Körfubolti

Dwyane Wade skaut Phoenix í kaf

Mario Chalmers og Dwyane Wade voru frábærir í Phoenix í nótt
Mario Chalmers og Dwyane Wade voru frábærir í Phoenix í nótt

Fjöldi áhugaverðra leikja fór fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dwyane Wade var maður kvöldsins þegar hann skoraði 43 stig fyrir Miami í 107-92 útisigri á Phoenix.

Phoenix lék án Steve Nash sem meiddist fyrir leikinn og var lið heimamanna óþekkjanlegt fyrir vikið. Leandro Barbosa skoraði 20 stig fyrir Phoenix.

Boston hélt áfram sigurgöngu sinni og burstaði Philadelphia 102-78 í nótt. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston en Elton Brand 18 fyrir Philadelphia.

Cleveland er áfram ósigrandi á heimavelli og burstaði Golden State 112-97. LeBron James skoraði 23 stig fyrir Cleveland og gat hvílt í fjórða leikhluta.

Toronto lagði Atlanta 93-88 þar sem Chris Bosh skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Kanadaliðið.

Kobe Bryant var stigahæstur hjá LA Lakers með 35 stig í 114-107 sigri á Dallas og Tony Parker sneri aftur með liði San Antonio þegar það lagði Memphis 109-98.

Þá tapaði Oklahoma fjórtanda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Minnesota 105-103 á flautukörfu frá Mike Miller.

Úrslitin í nótt:

Boston Celtics 102 - Philadelphia 76ers 78

Cleveland Cavaliers 112 - Golden State Warriors 97

Detroit Pistons 107 - Milwaukee Bucks 97

Indiana Pacers 108 - Charlotte Bobcats 115

LA Lakers 114 - Dallas Mavericks 107

Oklahoma City 103 - Minnesota Timberwolves 105

Phoenix Suns 92 - Miami Heat 107

Portland Trail Blazers 101 - New Orleans Hornets 86

San Antonio Spurs 109 - Memphis Grizzlies 98

Toronto Raptors 93 - Atlanta Hawks 88

Utah Jazz 120 - Sacramento Kings 94





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×