Rónaspónar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 18. apríl 2008 06:00 Þar sem miðborg Reykjavíkur var orðin hættuleg að mati nítjándualdargötumyndarmannsins og ekki þverfótað fyrir sprautunálum og sjónvarpsvænum sveðjumorðingjum á Laugavegi, var ekki seinna vænna en borgaryfirvöld efndu til ímyndarherferðar og hreinsunarátaks. Til liðs við sig fengu þau nokkra holdgervinga íslenska draumsins, menn sem hafa efnast á að láta hús í miðborginni drabbast niður og selja þau á mun hærra verði en þau voru keypt. Svo segir Intrum okkur að gera ekki ekki neitt! Skeytingarleysi verktaka er í sumum tilfellum allt að því aðdáunarvert. Það vill nefnilega stundum gleymast að þótt vanræksla húsa sé arðbær iðja er hún tímafrek og kostar skuldbindingu og fórnir á borð við það að afneita samfélagslegri ábyrgðartilfinningu og sjá á eftir sómakennd sinni. Gerum ekki lítið úr því. En nú er búið að blása í eins og eina fjölmiðlavæna aðgerðaáætlun og sjá! Þeim sem heimsækja miðborgina dylst ekki hversu mikið borg og verktökum er í mun að fegra ásýnd hennar. Til að sýna metnað sinn í verki hafa þau byrgt með ljósum spónaplötum fyrir glugga og dyr rúðulausu kumbaldanna. Ekki aðeins eru spónaplöturnar fagrar á að líta heldur hafa þær einnig reynst þrautseigar gegn þeirri plágu sem hústakandi útigangsfólk er orðið. Hvað sem öllu krepputali líður er góðæri hjá timbursölum, sem hafa ekki undan að afgreiða rónaspónana. „Miklu áhrifaríkara en hænsnanet," hugsaði stoltur hreysiseigandi á Hverfisgötu, þar sem ógæfumaður fann þverrandi kröftum sínum viðnám á geirnegldum útidyrum. Nú er þess ekki lengi að bíða að Reykjavík verði fyrsta rónalausa höfuðborg Evrópu - þegar rónarnir sjá að þeir eiga í engin hús að venda hætta þeir auðvitað þessari vitleysu og fá sér vinnu. Nýju spónavirkin fá að hrörna áfram án liðsinnis þeirra. Miðað við framtakssemi borgaryfirvalda í skipulagsmálum undanfarin ár eru hins vegar meiri líkur en minni á því að spónaplöturnar séu komnar til að vera, að minnsta kosti í nokkur ár, jafnvel lengur. Þegar loksins næst „þverpólitísk sátt" um hvað eigi að gera er ekki loku fyrir það skotið að heil kynslóð borgarbúa hafi vaxið úr grasi sem þekki ekkert annað en spónaðan miðbæ og vilji verja þá götumynd með kjafti og klóm. Borgarstjóri ætti að gæta að þeirri arfleifð sem hann skilur eftir sig. Hver veit hvað mönnum á eftir að detta í hug að varðveita? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þar sem miðborg Reykjavíkur var orðin hættuleg að mati nítjándualdargötumyndarmannsins og ekki þverfótað fyrir sprautunálum og sjónvarpsvænum sveðjumorðingjum á Laugavegi, var ekki seinna vænna en borgaryfirvöld efndu til ímyndarherferðar og hreinsunarátaks. Til liðs við sig fengu þau nokkra holdgervinga íslenska draumsins, menn sem hafa efnast á að láta hús í miðborginni drabbast niður og selja þau á mun hærra verði en þau voru keypt. Svo segir Intrum okkur að gera ekki ekki neitt! Skeytingarleysi verktaka er í sumum tilfellum allt að því aðdáunarvert. Það vill nefnilega stundum gleymast að þótt vanræksla húsa sé arðbær iðja er hún tímafrek og kostar skuldbindingu og fórnir á borð við það að afneita samfélagslegri ábyrgðartilfinningu og sjá á eftir sómakennd sinni. Gerum ekki lítið úr því. En nú er búið að blása í eins og eina fjölmiðlavæna aðgerðaáætlun og sjá! Þeim sem heimsækja miðborgina dylst ekki hversu mikið borg og verktökum er í mun að fegra ásýnd hennar. Til að sýna metnað sinn í verki hafa þau byrgt með ljósum spónaplötum fyrir glugga og dyr rúðulausu kumbaldanna. Ekki aðeins eru spónaplöturnar fagrar á að líta heldur hafa þær einnig reynst þrautseigar gegn þeirri plágu sem hústakandi útigangsfólk er orðið. Hvað sem öllu krepputali líður er góðæri hjá timbursölum, sem hafa ekki undan að afgreiða rónaspónana. „Miklu áhrifaríkara en hænsnanet," hugsaði stoltur hreysiseigandi á Hverfisgötu, þar sem ógæfumaður fann þverrandi kröftum sínum viðnám á geirnegldum útidyrum. Nú er þess ekki lengi að bíða að Reykjavík verði fyrsta rónalausa höfuðborg Evrópu - þegar rónarnir sjá að þeir eiga í engin hús að venda hætta þeir auðvitað þessari vitleysu og fá sér vinnu. Nýju spónavirkin fá að hrörna áfram án liðsinnis þeirra. Miðað við framtakssemi borgaryfirvalda í skipulagsmálum undanfarin ár eru hins vegar meiri líkur en minni á því að spónaplöturnar séu komnar til að vera, að minnsta kosti í nokkur ár, jafnvel lengur. Þegar loksins næst „þverpólitísk sátt" um hvað eigi að gera er ekki loku fyrir það skotið að heil kynslóð borgarbúa hafi vaxið úr grasi sem þekki ekkert annað en spónaðan miðbæ og vilji verja þá götumynd með kjafti og klóm. Borgarstjóri ætti að gæta að þeirri arfleifð sem hann skilur eftir sig. Hver veit hvað mönnum á eftir að detta í hug að varðveita?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun