Körfubolti

LA Lakers vann stórsigur á Houston

Kobe Bryant er hér í miklum slag við Ron Artest í leik Lakers og Houston í nótt
Kobe Bryant er hér í miklum slag við Ron Artest í leik Lakers og Houston í nótt NordicPhotos/GettyImages

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Liðin sem léku til úrslita í sumar, Boston og LA Lakers, unnu bæði sannfærandi sigra á sterkum mótherjum sínum.

Meistarar Boston völtuðu yfir Detroit á útivelli 88-76 þar sem sigur liðsins var mun öruggari en lokatölur gefa til kynna. Ray Allen skoraði 23 stig fyrir Boston og Tayshaun Prince sömuleiðis fyrir Detroit.

LA Lakers vann fimmta leikinn í röð þegar það burstaði Houston Rockets 111-82 á heimavelli. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers og Pau Gasol var með 20 stig og 15 fráköst, en Aaron Brooks skoraði 20 stig af bekknum hjá Houston. Tracy McGrady og Yao Ming skoruðu samanlagt 15 stig fyrir Houston.

Atlanta vann einnig fimmta leikinn í röð með því að skella Oklahoma 89-85 á heimavelli. Joe Johnson skoraði 25 stig fyrir Atlanta en Kevin Durant 20 fyrir gestina.

Toronto lagði Charlotte 89-79 á útivelli þar sem Chris Bosh skoraði 30 stig og hirti 15 fráköst fyrir Toronto en DJ Augustin skoraði 14 stig fyrir Charlotte.

New York lagði Utah á heimavelli sínum fimmta árið í röð 107-99. Jamal Crawford skoraði 32 stig fyrir New York en Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 17 fráköst fyrir gestina.

LA Clippers vann fyrsta leik sínn á tímabilinu þegar það lagði Dallas heima 103-92. Baron Davis var með 22 stig og 10 stoðsendingar hjá Clippers en Dirk Nowitzki skoraði 33 stig fyrir Dallas.

Denver lagði Memphis 100-90 þar sem OJ Mayo skoraði 31 stig fyrir Memphis en Carmelo Anthony setti 24 stig fyrir Denver.

Loks vann Sacramento góðan sigur á Golden State í Kaliforníuslag 115-98. Andris Biedrins skoraði 16 stig og hirti 18 fráköst fyrir Golden State en Kevin Martin skoraði 27 stig fyrir Sacramento.

 

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×