Tímaskekkju-tuddaskapur Auðunn Arnórsson skrifar 1. september 2008 12:45 Kalt stríð. Þessi uppvaknings-frasi frá síðustu öld tröllreið heimsfréttunum og allri umræðu um alþjóðamál alla síðastliðna viku. Tilefnið er sú atburðarás sem fylgt hefur í kjölfar leifturstríðs Rússa í Georgíu, sem Saakashvili Georgíuforseti gaf þeim ástæðu til að hefja er hann ákvað þann 7. ágúst að freista þess að beita her sínum til að ná aftur yfirráðum yfir aðskilnaðarhéraðinu Suður-Ossetíu. Hin yfirdrifna beiting hervalds sem Rússar létu dynja á Georgíumönnum í refsingarskyni fyrir að reyna að viðhalda einingu ríkis síns og fyrir að freista þess að fá til þess atbeina Vesturveldanna, einkum og sér í lagi Bandaríkjanna, hefur skapað aðstæður sem sumir vilja líkja við kalt stríð. En réttlætir atburðarásin að þessi frasi frá liðnum tímum skuli nú vakinn upp á ný? Með því mælir hve hörð orð hafa fallið á báða bóga, milli ráðamanna í Moskvu og leiðtoga Vesturlanda. En það er líka ýmislegt sem mælir á móti því að þessi frasi - sem hingað til hefur eingöngu átt við samskipti risaveldanna tveggja, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, og bandamanna þeirra á þeirri tæplega hálfu öld sem þessar tvær blokkir stóðu kjarnorkuvígbúnar hvor gegn annarri - skuli notaður til að lýsa þeirri auknu hörku sem nú er hlaupin í samskipti Rússlands og Vesturlanda. Sumir segja að með framgöngu sinni í Georgíu hafi Rússar sýnt mátt sinn og megin og opinberað vanmátt Atlantshafsbandalagsins til að verða að haldbæru liði þjóðum á sögulegu „áhrifasvæði" Moskvuvaldsins, sem sýnt hafa vilja til að ganga í bandalagið. Rússar hafi með öðrum orðum komið skýrum skilaboðum til umheimsins: þeim refsast sem ekki virða vilja ráðamanna í Moskvu. En hvað hafa Rússar í raun sannað með hernaði sínum í Georgíu? Að þeir geta tuddast með nágranna-smáþjóð? Þjónar það heildarhagsmunum Rússa að sýna umheiminum að þeir hiki ekki við að sýna litlum grannþjóðum tuddaskap? Efla þeir með því tilkall sitt til að vera ein af forystuþjóðum heimsins á 21. öld? Auðvitað ekki. Raunar liggur nær að skilja þennan tuddaskap Rússa sem vott um allt annað en styrkleika. Að hann beri frekar vott um komplexa sem þjaki valdhafa í Moskvu yfir því að veldi þeirra er aðeins svipur hjá sjón í samanburði við það sem alræðisstjórnin á sovéttímanum réði yfir. Þeim finnst Rússland hafa gengið í gegnum mikið niðurlægingartímabil og telja að leiðin til að reisa landið upp úr því sé að sýna sem mestan hernaðarmátt. Og stunda kalt orðastríð við „óvininn" í vestri, með þennan hernaðarmátt og olíu- og gasauð sér að baki. Sá auður er þó langtímaefnahag Rússlands skammgóður vermir. Á sama tíma er almannaþjónustukerfi landsins í molum, sem endurspeglast meðal annars í snarlækkuðum lífslíkum Rússa og örri fækkun þeirra. Auðvitað eru það sameiginlegir hagsmunir Rússa, grannþjóða þeirra og Vesturlanda að vinna saman að því að styrkja réttarríkis- og lýðræðisþróun sem og efnahagslega uppbyggingu og viðskipti, ekki sízt í þeim löndum sem áður tilheyrðu Austurblokkinni enda súpa þau enn fátæktarseyðið af arfleifð valdstjórnar og spillts og óskilvirks áætlanabúskapar. Tilhneiging til tuddaskapar í krafti olíuauðs og hernaðarmáttar má ekki byrgja mönnum sýn á þessa sameiginlegu hagsmuni, hvorki í Moskvu né höfuðborgum Vesturlanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun
Kalt stríð. Þessi uppvaknings-frasi frá síðustu öld tröllreið heimsfréttunum og allri umræðu um alþjóðamál alla síðastliðna viku. Tilefnið er sú atburðarás sem fylgt hefur í kjölfar leifturstríðs Rússa í Georgíu, sem Saakashvili Georgíuforseti gaf þeim ástæðu til að hefja er hann ákvað þann 7. ágúst að freista þess að beita her sínum til að ná aftur yfirráðum yfir aðskilnaðarhéraðinu Suður-Ossetíu. Hin yfirdrifna beiting hervalds sem Rússar létu dynja á Georgíumönnum í refsingarskyni fyrir að reyna að viðhalda einingu ríkis síns og fyrir að freista þess að fá til þess atbeina Vesturveldanna, einkum og sér í lagi Bandaríkjanna, hefur skapað aðstæður sem sumir vilja líkja við kalt stríð. En réttlætir atburðarásin að þessi frasi frá liðnum tímum skuli nú vakinn upp á ný? Með því mælir hve hörð orð hafa fallið á báða bóga, milli ráðamanna í Moskvu og leiðtoga Vesturlanda. En það er líka ýmislegt sem mælir á móti því að þessi frasi - sem hingað til hefur eingöngu átt við samskipti risaveldanna tveggja, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, og bandamanna þeirra á þeirri tæplega hálfu öld sem þessar tvær blokkir stóðu kjarnorkuvígbúnar hvor gegn annarri - skuli notaður til að lýsa þeirri auknu hörku sem nú er hlaupin í samskipti Rússlands og Vesturlanda. Sumir segja að með framgöngu sinni í Georgíu hafi Rússar sýnt mátt sinn og megin og opinberað vanmátt Atlantshafsbandalagsins til að verða að haldbæru liði þjóðum á sögulegu „áhrifasvæði" Moskvuvaldsins, sem sýnt hafa vilja til að ganga í bandalagið. Rússar hafi með öðrum orðum komið skýrum skilaboðum til umheimsins: þeim refsast sem ekki virða vilja ráðamanna í Moskvu. En hvað hafa Rússar í raun sannað með hernaði sínum í Georgíu? Að þeir geta tuddast með nágranna-smáþjóð? Þjónar það heildarhagsmunum Rússa að sýna umheiminum að þeir hiki ekki við að sýna litlum grannþjóðum tuddaskap? Efla þeir með því tilkall sitt til að vera ein af forystuþjóðum heimsins á 21. öld? Auðvitað ekki. Raunar liggur nær að skilja þennan tuddaskap Rússa sem vott um allt annað en styrkleika. Að hann beri frekar vott um komplexa sem þjaki valdhafa í Moskvu yfir því að veldi þeirra er aðeins svipur hjá sjón í samanburði við það sem alræðisstjórnin á sovéttímanum réði yfir. Þeim finnst Rússland hafa gengið í gegnum mikið niðurlægingartímabil og telja að leiðin til að reisa landið upp úr því sé að sýna sem mestan hernaðarmátt. Og stunda kalt orðastríð við „óvininn" í vestri, með þennan hernaðarmátt og olíu- og gasauð sér að baki. Sá auður er þó langtímaefnahag Rússlands skammgóður vermir. Á sama tíma er almannaþjónustukerfi landsins í molum, sem endurspeglast meðal annars í snarlækkuðum lífslíkum Rússa og örri fækkun þeirra. Auðvitað eru það sameiginlegir hagsmunir Rússa, grannþjóða þeirra og Vesturlanda að vinna saman að því að styrkja réttarríkis- og lýðræðisþróun sem og efnahagslega uppbyggingu og viðskipti, ekki sízt í þeim löndum sem áður tilheyrðu Austurblokkinni enda súpa þau enn fátæktarseyðið af arfleifð valdstjórnar og spillts og óskilvirks áætlanabúskapar. Tilhneiging til tuddaskapar í krafti olíuauðs og hernaðarmáttar má ekki byrgja mönnum sýn á þessa sameiginlegu hagsmuni, hvorki í Moskvu né höfuðborgum Vesturlanda.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun