Hættulegt hættumat Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 11. júní 2008 06:00 Vegvilltur túristi á unglingsaldri var í síðustu viku skotinn á færi í fjallshlíð í Skagafirði. Alfriðaður og hopandi inn í þoku undan kúrekum norðursins sem ekki datt í hug friðsöm leið að lausn málsins. Þetta var að sönnu enginn kettlingur en skyndiniðurstaða málsins var flaustursleg og barbarísk. Hvítabjörninn var reyndar svo lánsamur að aftökuna tók fljótt af, frændi hans fyrir vestan var ekki eins heppinn hér um árið. Af fréttum mætti áætla að sums staðar á landinu byggi fólk með mjög lágt enni og skósíða handleggi. Auðvitað er eðlilegt að hrökkva í kút í tvísýnu, en yfirvegun viðbragða eru einn mælikvarðinn á menningarstig. En þótt skyndihvöt til að afstýra hættuástandi geti hlaupið með fólk í gönur eins og sannaðist í hvítabjarnarmálinu, þá virðist fágunin líka geta gengið út í öfgar. Svo mjög að augljóst hættuástand fær að njóta vafans langt út fyrir alla skynsemi. Þórður Jónsteinsson er sá ógæfumaður að hafa með vítaverðum akstri orðið valdur að dauða farþega síns og lítillar stúlku í bílnum sem hann keyrði á. Í árekstrinum slasaðist bróðir litlu stúlkunnar svo mjög að síðan er hann bundinn við hjólastól. Hverri heilbrigðri sál væri það óbærilegur harmleikur að hafa orðið slíkur örlagavaldur í lífi og dauða annars fólks. En Þórður iðrast einskis því þetta var ekki honum að kenna. Hann var nebblega ekki að taka framúr skiluru. Frá því aksturslag hans drap tvær manneskjur og örkumlaði barn hefur hann reyndar verið tekinn fyrir ofsaakstur níu sinnum. Kannski þýðir það sturlaðan akstur í hundrað skipti? Hinn fágaði héraðsdómur úrskurðaði þennan stórhættulega mann í eins árs fangelsi og svipti ökuréttindum í fjögur ár. Eftir þann tíma getur hann skellt sér aftur löglega á rúntinn. Samviskan tandurhrein, hann var ekki að taka framúr, manstu? Réttlætiskenndin æpir og veinar. Ef til vill gæti hið umburðarlynda réttarkerfi tileinkað sér aggalítið af taugaveikluninni fyrir norðan eða vestan. Sumar lífverur eru nefnilega hættulegar í alvörunni. Kannski ættum við ekki að dæma þær í kurteislegt fangelsi og svipta ökuleyfi, heldur senda í almennilega fjallgöngu í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Vegvilltur túristi á unglingsaldri var í síðustu viku skotinn á færi í fjallshlíð í Skagafirði. Alfriðaður og hopandi inn í þoku undan kúrekum norðursins sem ekki datt í hug friðsöm leið að lausn málsins. Þetta var að sönnu enginn kettlingur en skyndiniðurstaða málsins var flaustursleg og barbarísk. Hvítabjörninn var reyndar svo lánsamur að aftökuna tók fljótt af, frændi hans fyrir vestan var ekki eins heppinn hér um árið. Af fréttum mætti áætla að sums staðar á landinu byggi fólk með mjög lágt enni og skósíða handleggi. Auðvitað er eðlilegt að hrökkva í kút í tvísýnu, en yfirvegun viðbragða eru einn mælikvarðinn á menningarstig. En þótt skyndihvöt til að afstýra hættuástandi geti hlaupið með fólk í gönur eins og sannaðist í hvítabjarnarmálinu, þá virðist fágunin líka geta gengið út í öfgar. Svo mjög að augljóst hættuástand fær að njóta vafans langt út fyrir alla skynsemi. Þórður Jónsteinsson er sá ógæfumaður að hafa með vítaverðum akstri orðið valdur að dauða farþega síns og lítillar stúlku í bílnum sem hann keyrði á. Í árekstrinum slasaðist bróðir litlu stúlkunnar svo mjög að síðan er hann bundinn við hjólastól. Hverri heilbrigðri sál væri það óbærilegur harmleikur að hafa orðið slíkur örlagavaldur í lífi og dauða annars fólks. En Þórður iðrast einskis því þetta var ekki honum að kenna. Hann var nebblega ekki að taka framúr skiluru. Frá því aksturslag hans drap tvær manneskjur og örkumlaði barn hefur hann reyndar verið tekinn fyrir ofsaakstur níu sinnum. Kannski þýðir það sturlaðan akstur í hundrað skipti? Hinn fágaði héraðsdómur úrskurðaði þennan stórhættulega mann í eins árs fangelsi og svipti ökuréttindum í fjögur ár. Eftir þann tíma getur hann skellt sér aftur löglega á rúntinn. Samviskan tandurhrein, hann var ekki að taka framúr, manstu? Réttlætiskenndin æpir og veinar. Ef til vill gæti hið umburðarlynda réttarkerfi tileinkað sér aggalítið af taugaveikluninni fyrir norðan eða vestan. Sumar lífverur eru nefnilega hættulegar í alvörunni. Kannski ættum við ekki að dæma þær í kurteislegt fangelsi og svipta ökuleyfi, heldur senda í almennilega fjallgöngu í Skagafirði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun