Skrýtin nefnd og skrýtin viðbrögð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. júlí 2008 06:00 Ein af þessum skrýtnu nefndum sem stundum eru skipaðar varð fyrr í sumar til þess að styggja Sagnfræðingafélagið. Þetta var nefnd á vegum forsætisráðherra undir forsæti Svöfu Grönfeldt rektors HR en skýrslan sem nefndin skilaði af sér hét að sögn "Ímynd Íslands, styrkur staða og stefna". Fljótt á litið virðist þessi skýrsla hafa að geyma meinlítið orðagjálfur eins og fylgir sjálfstyrkingarfræðum, þar sem þuldar eru ýmsar gamalkunnar möntrur um eigið ágæti og erindi við heiminn til að þylja við spegilinn áður en tekist er á við daginn og veginn.Sjálf getur nefndin sagt sér til málsbóta að skýrslan hafi fyrst og fremst að geyma samantekt á niðurstöðum eftir fjöldamörg samtöl við ýmsa um þessi efni, og þannig gefi hún greinargóða mynd af sjálfsmynd þjóðarinnar.Skrýtin nefndSetningarnar sem Sagnfræðingafélagið ályktaði gegn voru svohljóðandi:"Fyrstu Íslendingarnir voru fólk sem kom hingað í leit að frelsi og betri lífsskilyrðum. Þjóðin bjó lengstum við kröpp kjör en þegar hún fékk frelsi og sjálfstæði tók hún stökk frá því að vera þróunarland til þess að verða ein ríkasta þjóð í heimi á innan við öld. Íslendingar eru dugleg og stolt þjóð, mótuð af lífsbaráttu í harðbýlu landi. Mikilvægasti menningararfur Íslendinga, íslensk tunga, lifir í máli þjóðarinnar og í bókmenntum hennar."Þetta segir sagnfræðingafélagið fela í sér söguskoðun sem sé "á skjön við sagnfræðirannsóknir síðustu 30-35 ára". "Gamalkunnar goðsagnir" er sú einkunn sem Sagnfræðingafélagið gefur "frelsisþrá landnámsmanna" og "[nýrri] gullöld í kjölfar sjálfstæðis" - og hafi þær verið smíðaðar til að "réttlæta sjálfstæðiskröfuna". Og loks eru stjálfstyrkingarfrömuðirnir átaldir fyrir að nota "nútímahugtök og -viðmið" á borð við "þróunarland" og "betri lífsskilyrði".Sem fyrr segir: skrýtin nefnd. Hún lauk störfum á útmánuðum og maður áttar sig ekki alveg á því hvers vegna nákvæmlega þetta fólk átti að hjálpa okkur að komast að því hvernig okkur fyndist við vera. Er hún skipuð til að hressa okkur í öllu mótlætinu? Vega upp á móti neikvæðninni í Den Danske Bank? Og af hverju fólk úr HR? Út af öllum þessum MBA-námskeiðum sem þar eru haldin fólki til sjálfstyrkingar?Það er nú það. En er þetta jafn vitlaust og Sagnfræðingafélagið segir? Getur það verið að það sé einskær "goðsögn" að fólk sem hingað flutti af sjálfsdáðum hafi látið stjórnast af "frelsisþrá"? Þökk sé fræðimönnum á borð við Gísla Sigurðsson þá erum við æ meir farin að gera okkur grein fyrir hlut keltneskra þræla og landnámsmanna í íslenskri menningu; og almennt gerir fólk sér líka grein fyrir því að Íslendingar eru þrátt fyrir einangrun ákaflega samsett þjóð, úr þeim sem hingað bárust í aldanna rás á þessa hrjóstrugu klettaeyju margvíslegra erinda og ílentust svo hér; hver dropi í blönduna skipti máli.En má ekki þar fyrir alveg nota hugtak á borð við "frelsisþrá" þegar rýnt er í sameiginlegan hugmyndaarf frá elstu tíð?Niður með fánann!Sagnfræðingafélagið talar um "goðsagnir" í þessu sambandi. Skil ég þá sagnfræðingafélagið rétt að það sé andvígt "goðsögnum"? Hvað er nákvæmlega átt við? Sögur af Óðni, Frigg og Loka? Tristran og Ísold? Írafellsmóra? Eða er hér talað um goðsagnir að hætti Rolands Barthes sem las þær úr ljósmyndum, auglýsingum, smáfréttum og öðrum litlum sögum samfélagsins um sjálft sig? Er samfélag sem hefur engar goðsagnir um sjálft sig æskilegt að mati Sagnfræðingafélagsins? Er það yfirleitt til?Og getur verið að sú skoðun sé almennt ríkjandi innan Sagnfræðingafélagsins að Íslendingum hafi ekki vegnað betur en áður eftir að þeir öðluðust sjálfstæði? Það er þá ekki seinna vænna að þjóðin fái fregnir af því? Vill Sagnfræðingafélagið þá ef til vill að Íslendingar fari að sverja Danakonungi hollustueiða á ný? Ekkert "Declare independence" og "raise your flag" hér?Á sínum tíma var Dönum kennt um allt sem miður fór hér á landi (og er kannski enn, samanber umræðuna um Danska Banka) og smám saman hafa rannsóknir sagnfræðinga leitt í ljós að það voru ekki síður íslenskir stórbændur og embættismenn sem stóðu í vegi fyrir bættum kjörum alþýðu, þéttbýlismyndun, aukinni menntun og öðrum framförum. En þó að íslenskir höfðingar hafi gegnum aldirnar kúgað fé af kotungum og barist gegn hvers kyns umbótum þá held ég að ekki megi vanmeta þann kraft sem losnaði úr læðingi fyrst árið 1904 og seinna árið 1944, framkvæmdagleðina og uppbyggingarþrána.Því þetta er mikilvæg umræða fyrir þjóðarkríli á leið til Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Ein af þessum skrýtnu nefndum sem stundum eru skipaðar varð fyrr í sumar til þess að styggja Sagnfræðingafélagið. Þetta var nefnd á vegum forsætisráðherra undir forsæti Svöfu Grönfeldt rektors HR en skýrslan sem nefndin skilaði af sér hét að sögn "Ímynd Íslands, styrkur staða og stefna". Fljótt á litið virðist þessi skýrsla hafa að geyma meinlítið orðagjálfur eins og fylgir sjálfstyrkingarfræðum, þar sem þuldar eru ýmsar gamalkunnar möntrur um eigið ágæti og erindi við heiminn til að þylja við spegilinn áður en tekist er á við daginn og veginn.Sjálf getur nefndin sagt sér til málsbóta að skýrslan hafi fyrst og fremst að geyma samantekt á niðurstöðum eftir fjöldamörg samtöl við ýmsa um þessi efni, og þannig gefi hún greinargóða mynd af sjálfsmynd þjóðarinnar.Skrýtin nefndSetningarnar sem Sagnfræðingafélagið ályktaði gegn voru svohljóðandi:"Fyrstu Íslendingarnir voru fólk sem kom hingað í leit að frelsi og betri lífsskilyrðum. Þjóðin bjó lengstum við kröpp kjör en þegar hún fékk frelsi og sjálfstæði tók hún stökk frá því að vera þróunarland til þess að verða ein ríkasta þjóð í heimi á innan við öld. Íslendingar eru dugleg og stolt þjóð, mótuð af lífsbaráttu í harðbýlu landi. Mikilvægasti menningararfur Íslendinga, íslensk tunga, lifir í máli þjóðarinnar og í bókmenntum hennar."Þetta segir sagnfræðingafélagið fela í sér söguskoðun sem sé "á skjön við sagnfræðirannsóknir síðustu 30-35 ára". "Gamalkunnar goðsagnir" er sú einkunn sem Sagnfræðingafélagið gefur "frelsisþrá landnámsmanna" og "[nýrri] gullöld í kjölfar sjálfstæðis" - og hafi þær verið smíðaðar til að "réttlæta sjálfstæðiskröfuna". Og loks eru stjálfstyrkingarfrömuðirnir átaldir fyrir að nota "nútímahugtök og -viðmið" á borð við "þróunarland" og "betri lífsskilyrði".Sem fyrr segir: skrýtin nefnd. Hún lauk störfum á útmánuðum og maður áttar sig ekki alveg á því hvers vegna nákvæmlega þetta fólk átti að hjálpa okkur að komast að því hvernig okkur fyndist við vera. Er hún skipuð til að hressa okkur í öllu mótlætinu? Vega upp á móti neikvæðninni í Den Danske Bank? Og af hverju fólk úr HR? Út af öllum þessum MBA-námskeiðum sem þar eru haldin fólki til sjálfstyrkingar?Það er nú það. En er þetta jafn vitlaust og Sagnfræðingafélagið segir? Getur það verið að það sé einskær "goðsögn" að fólk sem hingað flutti af sjálfsdáðum hafi látið stjórnast af "frelsisþrá"? Þökk sé fræðimönnum á borð við Gísla Sigurðsson þá erum við æ meir farin að gera okkur grein fyrir hlut keltneskra þræla og landnámsmanna í íslenskri menningu; og almennt gerir fólk sér líka grein fyrir því að Íslendingar eru þrátt fyrir einangrun ákaflega samsett þjóð, úr þeim sem hingað bárust í aldanna rás á þessa hrjóstrugu klettaeyju margvíslegra erinda og ílentust svo hér; hver dropi í blönduna skipti máli.En má ekki þar fyrir alveg nota hugtak á borð við "frelsisþrá" þegar rýnt er í sameiginlegan hugmyndaarf frá elstu tíð?Niður með fánann!Sagnfræðingafélagið talar um "goðsagnir" í þessu sambandi. Skil ég þá sagnfræðingafélagið rétt að það sé andvígt "goðsögnum"? Hvað er nákvæmlega átt við? Sögur af Óðni, Frigg og Loka? Tristran og Ísold? Írafellsmóra? Eða er hér talað um goðsagnir að hætti Rolands Barthes sem las þær úr ljósmyndum, auglýsingum, smáfréttum og öðrum litlum sögum samfélagsins um sjálft sig? Er samfélag sem hefur engar goðsagnir um sjálft sig æskilegt að mati Sagnfræðingafélagsins? Er það yfirleitt til?Og getur verið að sú skoðun sé almennt ríkjandi innan Sagnfræðingafélagsins að Íslendingum hafi ekki vegnað betur en áður eftir að þeir öðluðust sjálfstæði? Það er þá ekki seinna vænna að þjóðin fái fregnir af því? Vill Sagnfræðingafélagið þá ef til vill að Íslendingar fari að sverja Danakonungi hollustueiða á ný? Ekkert "Declare independence" og "raise your flag" hér?Á sínum tíma var Dönum kennt um allt sem miður fór hér á landi (og er kannski enn, samanber umræðuna um Danska Banka) og smám saman hafa rannsóknir sagnfræðinga leitt í ljós að það voru ekki síður íslenskir stórbændur og embættismenn sem stóðu í vegi fyrir bættum kjörum alþýðu, þéttbýlismyndun, aukinni menntun og öðrum framförum. En þó að íslenskir höfðingar hafi gegnum aldirnar kúgað fé af kotungum og barist gegn hvers kyns umbótum þá held ég að ekki megi vanmeta þann kraft sem losnaði úr læðingi fyrst árið 1904 og seinna árið 1944, framkvæmdagleðina og uppbyggingarþrána.Því þetta er mikilvæg umræða fyrir þjóðarkríli á leið til Evrópu.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun