Tónlist

ICELAND AIRWAVES: DAGUR 3 Sænsk fjölskylda snýr hausum

Johan T. Karlsson í Familjen
Johan T. Karlsson í Familjen

Á Tunglið er vissara að mæta í léttum klæðnaði sem þolir bleytu í kvöld. Gestir geta nefnilega átt von á þéttri svitakeyrslu fram undir morgun.

Hryggjarstykki kvöldsins eru tónleikar sænsku rafpoppsveitarinnar Familjen. Sveitin hefur verið vinsæl upp á síðkastið með titillag fyrstu plötu sinnar, „Det snurrar i min skalle“ („Það hringsnýst allt í höfðinu á mér“).

Bandið er Johan T Karlsson og hann hefur vin sinn með á sviði til að tryggja hámarksstuð. Johan syngur öll lögin sín á sænsku. Tónlistin er geysihresst rafstuðs­popp, melódískt og nútímalegt, jákvætt og ferskt. Familjen fer á svið kl. 22.15.

Kvöldið hefst á BB & Blake kl. 20, en síðastur á svið er danski stuðboltinn Kasper Björke. Þarna á milli spila Bloodgroup, Nordpolen frá Svíþjóð, Familjen, Gus Gus með læfsett, Þjóðverjinn Michael Mayer og dj-sett frá enska stuðbandinu Simian Mobile Disco.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.