Pjatla fyrir píku Gerður Kristný skrifar 6. júní 2008 05:00 Þegar Krúttkynslóðin tók að vekja athygli fjölmiðla nefndi hún engar steikur þegar hún var spurð um uppáhaldsmatinn sinn. Henni þótti súkkulaðikaka og mjólk best. Eins og hlédrægt sveitafólk nýkomið til byggða vildi það ómögulega láta hafa neitt fyrir sér og hvíslaði óöruggt í hljóðnemann. Þetta hæfileikaríka fólk virtist of gott fyrir þennan heim og af frásögnum þess sjálfs að dæma virtist því líða best á árabáti á leiðinni út í afskekktan vita þar sem það gat sinnt list sinni í friði, ekki ólíkt Múmínpabba. Í vetur kom upp sá kvittur að krúttin væru dauð. Því var haldið fram í blaðagreinum og ung kona hannaði tískulínu til að sanna þessa andlátsfrétt en auðvitað var hún ótímabær. Krúttin er spræk sem aldrei fyrr. Nýverið komst hún í fréttir þegar myndband Sigur Rósar var bannað á YouTube því þar sést allsbert fólk að leik. Viðbrögð trommarans voru eftirfarandi í 24 stundum: „Þetta er alveg dæmigert. Við bjuggumst alveg við einhverju svona. Það virðist vera allt í lagi að sýna fáklæddar konur að glenna sig, eins [sic] lengi og það er einhver pjatla fyrir píkunni á þeim ... Þarna er bara fallegt fólk að leika sér í sakleysi sínu, ekkert gróft." Pjatla fyrir píku, sagði maðurinn. Það er nákvæmlega það sem oft skilur á milli feigs og ófeigs en samanburðurinn við það sem annars er í boði á músíkstöðvunum er auðvitað athyglisverður. Músíkstöð Skífunnar spilar myndbandið bara á kvöldin og á næturnar en leikur samt nýjasta lag Ushers „Love in this Club" þar sem hann kveðst ólmur vilja stunda kynmök á skemmtistað. Er það ekki annars kolólöglegt? Í lok myndbandsins sést Usher munda sig til við að hafa mök við konu upp við vegg. Auðvitað er það túlkunaratriði hvort hann ætli að ganga svo langt en í ljósi þess sem hann hefur endurtekið í sífellu í laginu eru sterkar líkur á einbeittum brotavilja. Konan hins vegar hverfur og þá er Usher kallinn meira en lítið kjánalegur upp við vegginn. Auðvitað á Skífan að sýna myndband Sigur Rósar kinnroðalaust. Krúttkynslóðin á það inni hjá okkur að henni sé sýnd virðing annars hverfur hún bara - jafnvel deyr. Ekki get ég hugsað þá hugsun til enda að eitthvað jafnfagurt og hugarheimur krúttanna gufi bara upp. Þegar krúttefnisjafna þarf alla kaldhæðnina sem þrífst í þessum heimi er gott að búa að Sigur Rós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Þegar Krúttkynslóðin tók að vekja athygli fjölmiðla nefndi hún engar steikur þegar hún var spurð um uppáhaldsmatinn sinn. Henni þótti súkkulaðikaka og mjólk best. Eins og hlédrægt sveitafólk nýkomið til byggða vildi það ómögulega láta hafa neitt fyrir sér og hvíslaði óöruggt í hljóðnemann. Þetta hæfileikaríka fólk virtist of gott fyrir þennan heim og af frásögnum þess sjálfs að dæma virtist því líða best á árabáti á leiðinni út í afskekktan vita þar sem það gat sinnt list sinni í friði, ekki ólíkt Múmínpabba. Í vetur kom upp sá kvittur að krúttin væru dauð. Því var haldið fram í blaðagreinum og ung kona hannaði tískulínu til að sanna þessa andlátsfrétt en auðvitað var hún ótímabær. Krúttin er spræk sem aldrei fyrr. Nýverið komst hún í fréttir þegar myndband Sigur Rósar var bannað á YouTube því þar sést allsbert fólk að leik. Viðbrögð trommarans voru eftirfarandi í 24 stundum: „Þetta er alveg dæmigert. Við bjuggumst alveg við einhverju svona. Það virðist vera allt í lagi að sýna fáklæddar konur að glenna sig, eins [sic] lengi og það er einhver pjatla fyrir píkunni á þeim ... Þarna er bara fallegt fólk að leika sér í sakleysi sínu, ekkert gróft." Pjatla fyrir píku, sagði maðurinn. Það er nákvæmlega það sem oft skilur á milli feigs og ófeigs en samanburðurinn við það sem annars er í boði á músíkstöðvunum er auðvitað athyglisverður. Músíkstöð Skífunnar spilar myndbandið bara á kvöldin og á næturnar en leikur samt nýjasta lag Ushers „Love in this Club" þar sem hann kveðst ólmur vilja stunda kynmök á skemmtistað. Er það ekki annars kolólöglegt? Í lok myndbandsins sést Usher munda sig til við að hafa mök við konu upp við vegg. Auðvitað er það túlkunaratriði hvort hann ætli að ganga svo langt en í ljósi þess sem hann hefur endurtekið í sífellu í laginu eru sterkar líkur á einbeittum brotavilja. Konan hins vegar hverfur og þá er Usher kallinn meira en lítið kjánalegur upp við vegginn. Auðvitað á Skífan að sýna myndband Sigur Rósar kinnroðalaust. Krúttkynslóðin á það inni hjá okkur að henni sé sýnd virðing annars hverfur hún bara - jafnvel deyr. Ekki get ég hugsað þá hugsun til enda að eitthvað jafnfagurt og hugarheimur krúttanna gufi bara upp. Þegar krúttefnisjafna þarf alla kaldhæðnina sem þrífst í þessum heimi er gott að búa að Sigur Rós.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun