti hefur verið metaðsókn í Kvennaathvarfið. Það er afar brýnt að fyrirhugaður niðurskurður hins opinbera bitni ekki á þeim samtökum sem sinna þeim sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi og að þeim verði áfram gert kleift að sinna þeim hópi sem til þeirra leitar. Horfast verður í augu við að líkur eru á að hópurinn sem leitar til dæmis til Kvennaathvarfsins og Stígamóta fari stækkandi. Á upphafsdegi 16 daga átaksins var Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, kynntur alþjóðlegur undirskriftalisti UNIFEM gegn ofbeldi á konum. Meira en fimm milljónir manna og kvenna hafa ritað nafn sitt á listann og með því lýst yfir að þau hafni ofbeldi gegn konum. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi á sér stað alla daga um allan heim. Vissulega eru viðfangsefni þessarar baráttu mismunandi eftir heimshlutum. Á morgunverðarfundi UNIFEM mátti heyra í hugrakkri konu frá Eþíópíu, Emebet Merkuria, sem uppgötvaði þegar hún hafði átt heima á Íslandi um nokkra hríð að mannréttindi hennar voru ekki virt í hjónabandinu. Vera hennar í öðru landi veitti henni nýja sýn á hlutskipti sitt og hér á Íslandi hafði hún net sem gat stutt hana út úr aðstæðum sínum. Á Íslandi er vissulega ekki jafnhættulegt að vera kona eins og það er í Kongó. Það breytir því ekki að hér á landi eru mannréttindi kvenna ekki þau sömu og mannréttindi karla. Baráttunni lýkur ekki fyrr en því marki er náð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Í Afríkuríkinu Kongó er hættulegra að vera kona en að vera hermaður. Þetta kom fram í máli hinnar norsku Gro Lindstad á morgunverðarfundi UNIFEM í upphafi árlegs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gro er yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing. Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er nú haldið í átjánda sinn. Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi 25. nóvember markar upphaf átaksins en alþjóðlegi mannréttindadagurinn 10. desember er lokadagur þess. Markmið átaksins er að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda ofbeldis. Einnig hefur átakið verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Mannréttindi kvenna eru ekki munaður! er yfirskrift 16 daga átaksins í ár. Sjónum verður sérstaklega beint að því að standa vörð um mannhelgi og mannréttindi kvenna í efnahagskreppunni og áhersla lögð á að opinberar aðgerðir til að vernda mannréttindi kvenna séu ekki munaður sem má láta undan þegar harðnar á dalnum. Það er þekkt að efnhagslegar þrengingar geta leitt til aukins ofbeldis gegn konum. Fyrir liggur að á þessu hausti hefur verið metaðsókn í Kvennaathvarfið. Það er afar brýnt að fyrirhugaður niðurskurður hins opinbera bitni ekki á þeim samtökum sem sinna þeim sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi og að þeim verði áfram gert kleift að sinna þeim hópi sem til þeirra leitar. Horfast verður í augu við að líkur eru á að hópurinn sem leitar til dæmis til Kvennaathvarfsins og Stígamóta fari stækkandi. Á upphafsdegi 16 daga átaksins var Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, kynntur alþjóðlegur undirskriftalisti UNIFEM gegn ofbeldi á konum. Meira en fimm milljónir manna og kvenna hafa ritað nafn sitt á listann og með því lýst yfir að þau hafni ofbeldi gegn konum. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi á sér stað alla daga um allan heim. Vissulega eru viðfangsefni þessarar baráttu mismunandi eftir heimshlutum. Á morgunverðarfundi UNIFEM mátti heyra í hugrakkri konu frá Eþíópíu, Emebet Merkuria, sem uppgötvaði þegar hún hafði átt heima á Íslandi um nokkra hríð að mannréttindi hennar voru ekki virt í hjónabandinu. Vera hennar í öðru landi veitti henni nýja sýn á hlutskipti sitt og hér á Íslandi hafði hún net sem gat stutt hana út úr aðstæðum sínum. Á Íslandi er vissulega ekki jafnhættulegt að vera kona eins og það er í Kongó. Það breytir því ekki að hér á landi eru mannréttindi kvenna ekki þau sömu og mannréttindi karla. Baráttunni lýkur ekki fyrr en því marki er náð.