Tónlist

Leika á Rosenberg

Margrét Eir Hjartardóttir Margrét tekur þátt í tónlistarverkefninu Thin Jim and the Castaways.
Margrét Eir Hjartardóttir Margrét tekur þátt í tónlistarverkefninu Thin Jim and the Castaways.

Hljómsveitin Thin Jim and the Castaways heldur tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg á miðvikudagskvöld kl. 21.

Í fréttatilkynningu vegna tónleikanna kemur þó fram að Thin Jim and the Castaways er ekki eiginleg hljómsveit, heldur fremur tónlistarverkefni þar sem hvert lag og hver texti kallar á þann söngvara eða hljóðfæraleikara sem hentar hverju sinni. Þannig fá þeir listamenn sem að verkefninu koma tækifæri til þess að stíga út úr viðjum vanans og leggja eitthvað nýtt til málanna.

Meðlimir verkefnisins eru þau Margrét Eir Hjartardóttir, Jökull Jörgensen, Birgir Ólafsson, Scott McLemore, Ragnar Emilsson og Arnar Jónsson. Þess má vænta að á miðvikudagskvöld stigi svo með þeim á svið ýmsir góðir gestir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.