Ritar sögu íslenskrar tónlistar 6. september 2008 05:00 Jón gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu, sem þykir mikið stórvirki. fréttablaðið/hörður Tónlistarmaðurinn Jón Þórarinsson gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu. Bókin, sem þykir ákaflega vegleg, fjallar um tónlistarsöguna frá landnámsöld og fram undir miðja nítjándu öld. „Þetta er það tímabil sem menn héldu að engin saga væri til um tónlist á Íslandi,“ segir Jón, sem verður 91 árs 13. september næstkomandi. Upphaflega ætlaði Jón að skrifa tónlistarsöguna til dagsins í dag og hafði þess vegna lagst í mikla rannsóknarvinnu á Þjóðskjalasafninu. Fyrir þremur árum kom aftur á móti babb í bátinn þegar hann missti sjónina, sem varð til þess að hann náði aðeins að ljúka við fyrsta hlutann. „Þetta gerðist mjög fyrirvaralítið. Ég var allt í einu orðinn algjörlega ólæs og búinn að missa það besta af sjóninni. Eftir það kom svolítil eyða þegar ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. En þetta var það langt á veg komið að það var fenginn maður til að sjá um útgáfuna. Handritið lá fyrir að mestu en einstaka tengikafla skrifaði þessi maður í náinni samvinnu við mig,“ segir Jón og á þar við Njál Sigurðsson. Jón stundaði á sínum yngri árum nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og tók síðan meistarapróf í tónvísindum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld. Hann hefur samið kammer- og söngverk, þar á meðal Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á hörpu. Jón var tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hann skrifaði ævisögu tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar íslenska þjóðsöngsins. Jón hefur því ævilanga reynslu af tónlist að baki sem á væntanlega eftir að skila sér í afar áhugaverðri bók. - fb Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jón Þórarinsson gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu. Bókin, sem þykir ákaflega vegleg, fjallar um tónlistarsöguna frá landnámsöld og fram undir miðja nítjándu öld. „Þetta er það tímabil sem menn héldu að engin saga væri til um tónlist á Íslandi,“ segir Jón, sem verður 91 árs 13. september næstkomandi. Upphaflega ætlaði Jón að skrifa tónlistarsöguna til dagsins í dag og hafði þess vegna lagst í mikla rannsóknarvinnu á Þjóðskjalasafninu. Fyrir þremur árum kom aftur á móti babb í bátinn þegar hann missti sjónina, sem varð til þess að hann náði aðeins að ljúka við fyrsta hlutann. „Þetta gerðist mjög fyrirvaralítið. Ég var allt í einu orðinn algjörlega ólæs og búinn að missa það besta af sjóninni. Eftir það kom svolítil eyða þegar ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. En þetta var það langt á veg komið að það var fenginn maður til að sjá um útgáfuna. Handritið lá fyrir að mestu en einstaka tengikafla skrifaði þessi maður í náinni samvinnu við mig,“ segir Jón og á þar við Njál Sigurðsson. Jón stundaði á sínum yngri árum nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og tók síðan meistarapróf í tónvísindum við Yale-háskóla í Bandaríkjunum um miðja síðustu öld. Hann hefur samið kammer- og söngverk, þar á meðal Fuglinn í fjörunni og Íslenskt vögguljóð á hörpu. Jón var tónlistargagnrýnandi hjá Morgunblaðinu, auk þess sem hann skrifaði ævisögu tónskáldsins Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, höfundar íslenska þjóðsöngsins. Jón hefur því ævilanga reynslu af tónlist að baki sem á væntanlega eftir að skila sér í afar áhugaverðri bók. - fb
Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira