Uppreisn á fölskum forsendum Jón Kaldal skrifar 18. apríl 2008 09:58 Hringlandaháttur borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í málefnum REI er illskiljanlegur. Á sama tíma og sjálfstæðismenn eru ríkismegin á fleygiferð við stofnun dótturfélaga opinberra orkufyrirtækja um útrásarverkefni vilja samherjar þeirra í borgarstjórn selja REI, útrásarfélag Orkuveitunnar, á þeim forsendum að ekki megi standa í áhætturekstri með peninga skattgreiðenda utan landsteinanna. Hvað er eiginlega í gangi? Getur verið að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu komnir í allsherjar uppreisn gegn stefnu flokksins í málefnum útrásar orkufyrirtækjanna? Aðeins er rétt vika liðin frá því að Rarik stofnaði félagið Rarik orkuþróun ehf. sem er ætlað að halda utan um útrásarverkefni félagsins. Landsvirkjun stofnaði í desember félagið Landsvirkjun Power í sama tilgangi og á að auki í gegnum það félag HydroKraft Invest, til helminga á móti Landsbankanum vatnsafli. HydroKraft er fjárfestingarfélag og er yfirlýstur tilgangur þess að leita verkefna á orkusviði, einkum í Austur-Evrópu til að byrja með. Leggur Landsvirkjun þar til fimm milljarða í hlutafé. Til upprifjunar er rétt að minna á að áhrifamiklir sjálfstæðismenn fara með tögl og haldir bæði í Rarik og Landsvirkjun. Annars vegar fer Árni Mathiesen fjármálaráðherra með hlut ríkisins í Rarik og hins vegar situr Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaformaður flokksins og ráðherra, í stól forstjóra Landsvirkjunar. Líka er rétt að minna á að þessi fyrirtæki framfylgja stefnu sem fer fyllilega saman við ársgamla landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um útrás orkufyrirtækjanna og mögulega aðkomu einkafyrirtækja að henni. Og þá stefnu er orðrétt að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Við skulum ekki heldur gleyma því að REI er skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafði frumkvæði að stofnun félagsins á sínum tíma og yfirlýst markmið þess var útrás í orkumálum. Hvað er þá á seyði með REI og sjálfstæðismenn í borgarstjórn? Af hverju enn og aftur þessi vandræðagangur og óbeit á félaginu? Nærtækasta skýringin er sú að uppreisn sexmenninganna gegn Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni í haust snerist í raun og veru aldrei um prinsippin á bak við REI; um það hvort opinbert fyrirtæki ætti að standa í útrás, eitt og sér eða í samfloti við einkaaðila, nema ef til hvaða aðila þá. Uppreisnin gegn Vilhjálmi var fyrst og fremst uppreisn gegn foringja sem var búinn að tapa tiltrú síns liðs vegna fjölmargra axarskafta. Hvernig Vilhjálmur hélt á málum í aðdraganda sameiningar REI og Geysis Green Energy var einfaldlega kornið sem fyllti mælinn. Svo óheppilega vildi hins vegar til að málið sem borgarfulltrúarnir völdu sér til að láta brjóta á var í grunninn mikið framfaraskref fyrir Orkuveituna. Sameining REI og Geysis Green Energy var góð hugmynd sem var klúðrað út af sjúski við framkvæmdina. Eftir stendur REI með mikla möguleika, en sexmenningarnir sitja uppi með að hafa fordæmt grundvallartilgang þess. Þeir máluðu sig út í horn og vilja því leysa málið með sölu félagsins. Það yrði sorglegt ef svo færi. Það má ekki fórna REI vegna forystukreppu og innanflokksátaka Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Hringlandaháttur borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í málefnum REI er illskiljanlegur. Á sama tíma og sjálfstæðismenn eru ríkismegin á fleygiferð við stofnun dótturfélaga opinberra orkufyrirtækja um útrásarverkefni vilja samherjar þeirra í borgarstjórn selja REI, útrásarfélag Orkuveitunnar, á þeim forsendum að ekki megi standa í áhætturekstri með peninga skattgreiðenda utan landsteinanna. Hvað er eiginlega í gangi? Getur verið að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu komnir í allsherjar uppreisn gegn stefnu flokksins í málefnum útrásar orkufyrirtækjanna? Aðeins er rétt vika liðin frá því að Rarik stofnaði félagið Rarik orkuþróun ehf. sem er ætlað að halda utan um útrásarverkefni félagsins. Landsvirkjun stofnaði í desember félagið Landsvirkjun Power í sama tilgangi og á að auki í gegnum það félag HydroKraft Invest, til helminga á móti Landsbankanum vatnsafli. HydroKraft er fjárfestingarfélag og er yfirlýstur tilgangur þess að leita verkefna á orkusviði, einkum í Austur-Evrópu til að byrja með. Leggur Landsvirkjun þar til fimm milljarða í hlutafé. Til upprifjunar er rétt að minna á að áhrifamiklir sjálfstæðismenn fara með tögl og haldir bæði í Rarik og Landsvirkjun. Annars vegar fer Árni Mathiesen fjármálaráðherra með hlut ríkisins í Rarik og hins vegar situr Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaformaður flokksins og ráðherra, í stól forstjóra Landsvirkjunar. Líka er rétt að minna á að þessi fyrirtæki framfylgja stefnu sem fer fyllilega saman við ársgamla landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um útrás orkufyrirtækjanna og mögulega aðkomu einkafyrirtækja að henni. Og þá stefnu er orðrétt að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Við skulum ekki heldur gleyma því að REI er skilgetið afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar, hafði frumkvæði að stofnun félagsins á sínum tíma og yfirlýst markmið þess var útrás í orkumálum. Hvað er þá á seyði með REI og sjálfstæðismenn í borgarstjórn? Af hverju enn og aftur þessi vandræðagangur og óbeit á félaginu? Nærtækasta skýringin er sú að uppreisn sexmenninganna gegn Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni í haust snerist í raun og veru aldrei um prinsippin á bak við REI; um það hvort opinbert fyrirtæki ætti að standa í útrás, eitt og sér eða í samfloti við einkaaðila, nema ef til hvaða aðila þá. Uppreisnin gegn Vilhjálmi var fyrst og fremst uppreisn gegn foringja sem var búinn að tapa tiltrú síns liðs vegna fjölmargra axarskafta. Hvernig Vilhjálmur hélt á málum í aðdraganda sameiningar REI og Geysis Green Energy var einfaldlega kornið sem fyllti mælinn. Svo óheppilega vildi hins vegar til að málið sem borgarfulltrúarnir völdu sér til að láta brjóta á var í grunninn mikið framfaraskref fyrir Orkuveituna. Sameining REI og Geysis Green Energy var góð hugmynd sem var klúðrað út af sjúski við framkvæmdina. Eftir stendur REI með mikla möguleika, en sexmenningarnir sitja uppi með að hafa fordæmt grundvallartilgang þess. Þeir máluðu sig út í horn og vilja því leysa málið með sölu félagsins. Það yrði sorglegt ef svo færi. Það má ekki fórna REI vegna forystukreppu og innanflokksátaka Sjálfstæðisflokksins.