Abba selst og selst 22. júlí 2008 09:00 Sænsku poppararnir ásamt söngkonum sínum og um tíma eiginkonum á þeim tíma þegar frægð þeirra stóð sem hæst. Diskur með sönglögum Benny Anderson og Björn Ulveaus úr kvikmyndinni Mamma mia! þaut upp Billboard-listann í vikunni sem leið og kom inn á listann í sjöunda sæti en myndin var frumsýnd vestanhafs hinn 11. júlí. Hefur þessum herrum ekki tekist eins vel í sölu áður. Abba Gold er líka stokkin upp listann en hún var á sínum tíma í tvö ár á listanum. Velgengni laganna sem Benny Anderson stýrði nýjum upptökum á eykur verulega líkurnar á að þeim félögum takist að koma söngleik sínum eftir sögum Vilhelm Moberg, Kristínu frá Duvemala, á svið vestanhafs sem þeir hafa stefnt leynt og ljóst að um margra ára skeið. Sölukippurinn og velgengni Mamma mia! vestanhafs glæða vonir um að Abba slái loksins í gegn í Ameríku sem þeim gekk aldrei þrátt fyrir sterka stöðu á flestum öðrum mörkuðum. Mamma mia! situr nú í efsta sæti vinsældalistans í kvikmyndahúsum hér á landi en myndina höfðu ríflega 30 þúsund gestir séð eftir helgina. Athygli vekur að konur eru víða í miklum meirihluta gesta og fara í hópum, jafnvel fleiri en ein kynslóð. Þá er þegar tekið að gæta þess að ungir áhorfendur sjái myndina oftar en einu sinni.- pbb Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Diskur með sönglögum Benny Anderson og Björn Ulveaus úr kvikmyndinni Mamma mia! þaut upp Billboard-listann í vikunni sem leið og kom inn á listann í sjöunda sæti en myndin var frumsýnd vestanhafs hinn 11. júlí. Hefur þessum herrum ekki tekist eins vel í sölu áður. Abba Gold er líka stokkin upp listann en hún var á sínum tíma í tvö ár á listanum. Velgengni laganna sem Benny Anderson stýrði nýjum upptökum á eykur verulega líkurnar á að þeim félögum takist að koma söngleik sínum eftir sögum Vilhelm Moberg, Kristínu frá Duvemala, á svið vestanhafs sem þeir hafa stefnt leynt og ljóst að um margra ára skeið. Sölukippurinn og velgengni Mamma mia! vestanhafs glæða vonir um að Abba slái loksins í gegn í Ameríku sem þeim gekk aldrei þrátt fyrir sterka stöðu á flestum öðrum mörkuðum. Mamma mia! situr nú í efsta sæti vinsældalistans í kvikmyndahúsum hér á landi en myndina höfðu ríflega 30 þúsund gestir séð eftir helgina. Athygli vekur að konur eru víða í miklum meirihluta gesta og fara í hópum, jafnvel fleiri en ein kynslóð. Þá er þegar tekið að gæta þess að ungir áhorfendur sjái myndina oftar en einu sinni.- pbb
Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira