Tónlist

Gaman á Græna hattinum

Björgvin þenur strengi á Græna hattinum annað kvöld.
Mynd Fréttablaðið/
Björgvin þenur strengi á Græna hattinum annað kvöld. Mynd Fréttablaðið/

Það verður gaman á Græna hattinum um helgina: á föstudagskvöld er það Margrét Guðrúnar og Bandið hans pabba en þá sveit skipa ekki ómerkari menn en: Ásgeir Óskarsson (Pelican, Stuðmenn, Þursaflokkurinn) trommur, Björgvin Gíslason (Náttúra, Pelican), gítar, Tómas Tómasson (Stuðmenn, Þursaflokkurinn) bassi og Margrét Guðrúnar píanó og söngur. Efnið sem þau flytja er að mestu leyti lög og textar Margrétar sem eru blús- og poppblendin auk þess sem blúsættuð lög úr ýmsum áttum fá að fljóta með. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og opnar húsið kl.21.

Á laugardagskvöld er það svo stórsveitin Dúndurfréttir sem flytur „Dark side of the Moon" í heild sinni ásamt Andreu Gylfadóttur og Steinari Sigurðssyni saxófónleikara. Auk þess flytja þeir önnur stórvirki Pink Floyd eins og „Shine on you Crazy Diamond", „Comfortably Numb" o.fl.

Tvennir tónleikar verða haldnir, þeir fyrri kl.20.00 en þeir seinni kl.23.00. Húsið opnar kl.19.00. Miðasala er á midi.is.- pbb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.