Körfubolti

NBA beitir sektum fyrir leikaraskap

Anderson Varejao hjá Cleveland er einn þeirra sem gagnrýndir hafa verið fyrir leikræn tilþrif. Hér tekur hann dýfu gegn PJ Brown hjá Boston í úrslitakeppninni
Anderson Varejao hjá Cleveland er einn þeirra sem gagnrýndir hafa verið fyrir leikræn tilþrif. Hér tekur hann dýfu gegn PJ Brown hjá Boston í úrslitakeppninni NordcPhotos/GettyImages

Á fulltrúaþingi NBA deildarinnar í Orlando á dögunum var ákveðið að á næsta keppnistímabili verði leikmenn í deildinni sektaðir ef þeir gerast sekir um leikaraskap.

Leikrænir tilburðir, eða "flopping", hafa þótt færast í aukana í deildinni að undanförnu og þó þetta fyrirbæri hafi verið skrifað meira á útlenska leikmenn í deildinni, er það rétt að það er farið að hafa leiðindaáhrif á leikinn.

Forráðamenn deildarinnar hafa því ákveðið að bregðast við þessu fyrirbæri.

Ekki hefur verið gefið upp hvernig sektum og síðar jafnvel leikbönnum verður háttað, en tilvik sem þykja flokkast undir leikaraskap verða skráð sérstaklega og koma inn í skýrslur dómara eftir leiki.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×