Tröppugangur til himnaríkis Karen D. Kjartansdóttir skrifar 20. maí 2008 06:00 Þó að allar kynslóðir þekki lagið Stairway to Heaven hef ég nýlega komist að því að kynslóðin sem tilheyrði hópi unglinga þegar það var efst á vinsældalistum lumar á leyndarmáli. Lagið er nefnilega ekki aðeins undurfögur klassík heldur ku það víst einnig geyma afar leynilega uppskrift af því sem flestir menn leita eftir en fæstir ná fullum tökum á. Fjöldi bóka hefur verið skrifaður um málefnið og varla er til sú manneskja sem ekki hefur reynt að komast nær því sem það leitar að með kaupum á einhverju tóli. Útkoman sem uppskriftin á að gefa af sér er nefnilega fullkomið kynlíf. Í flestum útgáfum er lagið átta mínútur og tvær sekúndur að lengd. Sá tími er víst lykillinn að fullkominni stund fyrir elskendur. Hvorugur þeirra verði leiður á athöfninni en báðir fái löngunum sínum svalað. Fylgi elskhugarnir svo tempói lagsins út í ystu æsar á það að leiða fólk á slóðir algleymis fullnægingarinnar; textinn sjálfur geymir svo skrauthvörf um leiðina að himnasælu jarðarbúa. Eftir að hafa fengið að bergja ögn á þeim launhelgum sem þetta lag á að geyma að mati þeirra sem voru að stíga sín fyrstu skref á einstigi ástarinnar og leyndarþing hennar þegar það hljómaði sem hæst hóf ég leit að upplýsingum um þann tíma sem flestir verja til ástundunar amorsleikja. Mér til skelfingar komst ég að því að sá tími sem fólk ver yfirleitt í rekkju til að komast að takmarki sínu er tvær mínútur. Það fannst mér skammur tími og hneykslaðist ég smá. Svo tók ég að velta fyrir mér að ef til vill væri ég í hópi þessa fólks. Sinnuleysi vanans verður jú oft til þess að allt rennur saman í eitt, hvort sem um er að ræða æðsta unað eða verstu leiðindi. Þá ofmeta flestir frammistöðu sína og komast því líklega ekki að hinu sanna fyrr en jafn óspennandi hlutur og skeiðklukka hefur bæst í leikinn. Sá möguleiki er þó fyrir hendi að þær samfélagslegu breytingar sem orðið hafa frá því þetta dularfulla lag hljómaði fyrst og auknar kröfur fólks um hraða og þjónustu hafi orðið til þess að átta mínútur séu bara orðnar of langur tími fyrir meðaljón makanna. Ef til vill er allur galdur horfinn úr tempói tröppugangsins, hinn leyndi kaleikur vikið fyrir einnota drykkjarmáli og lagið This Is My Life með Eurobandinu leiðir til jafn mikillar sælu fyrir elskendur samtímans og Stairway to Heaven leiddi til hjá elskendum hér áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Þó að allar kynslóðir þekki lagið Stairway to Heaven hef ég nýlega komist að því að kynslóðin sem tilheyrði hópi unglinga þegar það var efst á vinsældalistum lumar á leyndarmáli. Lagið er nefnilega ekki aðeins undurfögur klassík heldur ku það víst einnig geyma afar leynilega uppskrift af því sem flestir menn leita eftir en fæstir ná fullum tökum á. Fjöldi bóka hefur verið skrifaður um málefnið og varla er til sú manneskja sem ekki hefur reynt að komast nær því sem það leitar að með kaupum á einhverju tóli. Útkoman sem uppskriftin á að gefa af sér er nefnilega fullkomið kynlíf. Í flestum útgáfum er lagið átta mínútur og tvær sekúndur að lengd. Sá tími er víst lykillinn að fullkominni stund fyrir elskendur. Hvorugur þeirra verði leiður á athöfninni en báðir fái löngunum sínum svalað. Fylgi elskhugarnir svo tempói lagsins út í ystu æsar á það að leiða fólk á slóðir algleymis fullnægingarinnar; textinn sjálfur geymir svo skrauthvörf um leiðina að himnasælu jarðarbúa. Eftir að hafa fengið að bergja ögn á þeim launhelgum sem þetta lag á að geyma að mati þeirra sem voru að stíga sín fyrstu skref á einstigi ástarinnar og leyndarþing hennar þegar það hljómaði sem hæst hóf ég leit að upplýsingum um þann tíma sem flestir verja til ástundunar amorsleikja. Mér til skelfingar komst ég að því að sá tími sem fólk ver yfirleitt í rekkju til að komast að takmarki sínu er tvær mínútur. Það fannst mér skammur tími og hneykslaðist ég smá. Svo tók ég að velta fyrir mér að ef til vill væri ég í hópi þessa fólks. Sinnuleysi vanans verður jú oft til þess að allt rennur saman í eitt, hvort sem um er að ræða æðsta unað eða verstu leiðindi. Þá ofmeta flestir frammistöðu sína og komast því líklega ekki að hinu sanna fyrr en jafn óspennandi hlutur og skeiðklukka hefur bæst í leikinn. Sá möguleiki er þó fyrir hendi að þær samfélagslegu breytingar sem orðið hafa frá því þetta dularfulla lag hljómaði fyrst og auknar kröfur fólks um hraða og þjónustu hafi orðið til þess að átta mínútur séu bara orðnar of langur tími fyrir meðaljón makanna. Ef til vill er allur galdur horfinn úr tempói tröppugangsins, hinn leyndi kaleikur vikið fyrir einnota drykkjarmáli og lagið This Is My Life með Eurobandinu leiðir til jafn mikillar sælu fyrir elskendur samtímans og Stairway to Heaven leiddi til hjá elskendum hér áður.