Körfubolti

Chicago og Milwaukee reka þjálfarana

Jim Boylan náði ekki að rétta við skútuna í Chicago
Jim Boylan náði ekki að rétta við skútuna í Chicago NordcPhotos/GettyImages

Deildarkeppninni í NBA lauk í gærkvöldi og biðu tvö félaganna sem áttu lélega leiktíð ekki boðanna og ráku þjálfara sína.

Chicago átti vægast sagt hörmulega leiktíð á miðað við þær kröfur sem gerðar voru til liðsins og vann aðeins 33 leiki, eftir að hafa unnið 49 leiki og komist í aðra umferð úrslitakeppninnar í fyrra.

Það varð til þess að þjálfarinn Jim Boylan var látinn fara í dag, en hann hefur séð um þjálfun Bulls síðan Scott Skiles var rekinn um jólin. Chicago vann 24 leiki en tapaði 32 undir stjórn Boylan.

Þá rak Milwaukee þjálfara sinn Larry Krystkowiak sem var á sínu fyrsta ári sem þjálfari. Það var eitt af fyrstu verkum nýja framkvæmdastjórans John Hammond að reka þjálfarann, en Milwaukee vann aðeins 26 leiki í vetur og tapaði 56. Liðið hafnaði í neðsta sæti Miðriðilsins í Austurdeildinni.

Þá heldur New York Daily News því fram í dag að dagar Isiah Thomas sem þjálfara New York Knicks séu taldir og að til greina komi að tilkynnt verði um það strax á morgun að hann verði rekinn. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×