Vel heppnað hliðarspor 31. júlí 2008 05:15 Á morgun hefur að geyma nýjar útgáfur Megasar og hljómsveitarinnar Senuþjófanna á sextán gömlum lögum, tólf þeirra eru íslensk, en fjögur erlend við íslenska texta. Lagavalið er fjölbreytt, en lögin eiga það sameiginlegt að Megas ólst upp með þeim og hefur á þeim dálæti. Þarna eru m.a. lög við texta eftir Hannes Hafstein og Halldór Laxness og sígild dægurlög, flest frá sjötta áratugnum. Eins og við er að búast eiga þessi lög það líka flest sameiginlegt að textarnir eru góðir. Flest lögin hljóma kunnuglega. Þarna eru m.a. Hagavagninn, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu, Á morgun, Játning, Æskuminning, Manstu gamla daga, Selja litla og Stína, ó Stína og svo kvöldvökuslagarar eins og Þórsmerkurljóð og Þórður kakali. Senuþjófarnir er mjög öflug hljómsveit og meðlimir hennar fara létt með að flytja þessi gömlu lög og ljá þeim karakter með mismunandi hljóðfærasamsetningu og útsetningum. Megas fer mislangt frá upprunalegu útgáfum laganna. Sumum þeirra breytir hann talsvert, en önnur eru mjög lík frumgerðunum. Hljómurinn er samt að sjálfsögðu annar og svo er sérstaklega gaman að hlusta eftir því hvernig Megas syngur lögin. Í sumum þeirra skælir hann röddina eins og honum einum er lagið, t.d. í Þórsmerkurljóði, Þórði kakala og Þegar hnígur húm að þorra sem öll eru á meðal minna uppáhaldslaga á plötunni. Önnur umgengst hann af meiri nærgætni, t.d. Játningu og Hvert örstutt spor. Platan staðfestir það sem lengi hefur verið vitað: Megas er frábær söngvari. Á morgun verður að teljast vel heppnuð. Hún er full af flottum lögum og textum, vel fluttum og útsetningar eru nógu fjölbreyttar til að platan renni vel í gegn. Þetta er allt mjög smekklega gert, næstum því of smekklega á köflum og persónulega hefði ég alveg verið til í aðeins meiri stæla og vesen, en ég virði samt þann ásetning Megasar að vera lögunum trúr. Á morgun er önnur plata Megasar með tökulögum. Sú fyrri var barnaplatan Nú er ég klæddur og kominn á ról sem kom út fyrir þrjátíu árum. Sú plata var stórmerkileg fyrir flott konsept og nýstárlegar og djarfar útsetningar. Við hlið hennar virkar Á morgun léttvæg. Hún er samt skemmtileg og góð viðbót við glæsilegan katalóg Megasar. Fínt hliðarspor sem á víst sæti í spilaranum á meðan maður bíður eftir næstu alvöru Megasarplötu. -Trausti Júlíusson Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Á morgun hefur að geyma nýjar útgáfur Megasar og hljómsveitarinnar Senuþjófanna á sextán gömlum lögum, tólf þeirra eru íslensk, en fjögur erlend við íslenska texta. Lagavalið er fjölbreytt, en lögin eiga það sameiginlegt að Megas ólst upp með þeim og hefur á þeim dálæti. Þarna eru m.a. lög við texta eftir Hannes Hafstein og Halldór Laxness og sígild dægurlög, flest frá sjötta áratugnum. Eins og við er að búast eiga þessi lög það líka flest sameiginlegt að textarnir eru góðir. Flest lögin hljóma kunnuglega. Þarna eru m.a. Hagavagninn, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu, Á morgun, Játning, Æskuminning, Manstu gamla daga, Selja litla og Stína, ó Stína og svo kvöldvökuslagarar eins og Þórsmerkurljóð og Þórður kakali. Senuþjófarnir er mjög öflug hljómsveit og meðlimir hennar fara létt með að flytja þessi gömlu lög og ljá þeim karakter með mismunandi hljóðfærasamsetningu og útsetningum. Megas fer mislangt frá upprunalegu útgáfum laganna. Sumum þeirra breytir hann talsvert, en önnur eru mjög lík frumgerðunum. Hljómurinn er samt að sjálfsögðu annar og svo er sérstaklega gaman að hlusta eftir því hvernig Megas syngur lögin. Í sumum þeirra skælir hann röddina eins og honum einum er lagið, t.d. í Þórsmerkurljóði, Þórði kakala og Þegar hnígur húm að þorra sem öll eru á meðal minna uppáhaldslaga á plötunni. Önnur umgengst hann af meiri nærgætni, t.d. Játningu og Hvert örstutt spor. Platan staðfestir það sem lengi hefur verið vitað: Megas er frábær söngvari. Á morgun verður að teljast vel heppnuð. Hún er full af flottum lögum og textum, vel fluttum og útsetningar eru nógu fjölbreyttar til að platan renni vel í gegn. Þetta er allt mjög smekklega gert, næstum því of smekklega á köflum og persónulega hefði ég alveg verið til í aðeins meiri stæla og vesen, en ég virði samt þann ásetning Megasar að vera lögunum trúr. Á morgun er önnur plata Megasar með tökulögum. Sú fyrri var barnaplatan Nú er ég klæddur og kominn á ról sem kom út fyrir þrjátíu árum. Sú plata var stórmerkileg fyrir flott konsept og nýstárlegar og djarfar útsetningar. Við hlið hennar virkar Á morgun léttvæg. Hún er samt skemmtileg og góð viðbót við glæsilegan katalóg Megasar. Fínt hliðarspor sem á víst sæti í spilaranum á meðan maður bíður eftir næstu alvöru Megasarplötu. -Trausti Júlíusson
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira