Íslenskt ofurkvöld 17. október 2008 09:00 Rokkað á Airwaves Hljómsveitin Múgsefjun var ein þeirra sem spiluðu á Airwaves á miðvikudagskvöldið. Hápunktar þess kvölds voru tónleikar Retro Stefson og Reykjavík! Fréttablaðið/Arnþór Iceland Airwaves-hátíðin rann af stað með stæl á miðvikudagskvöldið. Allir staðir fullir. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að láta nokkrar af heitustu íslensku sveitunum spila tvisvar á hátíðinni. Miðvikudagskvöldið var 99 prósent íslenskt. Þess vegna var hægt að sjá margar af bestu hljómsveitum Íslands það kvöld og flestar spila þær aftur áður en hátíðinni er lokið. Ég hóf kvöldið með því að kíkja á Morðingjana sem spiluðu á Kimi-kvöldi á Tunglinu. Þeir gáfu lítið eftir í pönk-keyrslunni, en krafturinn hefði eflaust skilað sér enn betur ef þeir hefðu verið á dagskrá seinna um kvöldið þegar staðurinn var orðinn pakkaður. Á Nasa var kvöldið undir merkjum breska rokkblaðsins Kerrang! Þar náðu stelpurnar (og strákurinn á trommunum) í Vicky, sem áður hét Vicky Pollard upp góðri stemningu. Þær voru í glam-rokk búningum og Eygló söngkona hélt athygli áhorfenda með skemmtilegum kynningum. Þetta er ágætlega þétt rokkband með frábæran trommara, en tónlistin er kannski aðeins of einhæf til að skora mjög hátt. Skemmtilegt samt. Innlifun og spilagleði einkenndi síðustu lög Borkós á Tunglinu og Benni Hemm Hemm stóð sig ágætlega, en meðlimir úr Ungfóníunni spiluðu með honum. Á Grapewine-kvöldinu á Organ voru meðlimir eðalsveit. Ég ákvað að halda mig á Tunglinu það sem eftir var kvölds og sá ekki eftir því. Retro Stefson olli mér nokkrum vonbrigðum þegar hún spilaði á hátíðinni í fyrra. Bandið hefur hins vegar greinilega ekki setið auðum höndum síðan og gjörsamlega fór á kostum á Tunglinu á miðvikudagskvöldið. Kraftur og gleði einkenndi sveitina sem náði upp frábærri stemningu. Þau byrjuðu á Medallion og tóku svo hvern smellinn á fætur öðrum, Luna, Papa Paulo III, Salvatore, Montana ... Tónlist Retro Stefson er sérstaklega fjölbreytt og sveitin er orðin gríðarlega vel smurð tónleikamaskína. Það voru svo rokktuddarnir í Reykjavík! sem kláruðu kvöldið. Þeir byrjuðu á því að fá viðstadda til að syngja Ísland ögrum skorið til heiðurs útrásarvíkingunum og íslensku viðskiptaviti, en keyrðu svo af stað í sína hefðbundnu hávaðakeyrslu. Þeir voru pirraðir yfir efnhagshruninu, en virkjuðu þann pirring og veittu orkunni beint í rokkið. Sennilega öflugasta íslenska rokkbandið í dag. Fullkominn endir á fínu kvöldi. ankahvelfingarnar eru kannski tómar, en það er nóg innistæða í íslensku tónlistarlífi. Hápunktar: Retro Stefson og Reykjavík! Trausti Júlíusson Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðin rann af stað með stæl á miðvikudagskvöldið. Allir staðir fullir. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að láta nokkrar af heitustu íslensku sveitunum spila tvisvar á hátíðinni. Miðvikudagskvöldið var 99 prósent íslenskt. Þess vegna var hægt að sjá margar af bestu hljómsveitum Íslands það kvöld og flestar spila þær aftur áður en hátíðinni er lokið. Ég hóf kvöldið með því að kíkja á Morðingjana sem spiluðu á Kimi-kvöldi á Tunglinu. Þeir gáfu lítið eftir í pönk-keyrslunni, en krafturinn hefði eflaust skilað sér enn betur ef þeir hefðu verið á dagskrá seinna um kvöldið þegar staðurinn var orðinn pakkaður. Á Nasa var kvöldið undir merkjum breska rokkblaðsins Kerrang! Þar náðu stelpurnar (og strákurinn á trommunum) í Vicky, sem áður hét Vicky Pollard upp góðri stemningu. Þær voru í glam-rokk búningum og Eygló söngkona hélt athygli áhorfenda með skemmtilegum kynningum. Þetta er ágætlega þétt rokkband með frábæran trommara, en tónlistin er kannski aðeins of einhæf til að skora mjög hátt. Skemmtilegt samt. Innlifun og spilagleði einkenndi síðustu lög Borkós á Tunglinu og Benni Hemm Hemm stóð sig ágætlega, en meðlimir úr Ungfóníunni spiluðu með honum. Á Grapewine-kvöldinu á Organ voru meðlimir eðalsveit. Ég ákvað að halda mig á Tunglinu það sem eftir var kvölds og sá ekki eftir því. Retro Stefson olli mér nokkrum vonbrigðum þegar hún spilaði á hátíðinni í fyrra. Bandið hefur hins vegar greinilega ekki setið auðum höndum síðan og gjörsamlega fór á kostum á Tunglinu á miðvikudagskvöldið. Kraftur og gleði einkenndi sveitina sem náði upp frábærri stemningu. Þau byrjuðu á Medallion og tóku svo hvern smellinn á fætur öðrum, Luna, Papa Paulo III, Salvatore, Montana ... Tónlist Retro Stefson er sérstaklega fjölbreytt og sveitin er orðin gríðarlega vel smurð tónleikamaskína. Það voru svo rokktuddarnir í Reykjavík! sem kláruðu kvöldið. Þeir byrjuðu á því að fá viðstadda til að syngja Ísland ögrum skorið til heiðurs útrásarvíkingunum og íslensku viðskiptaviti, en keyrðu svo af stað í sína hefðbundnu hávaðakeyrslu. Þeir voru pirraðir yfir efnhagshruninu, en virkjuðu þann pirring og veittu orkunni beint í rokkið. Sennilega öflugasta íslenska rokkbandið í dag. Fullkominn endir á fínu kvöldi. ankahvelfingarnar eru kannski tómar, en það er nóg innistæða í íslensku tónlistarlífi. Hápunktar: Retro Stefson og Reykjavík! Trausti Júlíusson
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira