Bréf til Jóhanns sýslumanns Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. september 2008 05:30 Jæja Jóhann, þó hugurinn hafi stefnt eitthvert annað þá ertu nú staddur á tímamótum. Þér hefur verið bolað burt, eftir því sem þú segir sjálfur, og því vil ég skrifa þér þetta bréf því allir lendum við í því að standa einhvern tímann á tímamótum sem komu of snemma að okkar mati. Mig langar í tilefni dagsins að benda þér á jákvæðu punktana sem finnast á svona tímamótum. Til að byrjað með þá getur þú væntanlega sofið út á morgun en við skulum kannski láta það liggja á milli hluta. Mig langar hins vegar að segja þér söguna af honum Vinicius De Moraes. Hann var brasilískur embættismaður og vann meðal annars í brasilíska sendiráðinu í Frakklandi og Úrúgvæ. Árið 1959 er honum hins vegar bolað úr embætti svo hann var allt í einu kominn í sömu aðstöðu og þú þegar þú vaknaðir í morgun. Það eru þessi ótímabæru tímamót. En þótt undarlegt megi virðast eru flestir sammála um að það hafi verið mikið lán fyrir Vinucius og einnig brasilíska menningarsögu því hann fór til síns heimalands og varð eftir þetta einn af upphafsmönnum Nova Samba. Og fyrir tilstilli hans syngjum við nú, þegar við bregðum undir okkur betri fætinum, Girl From Ipanema, One Note Samba, A Felicidade og fleiri lög sem runnin eru undan rifjum fyrrverandi embættismannsins atarna. Og það er mikilvægt að hafa það í huga, Jóhann, að engum sögum fer af þeim sem boluðu honum úr starfi; heimsbyggðin veit bara alls ekkert af þeim. Eða eins og gríska máltækið segir um óþekkta menn: jafnvel mamma þeirra veit ekki hverjir þeir eru. En allur hinn upplýsti heimur kannast við tón- og ljóðskáldið Vinicius De Moraes eða hefur að minnsta kosti haft einhver kynni af andlegum afurðum hans. Ég ætla ekki að vera með neina pressu á þig Jóhann, en alla vega, það verður spennandi að fylgjast með því hvað þú tekur þér fyrir hendur nú þegar þú stendur í sömu sporum og Moraes gerði árið 1959. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun
Jæja Jóhann, þó hugurinn hafi stefnt eitthvert annað þá ertu nú staddur á tímamótum. Þér hefur verið bolað burt, eftir því sem þú segir sjálfur, og því vil ég skrifa þér þetta bréf því allir lendum við í því að standa einhvern tímann á tímamótum sem komu of snemma að okkar mati. Mig langar í tilefni dagsins að benda þér á jákvæðu punktana sem finnast á svona tímamótum. Til að byrjað með þá getur þú væntanlega sofið út á morgun en við skulum kannski láta það liggja á milli hluta. Mig langar hins vegar að segja þér söguna af honum Vinicius De Moraes. Hann var brasilískur embættismaður og vann meðal annars í brasilíska sendiráðinu í Frakklandi og Úrúgvæ. Árið 1959 er honum hins vegar bolað úr embætti svo hann var allt í einu kominn í sömu aðstöðu og þú þegar þú vaknaðir í morgun. Það eru þessi ótímabæru tímamót. En þótt undarlegt megi virðast eru flestir sammála um að það hafi verið mikið lán fyrir Vinucius og einnig brasilíska menningarsögu því hann fór til síns heimalands og varð eftir þetta einn af upphafsmönnum Nova Samba. Og fyrir tilstilli hans syngjum við nú, þegar við bregðum undir okkur betri fætinum, Girl From Ipanema, One Note Samba, A Felicidade og fleiri lög sem runnin eru undan rifjum fyrrverandi embættismannsins atarna. Og það er mikilvægt að hafa það í huga, Jóhann, að engum sögum fer af þeim sem boluðu honum úr starfi; heimsbyggðin veit bara alls ekkert af þeim. Eða eins og gríska máltækið segir um óþekkta menn: jafnvel mamma þeirra veit ekki hverjir þeir eru. En allur hinn upplýsti heimur kannast við tón- og ljóðskáldið Vinicius De Moraes eða hefur að minnsta kosti haft einhver kynni af andlegum afurðum hans. Ég ætla ekki að vera með neina pressu á þig Jóhann, en alla vega, það verður spennandi að fylgjast með því hvað þú tekur þér fyrir hendur nú þegar þú stendur í sömu sporum og Moraes gerði árið 1959.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun