Nagli Benedikts til Svíþjóðar 18. júlí 2008 06:00 Stuttmyndin Naglinn hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama. Stuttmyndin Naglinn, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama-kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í Svíþjóð í haust. Hátíðin er sérstaklega ætluð heimildar- og stuttmyndum og komust tvær íslenskar stuttmyndir inn í aðalkeppnina í ár. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson sem saman reka fyrirtækið Merkell. „Við funduðum með Benedikt í fyrra og ætluðum að framleiða fyrstu myndina hans, Takk fyrir hjálpið, en hún endaði hjá öðrum framleiðanda. Við fengum svo veður af Naglanum og leist ljómandi vel á handritið og ákváðum að framleiða hana," segir Þorkell um upphafið á samstarfinu við Benedikt. „Það eru stórleikarar í næstum öllum hlutverkum myndarinnar og tónlistarkonan vinsæla, Ragnhildur Gísladóttir, semur tónlistina fyrir hana." Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar, segir að hægt sé að skilja myndina á marga vegu en að í stuttu máli fjalli hún um dauða og kynlíf eins og allar góðar sögur. „Ég vil helst ekki segja of mikið, en sagan er um mann sem verður fyrir slysi og í kjölfar þess leysast úr læðingi innra með honum áður óþekkt öfl," segir Benedikt, en hann er jafnframt höfundur handritsins. Þrjár íslenskar heimildarmyndir voru einnig valdar til að taka þátt í hátíðinni og er heimildarmyndin Kjötborg þar á meðal. - sm Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stuttmyndin Naglinn, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, hefur verið valin í aðalkeppni Nordisk Panorama-kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í Svíþjóð í haust. Hátíðin er sérstaklega ætluð heimildar- og stuttmyndum og komust tvær íslenskar stuttmyndir inn í aðalkeppnina í ár. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson sem saman reka fyrirtækið Merkell. „Við funduðum með Benedikt í fyrra og ætluðum að framleiða fyrstu myndina hans, Takk fyrir hjálpið, en hún endaði hjá öðrum framleiðanda. Við fengum svo veður af Naglanum og leist ljómandi vel á handritið og ákváðum að framleiða hana," segir Þorkell um upphafið á samstarfinu við Benedikt. „Það eru stórleikarar í næstum öllum hlutverkum myndarinnar og tónlistarkonan vinsæla, Ragnhildur Gísladóttir, semur tónlistina fyrir hana." Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar, segir að hægt sé að skilja myndina á marga vegu en að í stuttu máli fjalli hún um dauða og kynlíf eins og allar góðar sögur. „Ég vil helst ekki segja of mikið, en sagan er um mann sem verður fyrir slysi og í kjölfar þess leysast úr læðingi innra með honum áður óþekkt öfl," segir Benedikt, en hann er jafnframt höfundur handritsins. Þrjár íslenskar heimildarmyndir voru einnig valdar til að taka þátt í hátíðinni og er heimildarmyndin Kjötborg þar á meðal. - sm
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira