Þjóðarumræða Þorsteinn Pálsson skrifar 15. nóvember 2008 06:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til landsfundar í janúarlok til þess að taka ákvörðun um afstöðuna til Evrópusambandsins. Segja má að þessi ákvörðun komi vonum seinna. Hún er málefnalegt og gott skref. Niðurstaðan er ekki gefin. Ljóst er á hinn veginn að hún mun hafa afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og framtíðarstöðu Íslands á hvern veg sem hún verður. Fram til þessa hefur afstaða Sjálfstæðisflokksins til Evrópusambandsins byggst á hagsmunamati. Það hefðu því verið skýr svik við kjósendur ef ekki hefði verið talið að efni stæðu til endurmats eftir það sem á undan er gengið. Reyndar má segja að ljóst hafi verið um nokkurn tíma hvert stefndi og endurmat væri óhjákvæmilegt. Skiptar skoðanir innan flokksins skýra væntanlega þá varfærnistefnu sem fylgt hefur verið. Eðlilegt er að spyrja hvað gerist ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafnar aðild. Ekki er sjálfgefið að það leiði til tafarlausra stjórnarslita. Ástæðan er sú að Samfylkingin á eins og sakir standa ekki kost á öðru stjórnarsamstarfi sem líklegra er til að taka á þessu viðfangsefni. Hins vegar væri þá komin upp eins konar stjórnarkreppa með því að ríkisstjórnin væri þá stefnulaus í peningamálum. Með því að segja nei myndi landsfundur Sjálfstæðisflokksins skera á sterkustu líftaugar flokksins. Þær liggja inn í atvinnulífið og verkalýðshreyfinguna. Trúlega myndi hann þá þróast úr breiðfylkingu allra stétta yfir í þröngan hægri flokk. Hætt er við að stjórnarmyndunarkostir yrðu við svo búið að sama skapi þröngir. Verði svarið já á flokkurinn möguleika á að treysta á ný böndin við helstu baklönd sín. Möguleikarnir á að kalla til baka þá kjósendur sem hann hefur verið að missa að undanförnu ættu að aukast. Með forystu um endurreisn á grundvelli nýrrar peningastefnu og aðildar að Evrópusambandinu er líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn gæti tryggt sér áframhaldandi ríkisstjórnarsetu að kosningum loknum. Eins og sakir standa verður ekki séð að annars konar stjórnarmynstur væri líklegt til að koma málinu heilu í höfn. Af stjórnskipulegum ástæðum eru kosningar nauðsynlegar fyrr en síðar áður en þeirri sjóferð lýkur. Síðan spyrja menn: Klofnar Sjálfstæðisflokkurinn við þetta endurmat? Segi hann nei bendir flest til að stór hluti kjósenda hverfi annað. Klofningur verður að teljast fremur ólíklegur þó að svarið verði já. Víst er að hann yrði aldrei eins alvarlegur eins og atkvæðaflóttinn. Þriggja manna bankastjórn Seðlabankans sýnist hafa beitt öllum pólitískum áhrifamætti sínum síðustu vikur til þess að koma í veg fyrir samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samkomulag við Breta. Flest bendir til að það hafi verið liður í þeirri pólitík bankans að verja framtíð krónunnar og hindra hugsanlega aðild að Evrópusambandinu. Fróðlegt verður því að fylgjast með hvernig bankastjórnin beitir sér á næstu vikum bæði opinberlega og á bak við tjöldin. Á endanum ræður þjóðin í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þó blasir við að í raun ráðast úrslitin um aðildarumsókn á þeim aukalandsfundi Sjálfstæðisflokksins sem nú hefur verið boðað til. Staða Íslands í alþjóðasamfélaginu í framtíðinni mun öðru fremur velta á þeirri ákvörðun. Af sjálfu leiðir að umræðan næstu vikur verður að öllum líkindum annað og meira en innanbúðaríhugun. Eftir mikilvæginu ætti hún að verða þjóðarumræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til landsfundar í janúarlok til þess að taka ákvörðun um afstöðuna til Evrópusambandsins. Segja má að þessi ákvörðun komi vonum seinna. Hún er málefnalegt og gott skref. Niðurstaðan er ekki gefin. Ljóst er á hinn veginn að hún mun hafa afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og framtíðarstöðu Íslands á hvern veg sem hún verður. Fram til þessa hefur afstaða Sjálfstæðisflokksins til Evrópusambandsins byggst á hagsmunamati. Það hefðu því verið skýr svik við kjósendur ef ekki hefði verið talið að efni stæðu til endurmats eftir það sem á undan er gengið. Reyndar má segja að ljóst hafi verið um nokkurn tíma hvert stefndi og endurmat væri óhjákvæmilegt. Skiptar skoðanir innan flokksins skýra væntanlega þá varfærnistefnu sem fylgt hefur verið. Eðlilegt er að spyrja hvað gerist ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafnar aðild. Ekki er sjálfgefið að það leiði til tafarlausra stjórnarslita. Ástæðan er sú að Samfylkingin á eins og sakir standa ekki kost á öðru stjórnarsamstarfi sem líklegra er til að taka á þessu viðfangsefni. Hins vegar væri þá komin upp eins konar stjórnarkreppa með því að ríkisstjórnin væri þá stefnulaus í peningamálum. Með því að segja nei myndi landsfundur Sjálfstæðisflokksins skera á sterkustu líftaugar flokksins. Þær liggja inn í atvinnulífið og verkalýðshreyfinguna. Trúlega myndi hann þá þróast úr breiðfylkingu allra stétta yfir í þröngan hægri flokk. Hætt er við að stjórnarmyndunarkostir yrðu við svo búið að sama skapi þröngir. Verði svarið já á flokkurinn möguleika á að treysta á ný böndin við helstu baklönd sín. Möguleikarnir á að kalla til baka þá kjósendur sem hann hefur verið að missa að undanförnu ættu að aukast. Með forystu um endurreisn á grundvelli nýrrar peningastefnu og aðildar að Evrópusambandinu er líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn gæti tryggt sér áframhaldandi ríkisstjórnarsetu að kosningum loknum. Eins og sakir standa verður ekki séð að annars konar stjórnarmynstur væri líklegt til að koma málinu heilu í höfn. Af stjórnskipulegum ástæðum eru kosningar nauðsynlegar fyrr en síðar áður en þeirri sjóferð lýkur. Síðan spyrja menn: Klofnar Sjálfstæðisflokkurinn við þetta endurmat? Segi hann nei bendir flest til að stór hluti kjósenda hverfi annað. Klofningur verður að teljast fremur ólíklegur þó að svarið verði já. Víst er að hann yrði aldrei eins alvarlegur eins og atkvæðaflóttinn. Þriggja manna bankastjórn Seðlabankans sýnist hafa beitt öllum pólitískum áhrifamætti sínum síðustu vikur til þess að koma í veg fyrir samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samkomulag við Breta. Flest bendir til að það hafi verið liður í þeirri pólitík bankans að verja framtíð krónunnar og hindra hugsanlega aðild að Evrópusambandinu. Fróðlegt verður því að fylgjast með hvernig bankastjórnin beitir sér á næstu vikum bæði opinberlega og á bak við tjöldin. Á endanum ræður þjóðin í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þó blasir við að í raun ráðast úrslitin um aðildarumsókn á þeim aukalandsfundi Sjálfstæðisflokksins sem nú hefur verið boðað til. Staða Íslands í alþjóðasamfélaginu í framtíðinni mun öðru fremur velta á þeirri ákvörðun. Af sjálfu leiðir að umræðan næstu vikur verður að öllum líkindum annað og meira en innanbúðaríhugun. Eftir mikilvæginu ætti hún að verða þjóðarumræða.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun