Körfubolti

Luol Deng samdi við Chicago Bulls

Luol Deng mun spila undir stjórn Vinnie Del Negro í vetur
Luol Deng mun spila undir stjórn Vinnie Del Negro í vetur NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Luol Deng hjá Chicago Bulls hefur náð samkomulagi við félagið um að framlengja samning sinn um sex ár. Talið er að hann fái á bilinu 70-80 milljónir dollara í laun á samningstímanum.

Samningaviðræðurnar höfðu gengið hægt og illa, en nú hefur Chicago loksins náð samningum við sinn sterkasta leikmann.

Deng er fæddur í Súdan og ólst að hluta til upp í Egyptalandi, en er með enskt vegabréf í dag.

Chicago gekk mjög illa á síðustu leiktíð eftir fínt ár þar á undan og vandræðagangurinn á liðinu endurspeglaðist í leik Deng.

Tveir þjálfarar voru reknir frá félaginu á síðustu leiktíð og félagið réði í sumar hinn óreynda Vinnie Del Negro sem aðalþjálfara.

Luol Deng skoraði að meðaltali 17 stig í leik á síðustu leiktíð eftir að hafa slegið í gegn og skorað tæp 19 stig í leik árið á undan.

Chicago datt í lukkupottinn í sumar þegar félagið nældi í Derrick Rose með fyrsta valréttinum í nýliðavalinu og því ríkir nokkur bjartsýni í herbúðum liðsins fyrir komandi vetur. 



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×