Maður fólksins í landinu Þorsteinn Pálsson skrifar 6. september 2008 06:00 Orð geta stækkað menn og smækkað eftir atvikum. Orðið stækkaði Sigurbjörn Einarsson biskup. Hann var andans maður tuttugustu aldarinnar. Um það efast fáir. Síst er ofmælt að nafn hans sé við hlið þeirra sem fram til þessa hefur verið skipað á fremsta bekk kirkjusögunnar. En var Sigurbjörn Einarsson þá fyrst og fremst maður liðins tíma? Eða var hann ef til vill boðberi trúar sem ekki fangar lengur huga fólksins? Hvort tveggja eru þetta spurningar sem eðlilegt er að velta upp nú þegar lífshlaupi hans er lokið. Þegar að er gáð var ævi hans öfugt farið við flesta að því leyti að orð hans komst innar í hugskot þorra fólks eftir því sem aldur hans færðist nær því að fylla tíunda tuginn. Hann náði háum aldri en varð aldrei gamall í hugsun. Hitt er þó merkilegra að við ævilok náðu orð hans til Íslendinga tuttugustu og fyrstu aldarinnar jafnt sem hinna er nær honum stóðu í tíma. Sigurbjörn Einarsson þjónaði æðsta embætti íslensku þjóðkirkjunnar. Það gera ekki aðrir en þeir sem eitthvað er í spunnið. Hann óx vissulega af embættisverkum sínum. En áhrif hans helguðust ekki af embættisstöðunni. Hún er í sjálfu sér eins konar aukahlutverk þegar áorkan hans á samfélagið er vegin og metin. Með öðrum orðum var það ekki biskupsskrúðinn sem varð til þess að fólk lagði fremur við hlustir þegar hann talaði en aðrir menn. Það var andagift hans og skýrt íslenskt tungutak sem greiddi götu hans að huga og hjarta þjóðarinnar. Trúlega er rétt að hann hafi komist nær hjartarótum fleiri Íslendinga en nokkur samferðamaður hans. Einu gilti hvort menn fylgdu trúarskoðunum hans, höfðu um þær efasemdir eða létu þær sér í léttu rúmi liggja. Hann átti erindi við alla. Þannig var hann miklu meira en kirkjuleiðtogi. Í Sigurbirni Einarssyni var einnegin merkisberi íslenskrar menningar. Vel má vera að leyndardómurinn að baki áhrifavaldi orða hans felist í þeim einfalda veruleika að hann var alla tíð trúr uppruna sínum. Í honum var einhver merkileg blanda þeirrar hógværðar og lágu bursta sem einkenna skaftfellska sveitamenningu og mustera heimsmenningarinnar. Sigurbjörn Einarsson var forystumaður um endurreisn Skálholtsstaðar. Þar kom glöggt fram næmur skilningur á að sú mikla arfleifð trúar- og menningarsögu íslensku þjóðarinnar er ekki aðeins fyrir spjöld sögunnar. Hún er lifandi hluti samtímans og ein af undirstöðum framtíðarinnar. Því fer fjarri að Sigurbjörn Einarsson hafi alltaf mælt á þann veg sem vænta mátti að flestir vildu heyra. Orð hans gátu valdið vindsveipum í umræðunni. En þegar upp er staðið hafa flestir samferðamanna hans borið hlýjar tilfinningar í garð hans. Þjóðkirkja sem kveður slíkan mann er ekki einangruð. Kirkjan á hins vegar ekki sögu hans ein og sér. Á sinn hátt var Sigurbjörn Einarsson svo ríkur þáttur í sjálfsmynd Íslendinga að í sögunni verður hann maður fólksins í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Orð geta stækkað menn og smækkað eftir atvikum. Orðið stækkaði Sigurbjörn Einarsson biskup. Hann var andans maður tuttugustu aldarinnar. Um það efast fáir. Síst er ofmælt að nafn hans sé við hlið þeirra sem fram til þessa hefur verið skipað á fremsta bekk kirkjusögunnar. En var Sigurbjörn Einarsson þá fyrst og fremst maður liðins tíma? Eða var hann ef til vill boðberi trúar sem ekki fangar lengur huga fólksins? Hvort tveggja eru þetta spurningar sem eðlilegt er að velta upp nú þegar lífshlaupi hans er lokið. Þegar að er gáð var ævi hans öfugt farið við flesta að því leyti að orð hans komst innar í hugskot þorra fólks eftir því sem aldur hans færðist nær því að fylla tíunda tuginn. Hann náði háum aldri en varð aldrei gamall í hugsun. Hitt er þó merkilegra að við ævilok náðu orð hans til Íslendinga tuttugustu og fyrstu aldarinnar jafnt sem hinna er nær honum stóðu í tíma. Sigurbjörn Einarsson þjónaði æðsta embætti íslensku þjóðkirkjunnar. Það gera ekki aðrir en þeir sem eitthvað er í spunnið. Hann óx vissulega af embættisverkum sínum. En áhrif hans helguðust ekki af embættisstöðunni. Hún er í sjálfu sér eins konar aukahlutverk þegar áorkan hans á samfélagið er vegin og metin. Með öðrum orðum var það ekki biskupsskrúðinn sem varð til þess að fólk lagði fremur við hlustir þegar hann talaði en aðrir menn. Það var andagift hans og skýrt íslenskt tungutak sem greiddi götu hans að huga og hjarta þjóðarinnar. Trúlega er rétt að hann hafi komist nær hjartarótum fleiri Íslendinga en nokkur samferðamaður hans. Einu gilti hvort menn fylgdu trúarskoðunum hans, höfðu um þær efasemdir eða létu þær sér í léttu rúmi liggja. Hann átti erindi við alla. Þannig var hann miklu meira en kirkjuleiðtogi. Í Sigurbirni Einarssyni var einnegin merkisberi íslenskrar menningar. Vel má vera að leyndardómurinn að baki áhrifavaldi orða hans felist í þeim einfalda veruleika að hann var alla tíð trúr uppruna sínum. Í honum var einhver merkileg blanda þeirrar hógværðar og lágu bursta sem einkenna skaftfellska sveitamenningu og mustera heimsmenningarinnar. Sigurbjörn Einarsson var forystumaður um endurreisn Skálholtsstaðar. Þar kom glöggt fram næmur skilningur á að sú mikla arfleifð trúar- og menningarsögu íslensku þjóðarinnar er ekki aðeins fyrir spjöld sögunnar. Hún er lifandi hluti samtímans og ein af undirstöðum framtíðarinnar. Því fer fjarri að Sigurbjörn Einarsson hafi alltaf mælt á þann veg sem vænta mátti að flestir vildu heyra. Orð hans gátu valdið vindsveipum í umræðunni. En þegar upp er staðið hafa flestir samferðamanna hans borið hlýjar tilfinningar í garð hans. Þjóðkirkja sem kveður slíkan mann er ekki einangruð. Kirkjan á hins vegar ekki sögu hans ein og sér. Á sinn hátt var Sigurbjörn Einarsson svo ríkur þáttur í sjálfsmynd Íslendinga að í sögunni verður hann maður fólksins í landinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun