Hundrað desibel - helvíti eða stuð? Jón Kaldal skrifar 13. júní 2008 10:05 Þegar opnunartími veitingahúsa í miðbænum var lengdur á sínum tíma var tilgangurinn að leysa vandamál. Nú vilja sumir þrengja hann á nýjan leik til að leysa vanda.Þegar opnunartími veitingahúsa í miðbænum var lengdur á sínum tíma var tilgangurinn að leysa vandamál. Nú vilja sumir þrengja hann á nýjan leik til að leysa vanda.Til upprifjunar var vandamálið, þegar staðirnir máttu ekki hafa opið lengur en til þrjú um helgar, að allir gestir þustu út á götur miðbæjarins á nánast sama tíma. Leigubílafloti borgarinnar annaði því engan veginn að flytja allt þetta fólk til síns heima. Algjör skortur á almenningssamgöngum að næturlagi var ekki til að bæta ástandið. Bærinn fylltist af veglausu fólki, sem var sérstaklega bagalegt í vondu veðri að vetri til. Eins og allir þekkja sem hafa þurft að híma undir vegg í slyddu eða éli eftir leigubíl.Rýmri opnunartími átti sem sagt að verða til þess að gestir miðbæjarins hyrfu úr bænum í smærri skömmtum jafnt og þétt fram undir morgun. Þessu til viðbótar var lengdum opnunartíma stefnt til höfuðs samkvæmum í heimahúsum eftir lokun skemmtistaða. Þá, eins og nú, voru fjölmargir enn í stuði klukkan þrjú að nóttu til og vildu ekki láta segja sér hvenær þeir ættu að hætta að skemmta sér. Þessi eftirpartí voru illa séð af nágrönnum gestgjafanna. Hver vill vera vakinn af værum blundi um miðja nótt við að græjurnar í íbúðinni við hliðina eru botnaðar og stigagangurinn undirlagður af fólki í leit að fjöri? Skiljanlega endaði slíkur gleðskapur gjarnan með því að lögreglan var kölluð til að skakka leikinn.Þessi einkasamkvæmi síðla nætur hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar veitingastöðum var leyft að hafa opið áfram fram á morgun fyrir hina skemmtanaglöðu. Leigubílavandinn í miðbænum minnkaði líka, þótt enn sé reyndar ansi langt í land með að samgöngur séu greiðar úr bænum að nóttu til um helgar.Það má því segja að árangurinn af lengdum opnunartíma hafi verið góður en þó ekki á öllum sviðum. Með rýmri opnunartíma sköpuðust ný vandamál, sem mögnuðust mjög þegar reykingabann á veitingahúsum gekk í gildi síðasta sumar.Umferðin í miðbænum að nóttu til stendur nú mun lengur yfir en þegar lokað var klukkan þrjú með tilheyrandi auknu ónæði fyrir þá sem eiga heima nálægt veitingahúsunum. Og eftir reykingabannið hefur gleðin í sumum tilvikum færst út á stétt. Dæmi eru um að hávaði fyrir utan veitingastað í miðbænum hafi mælst vel yfir hundrað desibel. Það er álíka og á góðum rokktónleikum.Borgaryfirvöld reyna nú að bregðast við þessari stöðu með því að skerða opnunartíma þeirra veitingahúsa sem eru í mestri nálægð við íbúðarbyggð. Það er skiljanleg og eðlileg aðgerð. Ef veitingamenn geta ekki hagað rekstrinum öðruvísi en að óbyggilegt verði í næsta nágrenni við þá þarf auðvitað að skerast í leikinn. Viðkomandi veitingamönnum er hins vegar ákveðin vorkunn. Segja má að þeir sitji í súpunni eftir þau mistök borgaryfirvalda að hafa í upphafi ekki sett stífari reglur um þá veitingastaði sem mega hafa opið fram á morgun. Þar efst á blaði hefði átt að vera ákveðin fjarlægð frá íbúðarbyggð.Almenn stytting opnunartíma er ekki lausnin. Slík aðgerð myndi bara vekja upp gömlu vandamálin. Það er hins vegar skynsamlegt að staðsetja veitingahús, sem geta ekki tryggt ákveðið næði, þar sem gleðskapurinn getur haft sinn gang án truflunar við aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Þegar opnunartími veitingahúsa í miðbænum var lengdur á sínum tíma var tilgangurinn að leysa vandamál. Nú vilja sumir þrengja hann á nýjan leik til að leysa vanda.Þegar opnunartími veitingahúsa í miðbænum var lengdur á sínum tíma var tilgangurinn að leysa vandamál. Nú vilja sumir þrengja hann á nýjan leik til að leysa vanda.Til upprifjunar var vandamálið, þegar staðirnir máttu ekki hafa opið lengur en til þrjú um helgar, að allir gestir þustu út á götur miðbæjarins á nánast sama tíma. Leigubílafloti borgarinnar annaði því engan veginn að flytja allt þetta fólk til síns heima. Algjör skortur á almenningssamgöngum að næturlagi var ekki til að bæta ástandið. Bærinn fylltist af veglausu fólki, sem var sérstaklega bagalegt í vondu veðri að vetri til. Eins og allir þekkja sem hafa þurft að híma undir vegg í slyddu eða éli eftir leigubíl.Rýmri opnunartími átti sem sagt að verða til þess að gestir miðbæjarins hyrfu úr bænum í smærri skömmtum jafnt og þétt fram undir morgun. Þessu til viðbótar var lengdum opnunartíma stefnt til höfuðs samkvæmum í heimahúsum eftir lokun skemmtistaða. Þá, eins og nú, voru fjölmargir enn í stuði klukkan þrjú að nóttu til og vildu ekki láta segja sér hvenær þeir ættu að hætta að skemmta sér. Þessi eftirpartí voru illa séð af nágrönnum gestgjafanna. Hver vill vera vakinn af værum blundi um miðja nótt við að græjurnar í íbúðinni við hliðina eru botnaðar og stigagangurinn undirlagður af fólki í leit að fjöri? Skiljanlega endaði slíkur gleðskapur gjarnan með því að lögreglan var kölluð til að skakka leikinn.Þessi einkasamkvæmi síðla nætur hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar veitingastöðum var leyft að hafa opið áfram fram á morgun fyrir hina skemmtanaglöðu. Leigubílavandinn í miðbænum minnkaði líka, þótt enn sé reyndar ansi langt í land með að samgöngur séu greiðar úr bænum að nóttu til um helgar.Það má því segja að árangurinn af lengdum opnunartíma hafi verið góður en þó ekki á öllum sviðum. Með rýmri opnunartíma sköpuðust ný vandamál, sem mögnuðust mjög þegar reykingabann á veitingahúsum gekk í gildi síðasta sumar.Umferðin í miðbænum að nóttu til stendur nú mun lengur yfir en þegar lokað var klukkan þrjú með tilheyrandi auknu ónæði fyrir þá sem eiga heima nálægt veitingahúsunum. Og eftir reykingabannið hefur gleðin í sumum tilvikum færst út á stétt. Dæmi eru um að hávaði fyrir utan veitingastað í miðbænum hafi mælst vel yfir hundrað desibel. Það er álíka og á góðum rokktónleikum.Borgaryfirvöld reyna nú að bregðast við þessari stöðu með því að skerða opnunartíma þeirra veitingahúsa sem eru í mestri nálægð við íbúðarbyggð. Það er skiljanleg og eðlileg aðgerð. Ef veitingamenn geta ekki hagað rekstrinum öðruvísi en að óbyggilegt verði í næsta nágrenni við þá þarf auðvitað að skerast í leikinn. Viðkomandi veitingamönnum er hins vegar ákveðin vorkunn. Segja má að þeir sitji í súpunni eftir þau mistök borgaryfirvalda að hafa í upphafi ekki sett stífari reglur um þá veitingastaði sem mega hafa opið fram á morgun. Þar efst á blaði hefði átt að vera ákveðin fjarlægð frá íbúðarbyggð.Almenn stytting opnunartíma er ekki lausnin. Slík aðgerð myndi bara vekja upp gömlu vandamálin. Það er hins vegar skynsamlegt að staðsetja veitingahús, sem geta ekki tryggt ákveðið næði, þar sem gleðskapurinn getur haft sinn gang án truflunar við aðra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun