Kreppupönk í áttunda bekk 8. nóvember 2008 06:00 GarðabæjaRpönkarar sem hlusta á FM957 Litlu grýlurnar frá vinstri – Guðlaug hljómborðsleikari, Ásdís Halla bassaleikari, Ásdís Rún og Ingveldur gítarleikari. fréttablaðið/arnþór Fjórar þrettán ára stelpur kynntust pönktónlist hjá tónmenntakennaranum sínum. Á fjórum vikum tókst þeim að spila lag og fá það leikið á Rás 2. Nýjasta pönkbandið á Íslandi er skipað fjórum þrettán ára stelpum í Sjálandsskóla í Garðabæ. Þar kennir Ólafur Schram tónmenntir og lét áttunda bekk kynnast tónlistarstílum síðustu aldar með því meðal annars að semja, æfa og taka upp eitt lag. Krakkarnir stofnuðu bönd og bjuggu til rokk-, diskó- og kántrílög auk pönksins. „Þetta var allt mjög flott hjá þeim, en pönkhljómsveitin hitti kannski naglann best á höfuðið. Pönkið er náttúrlega sá stíll sem minnstrar kunnáttu þarf til að flytja,“ segir Ólafur. Stelpurnar höfðu aldrei snert hljóðfæri áður, en tókst á fjórum vikum að skila frá sér mjög sannfærandi pönklagi. Það var meira að segja leikið á Rás 2 og þar gaf útvarpskonan Linda Blöndal sveitinni nafnið „Litlu grýlurnar“. „Okkur fannst það nafn bara svolítið flott,“ segir söngkonan Ásdís Rún, sem trommar líka. „En við erum samt ekkert búnar að pæla í því hvort við höldum áfram. Kannski. Við hlustuðum á Rokk í Reykjavík til að læra um pönkið og leist ágætlega á þessa músik. En yfirleitt höfum við þetta bara auðvelt og hlustum á FM957.“ Í laginu, „Kreppa“, er ekkert verið að skafa utan af því. Þar segir meðal annars: „Ríkið er ekki heilbrigt. Gamlir verða að fara. Nýir menn koma og bjarga Íslandi!“ – „Já, þeir gömlu verða að fara,“ segir Ásdís. „Og aðrir verða að fá tækifæri til að taka við. Annars veit ég ekki mikið um þetta sjálf. Ég hef bara heyrt mikið talað um þetta.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Fjórar þrettán ára stelpur kynntust pönktónlist hjá tónmenntakennaranum sínum. Á fjórum vikum tókst þeim að spila lag og fá það leikið á Rás 2. Nýjasta pönkbandið á Íslandi er skipað fjórum þrettán ára stelpum í Sjálandsskóla í Garðabæ. Þar kennir Ólafur Schram tónmenntir og lét áttunda bekk kynnast tónlistarstílum síðustu aldar með því meðal annars að semja, æfa og taka upp eitt lag. Krakkarnir stofnuðu bönd og bjuggu til rokk-, diskó- og kántrílög auk pönksins. „Þetta var allt mjög flott hjá þeim, en pönkhljómsveitin hitti kannski naglann best á höfuðið. Pönkið er náttúrlega sá stíll sem minnstrar kunnáttu þarf til að flytja,“ segir Ólafur. Stelpurnar höfðu aldrei snert hljóðfæri áður, en tókst á fjórum vikum að skila frá sér mjög sannfærandi pönklagi. Það var meira að segja leikið á Rás 2 og þar gaf útvarpskonan Linda Blöndal sveitinni nafnið „Litlu grýlurnar“. „Okkur fannst það nafn bara svolítið flott,“ segir söngkonan Ásdís Rún, sem trommar líka. „En við erum samt ekkert búnar að pæla í því hvort við höldum áfram. Kannski. Við hlustuðum á Rokk í Reykjavík til að læra um pönkið og leist ágætlega á þessa músik. En yfirleitt höfum við þetta bara auðvelt og hlustum á FM957.“ Í laginu, „Kreppa“, er ekkert verið að skafa utan af því. Þar segir meðal annars: „Ríkið er ekki heilbrigt. Gamlir verða að fara. Nýir menn koma og bjarga Íslandi!“ – „Já, þeir gömlu verða að fara,“ segir Ásdís. „Og aðrir verða að fá tækifæri til að taka við. Annars veit ég ekki mikið um þetta sjálf. Ég hef bara heyrt mikið talað um þetta.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira