Sport

Gay keppir ekki í 200 metra hlaupi á ÓL

NordcPhotos/GettyImages

Bandaríski spretthlauparinn Tyson Gay verður ekki á meðal keppenda í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði.

Gay, sem er ríkjandi heimsmeistari í greininni, meiddist á læri og datt á úrtökumóti í Bandaríkjunum í gær og á því ekki möguleika á að keppa í 200 metrunum.

Hann var þegar búinn að tryggja sér keppnisrétt í 100 metra hlaupinu, en Bandaríkjamenn velja þá þrjá menn í hverja grein fyrir sig sem ná bestum tíma á úrtökumótunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×