Reiðarekstefnan Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. október 2008 09:36 Maður horfir á Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra standa við hliðina á Geir Haarde og segja að ekki sé tímabært að huga að mannabreytingum í stjórn Seðlabankans, þótt leitun sé á bankastjórum í mannkynssögunni sem jafn rúnir eru öllu trausti, alls staðar. Maður horfir á Ingibjörgu Sólrúnu koma fram og tala um það hvað framboðið til öryggisráðsins hafi skilað þjóðinni miklu. Sem er eins og að segja að 14-2 hafi ekki verið svo slæmt - við höfum nú náð tveimur mörkum, og líka kynnst svo mörgum sóknarmönnum hins liðsins... Maður hugsar: Hvenær ætlar Samfylkingin að hætta að bíða ósigra annarra flokka? Heldur þann verstaÞað er eins og flokkurinn sé fastur með báða fætur í gömlu tyggjói sem annað fólk hefur hrækt út úr sér.Það hlýtur að teljast ein af ráðgátum íslenskra stjórnmála hvers vegna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kaus að einbeita kröftum sínum að framboði Halldórs Ásgrímssonar til Öryggisráðsins á meðan þjóðin hefði þurft á gáfum hennar og málafylgju að halda við að knýja fram breytta peningastefnu.Þetta er "heldur-þann-versta-en-næstbesta"-syndrómið sem stjórnmálasagan geymir ýmis dæmi um. Þá velja ráðamenn ekki nærtækasta kostinn - og þann sem þeir eru í rauninni kosnir til að taka - heldur þann fáránlegasta: Þegar Osama Bin Laden var í felum í Pakistan réðst Tony Blair inn í Írak. Þegar Heimskreppan sýndi sitt ljóta greppitrýni réðst Gordon Brown inn í Kaupþing (sem var reyndar bæði lítilmótlegra og áhrifaríkara). Og þegar allt reið á að Íslendingar kæmust á elleftu stundu inn í Evrópusambandið eins og meirhluti þjóðarinnar vill einbeitti leiðtogi Evrópusinna sér að framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.Óskandi væri að Samfylkingin biði að minnsta kosti sína eigin ósigra. Og óneitanlega verða áleitnar spurningar um erindi Samfylkingarinnar í íslenskri pólitík þegar ráðherrar hennar virðast fastir í að framfylgja stefnu hins ráðríka minnihluta í Sjálfstæðisflokknum.Varðandi útrás bankanna blöstu við tveir kostir: að stöðva hana eins og Davíð og Ögmundur vildu eða að taka upp evru eins og allir hinir vildu. Hvorugur kosturinn var tekinn heldur látið reka á reiðanum. Þetta er reiðareksstefnan sem Helgi Hálfdanarson nefndi svo um aðgerðarleysi í málverndunarmálum. Þetta er Reiðareksstjórnin. Íslenska módeliðDavíð Oddsson er sem kunnugt er andvígur útlöndum en kannski var sú einangrunarhyggja ekki það versta heldur fremur sú geggjaða hugmynd sem kom út úr reiðareksstefnunni að hægt væri að stunda bankabrölt í útlöndum og halda krónunni; láta íslenska ríkið vera bakhjarl umsvifa en fjármálaeftirlitið undir lassez-faire-stjórn. Útkoman var eins og íslensku góðærin hafa verið til þessa, í skrilljónasta veldi. Þegar aldraðir foreldrar, grandvart fólk, skrifuðu upp á óljósan rekstur stórhuga rugludalla með þeim afleiðingum að þau misstu auð og afl og hús eftir að hafa fylgst með umsvifunum um hríð, svolítið stolt, svolítið skilningsvana ("gengur þetta virkilega?") og svolítið smeyk.Íslenska módelið var flutt út. Og landið orðið kennslugrein víða um heim. Grátlegast reyndist IceSave-innlánaverkefnið. Á heimasíðu Egils Helgasonar er að finna kostulega úrklippu úr viðtali Markaðarins við Sigurjón Árnason bankastjóra þegar IceSave-ævintýrið stóð sem hæst. Þar kallar hann reikningana "tæra snilld", en eins og kunnugt er var þeim ýtt úr vör þegar alvöru bankar vildu ekki lengur lána íslenskum bönkum fé sem í greininni er að vísu orðað svo á tæpitungu viðskiptalífsins að "aðgengi að fjármálamörkuðum [væri] takmarkandi þáttur í vexti bankanna". Sigurjón segir sigri hrósandi að lausnin hafi einfaldlega verið sú "að vera ekki svona háður þessum fjármálamörkuðum" og afla heldur innlána. Þeir bjuggu til netreikning með himinháum innlánsvöxtum, reistu hurðarás í nafni þjóðarinnar. Blaðamaður skrifar:"Ráðgjafar Landsbankans ráðlögðu honum að tengja verkefnið eins mikið og hægt væri við Ísland, enda eru Bretar almennt jákvæðir gagnvart Íslandi [...] "Það eina sem ég þarf að gera er að kíkja í lok dags hvað er kominn mikill peningur inn," segir Sigurjón hlæjandi, tekur upp símann og segir skömmu síðar: "Það bættust við fimmtíu milljónir punda bara á föstudaginn!"Segir hann hlæjandi. Og var á meðan að draga okkar góða nafn í svaðið með því að tengja ósköpin við Ísland.Við erum ekki pakk. Og nú reynir á þessa stráka - þetta er enginn tölvuleikur lengur. Þeir geta valið um það hvort þeir haga sér eins og menn og skila þjóðinni verðmætunum eða hvort þeir ætla að liggja á peningunum og breytast í orma; og una því að heita þjóðníðingar meðan Ísland byggist.Því það er óvart alveg satt sem Ólafur Ragnar vitnaði í: Orðstír deyr aldregi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Maður horfir á Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra standa við hliðina á Geir Haarde og segja að ekki sé tímabært að huga að mannabreytingum í stjórn Seðlabankans, þótt leitun sé á bankastjórum í mannkynssögunni sem jafn rúnir eru öllu trausti, alls staðar. Maður horfir á Ingibjörgu Sólrúnu koma fram og tala um það hvað framboðið til öryggisráðsins hafi skilað þjóðinni miklu. Sem er eins og að segja að 14-2 hafi ekki verið svo slæmt - við höfum nú náð tveimur mörkum, og líka kynnst svo mörgum sóknarmönnum hins liðsins... Maður hugsar: Hvenær ætlar Samfylkingin að hætta að bíða ósigra annarra flokka? Heldur þann verstaÞað er eins og flokkurinn sé fastur með báða fætur í gömlu tyggjói sem annað fólk hefur hrækt út úr sér.Það hlýtur að teljast ein af ráðgátum íslenskra stjórnmála hvers vegna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kaus að einbeita kröftum sínum að framboði Halldórs Ásgrímssonar til Öryggisráðsins á meðan þjóðin hefði þurft á gáfum hennar og málafylgju að halda við að knýja fram breytta peningastefnu.Þetta er "heldur-þann-versta-en-næstbesta"-syndrómið sem stjórnmálasagan geymir ýmis dæmi um. Þá velja ráðamenn ekki nærtækasta kostinn - og þann sem þeir eru í rauninni kosnir til að taka - heldur þann fáránlegasta: Þegar Osama Bin Laden var í felum í Pakistan réðst Tony Blair inn í Írak. Þegar Heimskreppan sýndi sitt ljóta greppitrýni réðst Gordon Brown inn í Kaupþing (sem var reyndar bæði lítilmótlegra og áhrifaríkara). Og þegar allt reið á að Íslendingar kæmust á elleftu stundu inn í Evrópusambandið eins og meirhluti þjóðarinnar vill einbeitti leiðtogi Evrópusinna sér að framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.Óskandi væri að Samfylkingin biði að minnsta kosti sína eigin ósigra. Og óneitanlega verða áleitnar spurningar um erindi Samfylkingarinnar í íslenskri pólitík þegar ráðherrar hennar virðast fastir í að framfylgja stefnu hins ráðríka minnihluta í Sjálfstæðisflokknum.Varðandi útrás bankanna blöstu við tveir kostir: að stöðva hana eins og Davíð og Ögmundur vildu eða að taka upp evru eins og allir hinir vildu. Hvorugur kosturinn var tekinn heldur látið reka á reiðanum. Þetta er reiðareksstefnan sem Helgi Hálfdanarson nefndi svo um aðgerðarleysi í málverndunarmálum. Þetta er Reiðareksstjórnin. Íslenska módeliðDavíð Oddsson er sem kunnugt er andvígur útlöndum en kannski var sú einangrunarhyggja ekki það versta heldur fremur sú geggjaða hugmynd sem kom út úr reiðareksstefnunni að hægt væri að stunda bankabrölt í útlöndum og halda krónunni; láta íslenska ríkið vera bakhjarl umsvifa en fjármálaeftirlitið undir lassez-faire-stjórn. Útkoman var eins og íslensku góðærin hafa verið til þessa, í skrilljónasta veldi. Þegar aldraðir foreldrar, grandvart fólk, skrifuðu upp á óljósan rekstur stórhuga rugludalla með þeim afleiðingum að þau misstu auð og afl og hús eftir að hafa fylgst með umsvifunum um hríð, svolítið stolt, svolítið skilningsvana ("gengur þetta virkilega?") og svolítið smeyk.Íslenska módelið var flutt út. Og landið orðið kennslugrein víða um heim. Grátlegast reyndist IceSave-innlánaverkefnið. Á heimasíðu Egils Helgasonar er að finna kostulega úrklippu úr viðtali Markaðarins við Sigurjón Árnason bankastjóra þegar IceSave-ævintýrið stóð sem hæst. Þar kallar hann reikningana "tæra snilld", en eins og kunnugt er var þeim ýtt úr vör þegar alvöru bankar vildu ekki lengur lána íslenskum bönkum fé sem í greininni er að vísu orðað svo á tæpitungu viðskiptalífsins að "aðgengi að fjármálamörkuðum [væri] takmarkandi þáttur í vexti bankanna". Sigurjón segir sigri hrósandi að lausnin hafi einfaldlega verið sú "að vera ekki svona háður þessum fjármálamörkuðum" og afla heldur innlána. Þeir bjuggu til netreikning með himinháum innlánsvöxtum, reistu hurðarás í nafni þjóðarinnar. Blaðamaður skrifar:"Ráðgjafar Landsbankans ráðlögðu honum að tengja verkefnið eins mikið og hægt væri við Ísland, enda eru Bretar almennt jákvæðir gagnvart Íslandi [...] "Það eina sem ég þarf að gera er að kíkja í lok dags hvað er kominn mikill peningur inn," segir Sigurjón hlæjandi, tekur upp símann og segir skömmu síðar: "Það bættust við fimmtíu milljónir punda bara á föstudaginn!"Segir hann hlæjandi. Og var á meðan að draga okkar góða nafn í svaðið með því að tengja ósköpin við Ísland.Við erum ekki pakk. Og nú reynir á þessa stráka - þetta er enginn tölvuleikur lengur. Þeir geta valið um það hvort þeir haga sér eins og menn og skila þjóðinni verðmætunum eða hvort þeir ætla að liggja á peningunum og breytast í orma; og una því að heita þjóðníðingar meðan Ísland byggist.Því það er óvart alveg satt sem Ólafur Ragnar vitnaði í: Orðstír deyr aldregi
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun