Afmörkuð listaverk? Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. september 2008 06:45 Kristinn E. Hrafnsson, myndlistarmaður og stjórnarmaður í LHÍ, skrifaði grein í Moggann 8. september þar sem hann átelur þau sem lýst hafa efasemdum um nýbyggingu Listaháskólans á Laugavegi. Hann krefst þess að byggingin sé „glæsilegt mannvirki" og sakar fólk um áhugaleysi, þekkingarskort og leti, segir að þau láti „hjá líða að rýna í formfræði, fagurfræði og hugmyndagrunn byggingarinnar". Að kunna húsískuHvað táknar það? Maður þarf að kunna að lesa húsið - maður þarf að kunna húsísku - maður þarf að gangast inn á forsendur arkitektanna. Maður á að vita að „hugtökin stór, hár, langur og mjór hafa ekki merkingu ein og sér og þess vegna eru innri hlutföll það eina sem byggjandi er á þegar rýnt er í afmörkuð listaverk". Þarna er komin skýringin á því hvers vegna hús á Íslandi tala aldrei saman en láta ævinlega eins og þau standi alveg stök: þau eru „afmörkuð listaverk" og aðeins „innri hlutföll" þeirra sjálfra skipta máli. Götumynd er hins vegar að sögn Kristins E. ekki „listaverk í sjálfu sér og því er hún eðlilega breytingum háð, hún er síbreytileg mósaík sögunnar". Þetta er vel orðað. En maður hefði ætlað að myndlistarmaðurinn Kristinn E. Hrafnsson áttaði sig á því að mósaík snýst einmitt um heildarsvipinn. Ein flís er bundin annarri og fær merkingu sína af öllum hinum en hefur enga sérstaka merkingu ein og sér. „Innri hlutföll" hverrar flísar skipta að vísu máli en alltaf í samspili og samtali við allar hinar. Kristinn sakar fólk sem ekki er sammála honum um að vera óviðræðuhæft og latt (alveg séríslensk ásökun: að skilningur sé eitthvert dugnaðarspursmál) og talar um „tilfinninga- og álitamál" eins og talsmaður Landsvirkjunar. Meðal hinna fávísu letingja sem hann nefnir er Gunnar Harðarson, heimspekingur og ljóðskáld, sem hefur raunar kennt listheimspeki við LHÍ. Í grein sinni í Morgunblaðinu 26. júlí leitast Gunnar einmitt við að ræða forsendur sjálfrar byggingarinnar af þeirri stillingu og hófsemi sem helst gefur málflutningi þunga. Hann bendir þar á grundvallaratriði sem furðu fáir íslenskir arkitektar virðast gefa gaum: „… hús byggð í anda nútímastefnunnar taka í sjálfu sér ekki mið af umhverfinu. Formið á að spretta innan úr hlutverki hússins og samræmast því en ekki ytri þáttum eins og t.d. götumyndinni. Afleiðingin er ósamræmi og mishljómar. Þetta kemur ekki að sök þegar um er að ræða stakstæð hús með trjábelti í kring. Öðru máli gegnir um gróið borgarumhverfi." Gunnar bendir síðan á í hversu hrópandi mótsögn húsið sé við götumyndina (passar ekki í mósaíkið) þar sem allt einkennist af smáum skala; þarna eru fínleg hús og ekki mjög breið, láréttar gluggaraðir á móti lóðréttum línum. En LHÍ-byggingin segir Gunnar vera „í stórum skala og einkennist af breiðum láréttum flötum. Í stíl er hún andstæða hins klassíska þokka sem einkennir gömlu húsin umhverfis." Þennan málflutning afgreiðir Kristinn E. með köpuryrðum en tekst ekki á við að öðru leyti, nema hinar loðnu vangaveltur um afstæði „hugtaka" á borð við stórt og lítið séu viðleitni til þess. Án þess að taka eftir því sjálfur tekur hann hins vegar undir meginsjónarmið Gunnars með tali sínu um að götumynd sé „síbreytileg mósaík sögunnar". Og samt … Og samt er Listaháskólinn kannski það sem Laugavegurinn þarf einmitt á að halda því að hann mun aldrei endurheimta fyrri sess sem verslunargata. Starfsemi Listaháskólans á eftir að hleypa miklu lífi í götuna og hvergi á hún betur heima og auðvitað eiga listnemar að hanga á kaffihúsum, bókabúðum og skrýtnum tuskubúðum. En byggingin verður þá að vera partur af Laugaveginum fremur en að hlamma sér þar „afmarkað“ niður uppfullt af „innri hlutföllum“. Laugavegurinn fær ekki síst gildi sitt af sögu sinni og því andrúmslofti sem skapast hefur kringum litlu skrýtnu og skemmtilegu húsin þar, og má heita einkennileg sú löngum margra að vilja breyta honum í eitthvað annað en hann er – jafnvel fara í keppni við Kópavog í stórhýsagerð. Sú verktakalenska að þrautnýta byggingareiti á sérlega illa við á Laugavegi. Kristinn E. Hrafnsson getur ekki krafist þess að okkur líki húsið. Hann gæti reynt að sýna okkur fram á gildi þess. Og mætti í leiðinni hugleiða hvernig hann kemur því heim og saman að líta á hús sem „afmörkuð listaverk“ og götumynd sem „mósaík sögunnar“. Því eins og hann orðar það: „Listamenn verða að vera umræðuhæfir um listir“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Kristinn E. Hrafnsson, myndlistarmaður og stjórnarmaður í LHÍ, skrifaði grein í Moggann 8. september þar sem hann átelur þau sem lýst hafa efasemdum um nýbyggingu Listaháskólans á Laugavegi. Hann krefst þess að byggingin sé „glæsilegt mannvirki" og sakar fólk um áhugaleysi, þekkingarskort og leti, segir að þau láti „hjá líða að rýna í formfræði, fagurfræði og hugmyndagrunn byggingarinnar". Að kunna húsískuHvað táknar það? Maður þarf að kunna að lesa húsið - maður þarf að kunna húsísku - maður þarf að gangast inn á forsendur arkitektanna. Maður á að vita að „hugtökin stór, hár, langur og mjór hafa ekki merkingu ein og sér og þess vegna eru innri hlutföll það eina sem byggjandi er á þegar rýnt er í afmörkuð listaverk". Þarna er komin skýringin á því hvers vegna hús á Íslandi tala aldrei saman en láta ævinlega eins og þau standi alveg stök: þau eru „afmörkuð listaverk" og aðeins „innri hlutföll" þeirra sjálfra skipta máli. Götumynd er hins vegar að sögn Kristins E. ekki „listaverk í sjálfu sér og því er hún eðlilega breytingum háð, hún er síbreytileg mósaík sögunnar". Þetta er vel orðað. En maður hefði ætlað að myndlistarmaðurinn Kristinn E. Hrafnsson áttaði sig á því að mósaík snýst einmitt um heildarsvipinn. Ein flís er bundin annarri og fær merkingu sína af öllum hinum en hefur enga sérstaka merkingu ein og sér. „Innri hlutföll" hverrar flísar skipta að vísu máli en alltaf í samspili og samtali við allar hinar. Kristinn sakar fólk sem ekki er sammála honum um að vera óviðræðuhæft og latt (alveg séríslensk ásökun: að skilningur sé eitthvert dugnaðarspursmál) og talar um „tilfinninga- og álitamál" eins og talsmaður Landsvirkjunar. Meðal hinna fávísu letingja sem hann nefnir er Gunnar Harðarson, heimspekingur og ljóðskáld, sem hefur raunar kennt listheimspeki við LHÍ. Í grein sinni í Morgunblaðinu 26. júlí leitast Gunnar einmitt við að ræða forsendur sjálfrar byggingarinnar af þeirri stillingu og hófsemi sem helst gefur málflutningi þunga. Hann bendir þar á grundvallaratriði sem furðu fáir íslenskir arkitektar virðast gefa gaum: „… hús byggð í anda nútímastefnunnar taka í sjálfu sér ekki mið af umhverfinu. Formið á að spretta innan úr hlutverki hússins og samræmast því en ekki ytri þáttum eins og t.d. götumyndinni. Afleiðingin er ósamræmi og mishljómar. Þetta kemur ekki að sök þegar um er að ræða stakstæð hús með trjábelti í kring. Öðru máli gegnir um gróið borgarumhverfi." Gunnar bendir síðan á í hversu hrópandi mótsögn húsið sé við götumyndina (passar ekki í mósaíkið) þar sem allt einkennist af smáum skala; þarna eru fínleg hús og ekki mjög breið, láréttar gluggaraðir á móti lóðréttum línum. En LHÍ-byggingin segir Gunnar vera „í stórum skala og einkennist af breiðum láréttum flötum. Í stíl er hún andstæða hins klassíska þokka sem einkennir gömlu húsin umhverfis." Þennan málflutning afgreiðir Kristinn E. með köpuryrðum en tekst ekki á við að öðru leyti, nema hinar loðnu vangaveltur um afstæði „hugtaka" á borð við stórt og lítið séu viðleitni til þess. Án þess að taka eftir því sjálfur tekur hann hins vegar undir meginsjónarmið Gunnars með tali sínu um að götumynd sé „síbreytileg mósaík sögunnar". Og samt … Og samt er Listaháskólinn kannski það sem Laugavegurinn þarf einmitt á að halda því að hann mun aldrei endurheimta fyrri sess sem verslunargata. Starfsemi Listaháskólans á eftir að hleypa miklu lífi í götuna og hvergi á hún betur heima og auðvitað eiga listnemar að hanga á kaffihúsum, bókabúðum og skrýtnum tuskubúðum. En byggingin verður þá að vera partur af Laugaveginum fremur en að hlamma sér þar „afmarkað“ niður uppfullt af „innri hlutföllum“. Laugavegurinn fær ekki síst gildi sitt af sögu sinni og því andrúmslofti sem skapast hefur kringum litlu skrýtnu og skemmtilegu húsin þar, og má heita einkennileg sú löngum margra að vilja breyta honum í eitthvað annað en hann er – jafnvel fara í keppni við Kópavog í stórhýsagerð. Sú verktakalenska að þrautnýta byggingareiti á sérlega illa við á Laugavegi. Kristinn E. Hrafnsson getur ekki krafist þess að okkur líki húsið. Hann gæti reynt að sýna okkur fram á gildi þess. Og mætti í leiðinni hugleiða hvernig hann kemur því heim og saman að líta á hús sem „afmörkuð listaverk“ og götumynd sem „mósaík sögunnar“. Því eins og hann orðar það: „Listamenn verða að vera umræðuhæfir um listir“.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun