Bestu stjórnmálamenn í heimi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 1. september 2008 12:30 Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður skrifaði pistil á heimasíðu sína í síðustu viku þar sem hann velti vöngum yfir því hvort setja ætti stjórnmálamönnum siðareglur en kemst ekki að afdráttarlausri niðurstöðu - er svo sem tilbúinn að skoða það en er ekki alveg viss og sér ýmis vanhöld á því að slíkt sé framkvæmanlegt. Í pistlinum víkur hann að því að erlendar rannsóknir á spillingu í stjórnmálum hafi leitt í ljós að „íslenska stjórnkerfið og íslenskir stjórnmálamenn séu lausir við spillingu og við stöndum flestum ef ekki öllum þjóðum framar í þeim efnum". Ef ekki öllum. Þetta er ekki ónýtt: Íslendingar eru ekki bara mestu fjármálasnillingar heims og bestu sjómennirnir og bestu handboltamennirnir og bestu skáldin - heldur líka bestu stjórnmálamennirnir. Það er afskaplega notalegt að ylja sér við slíka hugmynd í smástund, en svo fara því miður að renna á mann tvær grímur. Getur hugsast að á Íslandi sé einhvers konar spilling sem ekki mælist í þessum alþjóðlegu könnunum? FrændsemiráðningarVið vitum til að mynda öll um þær frændsemiráðningar sem hér hafa tíðkast um árabil í stjórnsýslunni og raunar víðar hjá þeim sem hafa mannaforráð. Þá ráða menn til dæmis börnin sín í sumarvinnu eða maka á skrifstofuna eða gera vinum og kunningjum þann greiða að ráða börn þeirra - maður hringir í mann og biður fyrir krakkann og talið auðsótt mál að verða við því. Þetta er svo sem ekki alvarleg spilling - og krakkarnir sem ráðnir eru verða síðan að standa sig sjálf og sanna sig - en hvort þetta samræmist fyllilega vönduðum stjórnsýsluháttum - eða sé til þess fallið að fá þann hæfasta í starfið hverju sinni - er óneitanlega vafamál. Og þegar menn hafa yfir eftirsóttum störfum að segja eru þessir siðir við útdeilingu gæða ef til vill farnir að leiða til verri niðurstöðu en ella væri. KlíkurHér eru klíkur. Hér eru skólasystkinaklíkur, íþróttafélagaklíkur, bernskuvinaklíkur, vinnustaðaklíkur, ættarklíkur, saumaklúbbaklíkur - og pólitískar klíkur. Innan hverrar klíku ríkja ákveðnar samskiptareglur og þar gera menn hver öðrum greiða. Menn hafa skyldur við klíkusystkin sem stundum virðast æðri skyldum við almannahagsmuni. Klíku-samskiptin virðast fara fram utan sjónlínu alþjóðlegra spillingarmæla - í partíum og sumarbústaðaferðum, á skíðum og í laxi - en eiga það eflaust til að menn hafa ekki almannahagsmuni endilega að leiðarljósi við úrlausn mála, heldur fremur hagsmuni klíkunnar. Allir Íslendingar þekkja það að fá eitthvað "í gegnum klíku" og almennt er það ekki talið til spillingar, þó að þar sé einum kippt fram fyrir annan í röðinni á annarlegum forsendum.Stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vill stytta sér leið að markmiðum sínum: hér hafa mannaráðningar farið óvenju eindregið fram á flokkspólitískum forsendum, og er enginn flokkur þar undanþeginn.Sérstök tegund af íslenskum ósiðum er svo laxveiðiferðirnar sem nýlega komust í sviðsljósið í kjölfar þess að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar fóru í slíka ferð á meðan Baugur hafði - tja - að minnsta kosti ána á leigu, en ekki fer á milli mála að fyrirtækið átti mikið undir velvild þeirra manna sem þarna munduðu stangir og skemmtu sér.Svona ferðir munu vera alsiða hér: mönnum er boðið í lax til að koma á persónulegum samskiptum og hafa áhrif á það hvernig þeir taka ákvarðanir sem varða þá sem bjóða upp á skemmtunina. Hættan við þetta er þá sú að viðkomandi stjórnmálamenn gleymi því að þeirra hlutverk er að standa vörð um almannahagsmuni og þeim ber að taka ákvarðanir sínar með þá að leiðarljósi og ekkert annað. Það er hætt við að þeir telji sjálfum sér trú um að hagsmunir almennings og laxveiðibjóðandans fari saman; þetta ruglar með öðrum orðum dómgreind þeirra.Meðal annarra orða: er algengt að stjórnmálamenn fari í laxveiði með fulltrúum fyrirtækja? Gæti ekki einhver blaðamaður skoðað gestabækur í helstu veiðihúsum landsins?Kannski að Sigurður Kári hafi rétt fyrir sér og að við Íslendingar eigum óspilltustu stjórnmálamenn í heimi. Vandinn er bara sá að við vitum það ekki: Það hefur ekki verið rannsakað og alþjóðamælingar virðast af einhverjum ástæðum ekki fyllilega marktækar. Og sennilega er betra fyrir alla - stjórnmálamennina jafnt sem okkur almenning - að ríki ljósar reglur um það hvað telst við hæfi og hvað ekki, en hitt að hver og einn eigi það undir sjálfum sér og sinni eigin dómgreind.Hún getur brugðist ótrúlegasta fólki - meira að segja íslenskum stjórnmálamönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður skrifaði pistil á heimasíðu sína í síðustu viku þar sem hann velti vöngum yfir því hvort setja ætti stjórnmálamönnum siðareglur en kemst ekki að afdráttarlausri niðurstöðu - er svo sem tilbúinn að skoða það en er ekki alveg viss og sér ýmis vanhöld á því að slíkt sé framkvæmanlegt. Í pistlinum víkur hann að því að erlendar rannsóknir á spillingu í stjórnmálum hafi leitt í ljós að „íslenska stjórnkerfið og íslenskir stjórnmálamenn séu lausir við spillingu og við stöndum flestum ef ekki öllum þjóðum framar í þeim efnum". Ef ekki öllum. Þetta er ekki ónýtt: Íslendingar eru ekki bara mestu fjármálasnillingar heims og bestu sjómennirnir og bestu handboltamennirnir og bestu skáldin - heldur líka bestu stjórnmálamennirnir. Það er afskaplega notalegt að ylja sér við slíka hugmynd í smástund, en svo fara því miður að renna á mann tvær grímur. Getur hugsast að á Íslandi sé einhvers konar spilling sem ekki mælist í þessum alþjóðlegu könnunum? FrændsemiráðningarVið vitum til að mynda öll um þær frændsemiráðningar sem hér hafa tíðkast um árabil í stjórnsýslunni og raunar víðar hjá þeim sem hafa mannaforráð. Þá ráða menn til dæmis börnin sín í sumarvinnu eða maka á skrifstofuna eða gera vinum og kunningjum þann greiða að ráða börn þeirra - maður hringir í mann og biður fyrir krakkann og talið auðsótt mál að verða við því. Þetta er svo sem ekki alvarleg spilling - og krakkarnir sem ráðnir eru verða síðan að standa sig sjálf og sanna sig - en hvort þetta samræmist fyllilega vönduðum stjórnsýsluháttum - eða sé til þess fallið að fá þann hæfasta í starfið hverju sinni - er óneitanlega vafamál. Og þegar menn hafa yfir eftirsóttum störfum að segja eru þessir siðir við útdeilingu gæða ef til vill farnir að leiða til verri niðurstöðu en ella væri. KlíkurHér eru klíkur. Hér eru skólasystkinaklíkur, íþróttafélagaklíkur, bernskuvinaklíkur, vinnustaðaklíkur, ættarklíkur, saumaklúbbaklíkur - og pólitískar klíkur. Innan hverrar klíku ríkja ákveðnar samskiptareglur og þar gera menn hver öðrum greiða. Menn hafa skyldur við klíkusystkin sem stundum virðast æðri skyldum við almannahagsmuni. Klíku-samskiptin virðast fara fram utan sjónlínu alþjóðlegra spillingarmæla - í partíum og sumarbústaðaferðum, á skíðum og í laxi - en eiga það eflaust til að menn hafa ekki almannahagsmuni endilega að leiðarljósi við úrlausn mála, heldur fremur hagsmuni klíkunnar. Allir Íslendingar þekkja það að fá eitthvað "í gegnum klíku" og almennt er það ekki talið til spillingar, þó að þar sé einum kippt fram fyrir annan í röðinni á annarlegum forsendum.Stjórnmálaflokkarnir hafa verið kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vill stytta sér leið að markmiðum sínum: hér hafa mannaráðningar farið óvenju eindregið fram á flokkspólitískum forsendum, og er enginn flokkur þar undanþeginn.Sérstök tegund af íslenskum ósiðum er svo laxveiðiferðirnar sem nýlega komust í sviðsljósið í kjölfar þess að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og þáverandi stjórnarformaður Orkuveitunnar fóru í slíka ferð á meðan Baugur hafði - tja - að minnsta kosti ána á leigu, en ekki fer á milli mála að fyrirtækið átti mikið undir velvild þeirra manna sem þarna munduðu stangir og skemmtu sér.Svona ferðir munu vera alsiða hér: mönnum er boðið í lax til að koma á persónulegum samskiptum og hafa áhrif á það hvernig þeir taka ákvarðanir sem varða þá sem bjóða upp á skemmtunina. Hættan við þetta er þá sú að viðkomandi stjórnmálamenn gleymi því að þeirra hlutverk er að standa vörð um almannahagsmuni og þeim ber að taka ákvarðanir sínar með þá að leiðarljósi og ekkert annað. Það er hætt við að þeir telji sjálfum sér trú um að hagsmunir almennings og laxveiðibjóðandans fari saman; þetta ruglar með öðrum orðum dómgreind þeirra.Meðal annarra orða: er algengt að stjórnmálamenn fari í laxveiði með fulltrúum fyrirtækja? Gæti ekki einhver blaðamaður skoðað gestabækur í helstu veiðihúsum landsins?Kannski að Sigurður Kári hafi rétt fyrir sér og að við Íslendingar eigum óspilltustu stjórnmálamenn í heimi. Vandinn er bara sá að við vitum það ekki: Það hefur ekki verið rannsakað og alþjóðamælingar virðast af einhverjum ástæðum ekki fyllilega marktækar. Og sennilega er betra fyrir alla - stjórnmálamennina jafnt sem okkur almenning - að ríki ljósar reglur um það hvað telst við hæfi og hvað ekki, en hitt að hver og einn eigi það undir sjálfum sér og sinni eigin dómgreind.Hún getur brugðist ótrúlegasta fólki - meira að segja íslenskum stjórnmálamönnum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun