Að reynast ekki vera þvottekta Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 10. maí 2008 07:00 Borgarstjóri ætlaði að sýna fram á að skoðanakannanir í upphafi ferils hans væru rangar. Nýr meirihluti og hann væru traustsins verðir og með því að láta verkin tala myndu borgarbúar sjá hversu nauðsynlegt það var að skipta um meirihluta í borginni. Það hefur verið pólitísk mantra borgarstjórans í hans pólitísku líftíð að hann sé heiðarlegur maður. Ekki sé hægt að efast um það sem hann geri, því hann sé svo heiðarlegur maður. Ráðvendni er góð, og á vel heima í pólitík. Það er meiri eftirspurn en framboð eftir heiðarleika í stjórnmálum. En þegar pólitísk sjálfsmynd byggist á því að vera þvottekta er fallið þeim mun hærra þegar í ljós kemur að undir niðri er bara gamaldags pólitíkus sem sér ekkert að því að úthluta vini sínum opinbert starf, fyrir góð laun. Borgarstjórinn virðist ekki átta sig á af hverju þessi nýja ráðning framkvæmdastjóra er eitthvað óeðlileg. Það er vissulega löglegt að ráða, óauglýst, í tímabundna stöðu. Vissulega geta verið ástæður til þess að ráða einstaklinga, án auglýsingar, í stuttan tíma. En þegar borgarstjóri ræður til sín á þann hátt einn af sínum fáu pólitískum samherjum, einstakling sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir hann í nefndum borgarinnar, lyftast augabrúnir. Ekki bætir úr skák að óljóst er hvað framkvæmdastjóri miðborgarinnar eigi að gera. Ef marka má viðtal við hann í gær virðist starf hans helst felast í að sjá til þess að rusl verði hirt í hverfinu. Ekki skýrði borgarstjóri málið frekar í sjónvarpsviðtali með því að segja að framkvæmdastjórinn myndi aðstoða sig við fleiri verkefni en bara hvað viðkemur miðborginni. Þá var það einnig mjög óheppilegt af borgarstjóra að segjast vonast til þess að framkvæmdastjórinn nýráðni myndi starfa út kjörtímabilið, en meira en ár er eftir af því. Lítið hefði heyrst ef fylgt hefði verið upphaflegri áætlun og einhver fundinn innan borgarkerfisins, sem tímabundið hefði átt að sinna þessu starfi. Það einfaldlega passar ekki við sjálfsmynd hans sem ærlegs stjórnmálamanns að eitthvað sé rangt við þessa ráðningu. En sjálfsmynd og veruleiki stemma ekki alltaf. Þetta nýjasta mál á borði borgarstjóra er ekki til þess fallið að efla traust borgarbúa á störfum hans og borgarstjórnar. Raunar er það svo að störf borgarstjórnar, og upphlaup í fjölmiðlum, eru alls ekki til þess fallin að efla traust borgarbúa á borgarstjórn. Það átti að láta verkin tala, endurtók borgarstjóri nokkuð oft og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku undir í kór. Helsta vandræðamál þessa kjörtímabils, REI-málið, er enn óleyst og ekki hægt að skilja borgarfulltrúa á annan hátt en að enginn viti hvernig eigi að leiða það til lykta. Þá er hætta á að skipulag Vatnsmýrarinnar verði að skipulagsslysi. Ekki vegna þess að vinningstillagan í samkeppninni sé svo skelfileg, heldur vegna þess að meirihlutinn í borginni getur illa komið sér saman um hvernig það eigi að vera. Til að ná trausti borgarbúa þarf meirihlutinn að fara að láta verkin tala og sýna að þetta sé meirihluti góðra verka. En þau góðu verk þurfa að fara réttar boðleiðir innan borgarkerfisins. Það er ekki nóg að segjast bara vera heiðarlegur og óska eftir trausti og vinnufrið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Borgarstjóri ætlaði að sýna fram á að skoðanakannanir í upphafi ferils hans væru rangar. Nýr meirihluti og hann væru traustsins verðir og með því að láta verkin tala myndu borgarbúar sjá hversu nauðsynlegt það var að skipta um meirihluta í borginni. Það hefur verið pólitísk mantra borgarstjórans í hans pólitísku líftíð að hann sé heiðarlegur maður. Ekki sé hægt að efast um það sem hann geri, því hann sé svo heiðarlegur maður. Ráðvendni er góð, og á vel heima í pólitík. Það er meiri eftirspurn en framboð eftir heiðarleika í stjórnmálum. En þegar pólitísk sjálfsmynd byggist á því að vera þvottekta er fallið þeim mun hærra þegar í ljós kemur að undir niðri er bara gamaldags pólitíkus sem sér ekkert að því að úthluta vini sínum opinbert starf, fyrir góð laun. Borgarstjórinn virðist ekki átta sig á af hverju þessi nýja ráðning framkvæmdastjóra er eitthvað óeðlileg. Það er vissulega löglegt að ráða, óauglýst, í tímabundna stöðu. Vissulega geta verið ástæður til þess að ráða einstaklinga, án auglýsingar, í stuttan tíma. En þegar borgarstjóri ræður til sín á þann hátt einn af sínum fáu pólitískum samherjum, einstakling sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir hann í nefndum borgarinnar, lyftast augabrúnir. Ekki bætir úr skák að óljóst er hvað framkvæmdastjóri miðborgarinnar eigi að gera. Ef marka má viðtal við hann í gær virðist starf hans helst felast í að sjá til þess að rusl verði hirt í hverfinu. Ekki skýrði borgarstjóri málið frekar í sjónvarpsviðtali með því að segja að framkvæmdastjórinn myndi aðstoða sig við fleiri verkefni en bara hvað viðkemur miðborginni. Þá var það einnig mjög óheppilegt af borgarstjóra að segjast vonast til þess að framkvæmdastjórinn nýráðni myndi starfa út kjörtímabilið, en meira en ár er eftir af því. Lítið hefði heyrst ef fylgt hefði verið upphaflegri áætlun og einhver fundinn innan borgarkerfisins, sem tímabundið hefði átt að sinna þessu starfi. Það einfaldlega passar ekki við sjálfsmynd hans sem ærlegs stjórnmálamanns að eitthvað sé rangt við þessa ráðningu. En sjálfsmynd og veruleiki stemma ekki alltaf. Þetta nýjasta mál á borði borgarstjóra er ekki til þess fallið að efla traust borgarbúa á störfum hans og borgarstjórnar. Raunar er það svo að störf borgarstjórnar, og upphlaup í fjölmiðlum, eru alls ekki til þess fallin að efla traust borgarbúa á borgarstjórn. Það átti að láta verkin tala, endurtók borgarstjóri nokkuð oft og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku undir í kór. Helsta vandræðamál þessa kjörtímabils, REI-málið, er enn óleyst og ekki hægt að skilja borgarfulltrúa á annan hátt en að enginn viti hvernig eigi að leiða það til lykta. Þá er hætta á að skipulag Vatnsmýrarinnar verði að skipulagsslysi. Ekki vegna þess að vinningstillagan í samkeppninni sé svo skelfileg, heldur vegna þess að meirihlutinn í borginni getur illa komið sér saman um hvernig það eigi að vera. Til að ná trausti borgarbúa þarf meirihlutinn að fara að láta verkin tala og sýna að þetta sé meirihluti góðra verka. En þau góðu verk þurfa að fara réttar boðleiðir innan borgarkerfisins. Það er ekki nóg að segjast bara vera heiðarlegur og óska eftir trausti og vinnufrið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun