Körfubolti

Shaq: Ég er enn besti miðherjinn í NBA

Tim Duncan og Shaquille O´Neal hafa unnið sjö af níu meistaratitlum í NBA frá árinu 2000
Tim Duncan og Shaquille O´Neal hafa unnið sjö af níu meistaratitlum í NBA frá árinu 2000 NordicPhotos/GettyImages

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Phoenix Suns segist enn vera besti miðherjinn í NBA deildinni þrátt fyrir að vera kominn af léttasta skeiði sem leikmaður.

O´Neal er 36 ára gamall og hefur nú sitt 17. tímabil í deildinni. Hann segist eiga skilið að vera kallaður sá besti vegna fyrri afreka sinna.

"Ég er bestur af því ég hef gert mest. Ég hef ekki áhyggjur af mönnum sem hafa unnið troðkeppnir eða eitthvað slíkt. Menn verða að vinna fleiri titla til að teljast betri. Þegar ég hætti, verður það af því þá er kominn tími á það - ekki vegna þess að einhver sé að rúlla mér upp á vellinum," sagði O´Neal.

Hann vill meina að aðeins einn stór maður í deildinni komist nálægt sér í þessum efnum.Það sé Tim Duncan hjá San Antonio Spurs, sem hefur unnið fjóra meistaratitla á ferlinum líkt og O´Neal.

"Sá eini sem hefur komist nálægt mér er herra Duncan, en hann er í raun ekki miðherji. Allt sem aðrir miðherjar í deildinni eru að gera er eitthvað sem ég hef þegar fundið upp," sagði O´Neal.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×