Tónlist

Geisladiskur til heiðurs Halldóri Haraldssyni píanóleikara

Út er kominn þrefaldur geisladiskur þar sem farið er yfir feril Halldórs Haraldssonar píanóleikara en hann fagnaði sjötugs afmæli í febrúar 2007.

Diskarnir eru í vandaðri pappaöskju og fylgir veglegur 44 síðna bæklingur með fjölda ljósmynda frá ferli Halldórs.

Allar upptökur eru úr safni Ríkisútvarpsins ohf., sú elsta frá árinu 1964 og sú yngsta frá 2005. Útgefandi er Polarfonia Classics ehf.

Útgáfan er styrkt af Félagi íslenskra tónlistarmanna, Tónlistarsjóði, Kópavogsbæ, Ríkisútvarpinu ohf. auk þess sem Friðrik Steinn Kristjánsson veitti styrk.

Arndís Björk Ásgeirsdóttir skrifar ritgerð um Halldór í bæklingnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.