Tónlist

Frítt inn á tónleika í kvöld

Sinfóníuhljómsveit Íslands Hljómsveitin leggur land undir fót og gleður þjóðina á erfiðum tímum.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Hljómsveitin leggur land undir fót og gleður þjóðina á erfiðum tímum.

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur sannarlega reynst þjóðinni vel í því leiða efnahagsástandi sem nú ríkir. Hljómsveitin hefur lagt sig fram við að gleðja landsmenn með fallegri tónlist og haldið tónleika hér og þar um landið. Í dag heldur hljómsveitin í tónleikaferð um Austurland og kemur í kvöld fram á tónleikum í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði. Annað kvöld býður hljómsveitin svo til tónleika í íþróttahúsinu á Höfn í Hornafirði.

Tónleikarnir hefjast báðir kl. 20 og er aðgangur ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Á efnisskránni verður hin sívinsæla fimmta sinfónía Beethovens, karnivalforleikur eftir tékkneska tónskáldið Antonín Dvorák og kafli úr tónlist Edvards Grieg við leikrit Ibsens, Pétur Gaut. Þá leikur konsertmeistari hljómsveitarinnar, Sigrún Eðvaldsdóttir, einleik í Rómönsu eftir Árna Björnsson og kafla úr fiðlukonsert Sibeliusar. Sigrún lék einmitt konsertinn á tónleikum í Háskólabíói 16. október síðastliðinn við frábærar undirtektir bæði áhorfenda og gagnrýnenda. Stjórnandi á tónleikunum er Petri Sakari. - vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.