Körfubolti

Indiana skellti meisturunum

Danny Granger skorar hér í leiknum gegn Boston í nótt
Danny Granger skorar hér í leiknum gegn Boston í nótt NordicPhotos/GettyImages

Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Óvæntustu úrslit kvöldsins voru líklega stórsigur Indiana á meisturum Boston 95-79.

Danny Granger fór fyrir liði Indiana með 20 stig en Kevin Garnett var með 18 stig og 14 fráköst hjá Boston sem tapaði sínum fyrsta leik í deildinni.

Atlanta byrjar leiktíðina 2-0 í fyrsta skipti í áratug eftir 95-88 sigur á Philadelphia. Thaddeus Young skoraði 22 stig fyrir Philadelphia en Joe Johnson var frábær hjá Atlanta og setti 35 stig.

New Orleans lagði Cleveland 104-92. Zydrunas Ilgauskas skoraði 18 stig fyrir Cleveland og LeBron James var með 15 stig og 13 stoðsendingar, en Chris Paul var atkvæðamestur hjá New Orleans með 24 stig og 15 stoðsendingar og David West skoraði 25 stig.

Houston vann þriðja leikinn í röð þeagr það lagði Oklahoma 89-77. Tracy McGrady skoraði 22 stig fyrir Houston en Kevin Durant 26 hjá Oklahoma.

LA Lakers vann sömuleiðis þriðja leikinn í röð í upphafi leiktíðar með því að leggja Denver á útivelli 104-97. Kobe Bryant skoraði megnið af 33 stigum sínum í síðari hálfleik þegar Lakers stakk af og tryggði sér sigur. Anthony Carter var stigahæstur hjá Denver með 20 stig en Carmelo Anthony spilaði sinn fyrsta leik í vetur fyrir liðið eftir að hafa verið í banni í fyrstu tveimur. Hann náði sér aldrei á strik og skoraði 13 stig líkt og Allen Iverson.

Phoenix lagði Portland 107-96. Amare Stoudemire skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix en Brandon Roy og Rudy Fernandez settu 20 hvor fyrir Portland.

Önnur úrslit í nótt urðu þau að Orlando lagði Sacramento 121-103, Charlotte lagði Miami 100-87, Detroit lagði Washington 117-109, Golden State lagði New Jersey á útivelli 105-97, Dallas lagði Minnesota úti 95-85, Toronto skellti Milwaukee úti 91-87 og Utah lagði Clippers heima 101-79.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×