Tónlist

Sigur Rós stendur upp úr

Sigur Rós rótar inn tilnefningunum í ár. Fær samtals sex.
Sigur Rós rótar inn tilnefningunum í ár. Fær samtals sex.
Tilnefningarnar til Íslensku tónlistarverðlaunana (Ístón) voru tilkynntar í gær. Sigur Rós fær langflestar tilnefningar, alls sex, en Emilíana Torrini næstflestar, þrjár samtals. Páll Óskar var ótvíræður sigurvegari síðustu verðlauna og er nú tilnefndur sem „rödd ársins“. Einnig á lag hans og Togga „Þú komst við hjartað í mér“ möguleika á að sigra í flokknum „lag ársins“.

Flokkarnir í Ístón eru nú færri og hnitmiðari en áður. Sjö manna akademía fjallaði um öll innsend verk, en hana skipa Andrea Jónsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Jónatan Garðarsson, Ólafur Páll Gunnarsson, Ragnar Kjartansson og Trausti Júlíusson. Þær plötur einar áttu keppnisrétt sem borgað var með. Kima útgáfan tók þá ákvörðun að spara sér þau fjárútlát og því eru engar plötur frá útgáfunni tilnefndar í ár. Það skýrir til dæmis hvers vegna pötu FM Belfast, sem klárlega er meðal þeirra bestu, er hvergi að sjá.

Tilnefningar fyrir verk ársins 2008

Höfundur ársins:

Bragi Valdimar Skúlason - fyrir textagerð á plötunum Gilligill og Nýjasta nýtt

Sigur Rós – fyrir lagasmíðar á plötunni Með suð í eyrum við spilum endalaust

Áskell Másson - fyrir tónverkið Ora

Emilíana Torrini - fyrir lagasmíðar á plötunni Me and Armini

Jóhann Jóhannsson - fyrir tónlist á plötunni Fordlandia

Tónverk ársins:

Ora – Áskell Másson

Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins– Karólína Eiríksdóttir

Sinfónía nr. 4 – John Speight

Tónlistarflytjandi ársins:

Anna Guðný Guðmundsdóttir - fyrir heildarflutning á tónverkinu Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen

Björk - fyrir tónleika í Langholtskirkju og Náttúrutónleika í Laugardalnum

Þursaflokkurinn og Caput - fyrir tónleika í Laugardalshöll

Sigur Rós - fyrir tónleika í Laugardalshöll og Náttúrutónleika í Laugardalnum

Dr. Spock - fyrir tónleikahald á árinu

Lag ársins:

Þú komst við hjartað í mér -höf:Toggi/Bjarki Jónsson/Páll Óskar

Gobbledigook – Sigur Rós

Inní mér syngur vitleysingur – Sigur Rós

Kalin slóð – Múgsefjun

Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn – Bragi Valdimar Skúlason

Rödd ársins:

Emilíana Torrini

Páll Óskar Hjálmtýsson

Egill Ólafsson

Katrín Mogensen

Jón Þór Birgisson

Plötur ársins:

Popp/Rokk

Með suð í eyrum við syngjum endalaust – Sigur Rós

Me and Armini – Emilíana Torrini

Falcon Christ – Dr. Spock

Jeff Who? – Jeff Who?

Karkari – Mammút

Skiptar skoðanir – Múgsefjun

Fjórir naglar – Bubbi Morthens

Sígild og samtímatónlist:

Apocrypha – Hugi Guðmundsson

Fordlandia – Jóhann Jóhannsson

Demoni Paradiso – Evil Madness

Ró – Mógil

All sounds to silence come – Kammersveitin Ísafold

Jazz:

Fram af – Ómar Guðjónsson

Í tímans rás – Villi Valli

Blátt ljós – Sigurður Flosason

Bjartasta vonin:

Klive

Agent Fresco

Retro Stefson

Dísa

FM Belfast

Myndband ársins:

Verðlaunin verða veitt án tilnefninga. Hægt verður að skoða myndböndin á visir.is.

Umslag ársins:

Verðlaunin verða veitt án tilnefninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×