Hvað næst? Þorsteinn Pálsson skrifar 26. september 2008 07:00 Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar er skipuð áhrifaríku fólki bæði úr stjórnmálum og atvinnulífi. Eigi að síður er hún undirnefnd í stjórnkerfinu. Í því ljósi er einkar athyglisvert að þrír menn úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skuli taka á móti nefndinni nú í vikunni í Brussel. Það er mjög skýr vísbending um að þar á bæ er Evrópuumræðan hér tekin alvarlega. Eftir að ríkisstjórnin, að frumkvæði forsætisráðherra, fól nefndinni að kanna hvort mögulegt væri að Ísland yrði aðili að Evrópska myntbandalaginu án aðildar að Evrópusambandinu varð það mál eðlilega að eins konar lykilatriði í erindum hennar til höfuðstöðvanna. Neikvætt svar framkvæmdastjórnarinnar kom hins vegar ekki á óvart. Við svo búið er rétt að spyrja: Hvað næst? Einhverjir vilja halda því fram að allt hafi þetta verið hugsað sem tafaleikur Evrópusambandsandstæðinga. Slíkt mat er fremur byggt á getgátum en rökum. Nærtækara er að líta svo á að í ákvörðun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar hafi falist ærleg en varfærnisleg nálgun á endurmati á íslenskum langtímahagsmunum í ljósi nýrra aðstæðna. Alltént voru opnaðar dyr sem stjórnarsáttmálinn gerði ekki ráð fyrir. Í því ljósi er skynsamlegt að skoða hver næstu skref geti verið. Einn kostur er vitaskuld sá að láta reyna á málið með formlegum hætti gagnvart ráðherraráðinu þrátt fyrir neikvætt svar framkvæmdastjórnarinnar. Ríkisstjórnin þarf annaðhvort að taka þann kost eða ýta málinu út af borðinu. För nefndarinnar til Brussel hefur fært málið á það stig að spurningin getur ekki lengur hangið í lausu lofti yfir ríkisstjórnarborðinu. Fari svo að myntbandalagskostinum verði vikið til hliðar er frekari og dýpri Evrópusambandsumræða óhjákvæmileg. Í raun er Framsóknarflokkurinn eini flokkurinn sem í svolitlum mæli hefur undirbúið að færa umræðuna á það stig. Þetta gerði flokkurinn með skýrslu um hver hugsanleg samningsmarkmið gætu verið. Fordæmi Framsóknarflokksins sýnir að slíka umræðu er unnt að taka án þess að menn hafi fyrirfram tekið afstöðu um hvað gera skuli. Reyndar er þetta fordæmi ekki bara um það hvað unnt er að gera. Miklu fremur sýnir það hvað nauðsynlegt er að gera áður en endanleg ákvörðun er tekin. Óhætt er að líta svo á að almennt hafi menn meiri trú á evru sem framtíðarmynt en krónu. Meiri efasemdir eru um nokkur önnur atriði sem lúta að hagsmunum sjávarútvegsins. Þá blasir við að kafa dýpra ofan í þau álitamál. Stór spurning er til að mynda hvort Norður-Atlantshafið getur verið sérstakt stjórnunarsvæði innan sameiginlegu fiskveiðistefnunnar eins og nyrstu landbúnaðarhéruðin. Því hreyfði fyrrum utanríkisráðherra í ræðu í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Ástæða er til að ætla að þáverandi stjórnvöld þar í landi hafi óformlega ekki lokað á þá hugmynd. Opinbert er að fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar lýsti yfir stuðningi við hugmyndina í yfirlýsingu formanna jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum í Viðey 2004. Það var eftir samráð við framkvæmdastjórnina. Önnur spurning lýtur að frjálsri fjárfestingu. Standa rök til þess að halda undanþáguákvæði EES-samningsins þar um tímabundið meðan útvegur annarra aðildarríkja nýtur styrkja? Það álitamál snýst um jafna samkeppnisstöðu. Næsta skref er að glíma við spurningar af þessu tagi með efnislegri skoðun og málefnalegum umræðum en ekki slagorðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar er skipuð áhrifaríku fólki bæði úr stjórnmálum og atvinnulífi. Eigi að síður er hún undirnefnd í stjórnkerfinu. Í því ljósi er einkar athyglisvert að þrír menn úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skuli taka á móti nefndinni nú í vikunni í Brussel. Það er mjög skýr vísbending um að þar á bæ er Evrópuumræðan hér tekin alvarlega. Eftir að ríkisstjórnin, að frumkvæði forsætisráðherra, fól nefndinni að kanna hvort mögulegt væri að Ísland yrði aðili að Evrópska myntbandalaginu án aðildar að Evrópusambandinu varð það mál eðlilega að eins konar lykilatriði í erindum hennar til höfuðstöðvanna. Neikvætt svar framkvæmdastjórnarinnar kom hins vegar ekki á óvart. Við svo búið er rétt að spyrja: Hvað næst? Einhverjir vilja halda því fram að allt hafi þetta verið hugsað sem tafaleikur Evrópusambandsandstæðinga. Slíkt mat er fremur byggt á getgátum en rökum. Nærtækara er að líta svo á að í ákvörðun forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar hafi falist ærleg en varfærnisleg nálgun á endurmati á íslenskum langtímahagsmunum í ljósi nýrra aðstæðna. Alltént voru opnaðar dyr sem stjórnarsáttmálinn gerði ekki ráð fyrir. Í því ljósi er skynsamlegt að skoða hver næstu skref geti verið. Einn kostur er vitaskuld sá að láta reyna á málið með formlegum hætti gagnvart ráðherraráðinu þrátt fyrir neikvætt svar framkvæmdastjórnarinnar. Ríkisstjórnin þarf annaðhvort að taka þann kost eða ýta málinu út af borðinu. För nefndarinnar til Brussel hefur fært málið á það stig að spurningin getur ekki lengur hangið í lausu lofti yfir ríkisstjórnarborðinu. Fari svo að myntbandalagskostinum verði vikið til hliðar er frekari og dýpri Evrópusambandsumræða óhjákvæmileg. Í raun er Framsóknarflokkurinn eini flokkurinn sem í svolitlum mæli hefur undirbúið að færa umræðuna á það stig. Þetta gerði flokkurinn með skýrslu um hver hugsanleg samningsmarkmið gætu verið. Fordæmi Framsóknarflokksins sýnir að slíka umræðu er unnt að taka án þess að menn hafi fyrirfram tekið afstöðu um hvað gera skuli. Reyndar er þetta fordæmi ekki bara um það hvað unnt er að gera. Miklu fremur sýnir það hvað nauðsynlegt er að gera áður en endanleg ákvörðun er tekin. Óhætt er að líta svo á að almennt hafi menn meiri trú á evru sem framtíðarmynt en krónu. Meiri efasemdir eru um nokkur önnur atriði sem lúta að hagsmunum sjávarútvegsins. Þá blasir við að kafa dýpra ofan í þau álitamál. Stór spurning er til að mynda hvort Norður-Atlantshafið getur verið sérstakt stjórnunarsvæði innan sameiginlegu fiskveiðistefnunnar eins og nyrstu landbúnaðarhéruðin. Því hreyfði fyrrum utanríkisráðherra í ræðu í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Ástæða er til að ætla að þáverandi stjórnvöld þar í landi hafi óformlega ekki lokað á þá hugmynd. Opinbert er að fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar lýsti yfir stuðningi við hugmyndina í yfirlýsingu formanna jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum í Viðey 2004. Það var eftir samráð við framkvæmdastjórnina. Önnur spurning lýtur að frjálsri fjárfestingu. Standa rök til þess að halda undanþáguákvæði EES-samningsins þar um tímabundið meðan útvegur annarra aðildarríkja nýtur styrkja? Það álitamál snýst um jafna samkeppnisstöðu. Næsta skref er að glíma við spurningar af þessu tagi með efnislegri skoðun og málefnalegum umræðum en ekki slagorðum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun