Brynjar Már vandar til verka 31. október 2008 04:30 Brynjar Már Valdimarsson gefur á laugardaginn út sína fyrstu plötu, The Beginning.fréttablaðið/stefán Fyrsta plata Brynjars Más Valdimarssonar, eða BMV, kemur út á laugardaginn. Nefnist hún The Beginning og hefur að geyma vönduð popplög sem tekin voru upp í New York fyrr á árinu. „Þegar maður horfir tvö ár aftur í tímann þá er þetta búið að taka smá tíma. Það er alltaf gaman að leggja lokahönd á eitthvert verkefni og sjá það verða að veruleika," segir Brynjar Már, sem semur öll lög plötunnar. Á meðal þeirra eru Runaway, Forget About Me og Endlessly, sem hafa vakið athygli að undanförnu. Hafa þau tvö síðasttöldu til að mynda náð á vinsældalista í Asíu, Austur-Evrópu, Portúgal og auðvitað hér á landi. Fjórir erlendir textahöfundar semja textana á plötunni og segist Brynjar hafa valið þessa leið því hann vildi vanda til verka. „Ef ég ætlaði að gera þetta á ensku þá vildi ég gera enska texta, ekki ísl-enska. Orðaforðinn hjá Íslendingum á ensku er bara svo takmarkaður þannig að mig langaði að fara þessa leið," segir hann. Brynjar ætlaði að gefa plötuna út erlendis fyrir jólin en varð að bíða með það sökum efnahagsástandsins. „Bara að gefa plötuna út hérna heima hækkaði framleiðsluna um 60 prósent en samt hækkar maður ekkert verðið á plötunni." Vonast hann til að gefa plötuna út erlendis eftir áramót og fylgja henni þá eftir með tónleikaferð. Þar mun raddþjálfunarnám hans í FÍH væntanlega koma að góðum notum „Ég ætlaði að fara til Danmerkur en þegar þetta nám kom hingað var ég ekki lengi að skella mér á það. Þarna er kennd önnur nálgun á raddböndin sem hljóðfæri og þetta er í fyrsta skipti sem er verið að kenna rytmískan söng en ekki bara klassískan," segir Brynjar. - fb Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fyrsta plata Brynjars Más Valdimarssonar, eða BMV, kemur út á laugardaginn. Nefnist hún The Beginning og hefur að geyma vönduð popplög sem tekin voru upp í New York fyrr á árinu. „Þegar maður horfir tvö ár aftur í tímann þá er þetta búið að taka smá tíma. Það er alltaf gaman að leggja lokahönd á eitthvert verkefni og sjá það verða að veruleika," segir Brynjar Már, sem semur öll lög plötunnar. Á meðal þeirra eru Runaway, Forget About Me og Endlessly, sem hafa vakið athygli að undanförnu. Hafa þau tvö síðasttöldu til að mynda náð á vinsældalista í Asíu, Austur-Evrópu, Portúgal og auðvitað hér á landi. Fjórir erlendir textahöfundar semja textana á plötunni og segist Brynjar hafa valið þessa leið því hann vildi vanda til verka. „Ef ég ætlaði að gera þetta á ensku þá vildi ég gera enska texta, ekki ísl-enska. Orðaforðinn hjá Íslendingum á ensku er bara svo takmarkaður þannig að mig langaði að fara þessa leið," segir hann. Brynjar ætlaði að gefa plötuna út erlendis fyrir jólin en varð að bíða með það sökum efnahagsástandsins. „Bara að gefa plötuna út hérna heima hækkaði framleiðsluna um 60 prósent en samt hækkar maður ekkert verðið á plötunni." Vonast hann til að gefa plötuna út erlendis eftir áramót og fylgja henni þá eftir með tónleikaferð. Þar mun raddþjálfunarnám hans í FÍH væntanlega koma að góðum notum „Ég ætlaði að fara til Danmerkur en þegar þetta nám kom hingað var ég ekki lengi að skella mér á það. Þarna er kennd önnur nálgun á raddböndin sem hljóðfæri og þetta er í fyrsta skipti sem er verið að kenna rytmískan söng en ekki bara klassískan," segir Brynjar. - fb
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira