Körfubolti

Chris Paul getur komist í sögubækur í nótt

Chris Paul er einn afkastamesti boltaþjófur síðari ára í NBA
Chris Paul er einn afkastamesti boltaþjófur síðari ára í NBA NordicPhotos/GettyImages

Leikstjórnandinn Chris Paul getur í nótt jafnað yfir tuttugu ára gamalt met í NBA deildinni þegar lið hans New Orleans tekur á móti San Antonio Spurs.

Paul stal fimm boltum í sigri New Orleans á Memphis í gærkvöldi og hefur þar með stolið einum eða fleiri boltum í 105 leikjum í röð.

Paul jafnaði þar með met Alvin Robertson sem stal bolta í 105 leikjum í röð þegar hann lék með San Antonio frá nóvember 1985 til desember 1986.

Chris Paul er efstur í deildinni með 2,8 stolna bolta að meðaltali í leik.

"Það er gaman að eiga möguleika á að komast í metabækurnar, ég hef mjög gaman af svona metum. Það er ekki víst að nokkur fái möguleika á að endurtaka þetta í bráð," sagði Paul í samtali við AP.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×