Tónlist

Tónleikum Soweto aflýst

Hætt hefur verið við tónleika suður-afríska gospelkórsins Soweto sem áttu að fara fram í október.
Hætt hefur verið við tónleika suður-afríska gospelkórsins Soweto sem áttu að fara fram í október.

„Það er mjög leiðinlegt að geta ekki boðið landanum upp á þetta," segir Birgir Nielsen hjá 2B Company um tónleika suður-afríska gospelkórsins Soweto sem hefur verið aflýst vegna dræmrar miðasölu.

Tónleikarnir áttu að fara fram í Laugardalshöll 8. október og hefðu þeir eflaust kryddað íslenskt tónlistarlíf á skemmtilegan hátt. „Svona er árferðið núna. Það var bara ekki meiri áhugi en þetta og kannski var þetta ekki rétta „mómentið" núna. Það kemur kannski bara seinna," segir Birgir og bætir því við að gengið hafi ekki heldur hjálpað til.

Tónleikar Soweto hafa verið mjög vel sóttir úti í heimi að undanförnu en svo virðist sem Íslendingar hafi engan veginn verið tilbúnir fyrir komu hans.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.