Tónlist

Rokk og ról á Selfossi

Snorri, Gunnar, Birgir, Herbert og Grétar ætla að spila þekktustu lög hljómsveitarinnar Guns´N Roses.
Snorri, Gunnar, Birgir, Herbert og Grétar ætla að spila þekktustu lög hljómsveitarinnar Guns´N Roses.

Tónleikar til heiðurs bandarísku rokksveitinni Guns"N Roses verða haldnir í Hvíta húsinu á Selfossi í kvöld. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu skipa sveitina þeir Snorri Snorrason, Gunnar Bjarni, Birgir Nielsen, Herbert Viðarsson og Grétar Bulgretzky.

„Æfingar hafa gengið rosalega vel eftir að við fórum á fullt. Þetta er farið að „sánda" mjög vel," segir Birgir. „Þetta er ólíkur hópur, en samt ekki. Við erum allir á svipuðum aldri og þekkjum þessi lög mjög vel. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að rifja upp þessi lög okkar á milli og spjalla um hvaða lög eru í uppáhaldi og þannig." Miðaverð á tónleikana, sem hefjast kl 23, er 2.000 krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.